Miklar skuldir forsetans sagðar ógna öryggi Bandaríkjanna Samúel Karl Ólason skrifar 28. september 2020 10:21 Trump er ekki sáttur við frétt New York Times og segir hana falska. AP/Carolyn Kaster Donald Trump, Bandaríkjaforseti, er ábyrgur fyrir 421 milljón dala lánum. Gjalddagar flestra þessara lána eru á næstu fjórum árum. Ofan á það bætist svo hundrað milljón dala fasteignaveð sem rennur út árið 2022. Andstæðingar forsetans segja skuldir hans ógna öryggi Bandaríkjanna og gera hann berskjaldaðan gegn kúgun og öðru. New York Times birti í gær frétt sem byggir á skattagögnum forsetans sem spanna tvo áratugi. Trump hefur lengi reynt að koma í veg fyrir að almenningur, þingmenn og saksóknarar komi höndum yfir gögn sem þessi. Meðal annars kemur fram í gögnunum að Trump hafi einungis greitt 750 dali í alríkistekjuskatt árið 2016, þegar hann náði kjöri til embættis forseta. Þá er greint frá því að tíu af síðustu fimmtán árum hafi Trump ekki greitt neinn tekjuskatt, þar sem upplýsingar sem hann gaf upp til skattsins bentu til þess að hann tapaði meiru en hann þénaði. Sjá einnig: Segja Trump hafa greitt samtals 1.500 dollara í tekjuskatt á tveimur árum Trump sagði sjálfur í gærkvöldi að þessar fréttir væru rangar. Hann hefði borgað mikla skatta. Hélt hann því einnig fram, eins og svo oft áður, að hann geti ekki opinberað skattskýrslur sínar vegna þess þær séu til skoðunar hjá Skattinum. Hann hefur haldið þessu fram í rúm fjögur ár. "It's fake news ... actually I paid tax ... it's under audit" -- Trump denies a New York Times report that he only paid $750 in federal income taxes in 2016 and '17, but doesn't present any evidence to the contrary pic.twitter.com/RkosMUQpES— Aaron Rupar (@atrupar) September 27, 2020 Samkvæmt NYT er Skatturinn að rannsaka 72,9 milljón dala endurgreiðslu sem Trump fékk árið 2010. Þetta hafði hann greitt á árunum 2005 til 2008. Árin 2008 og 2009 sagðist Trump hafa tapað 1,4 milljarði dala. Deilur Trump og Skattsins virðast snúast um þetta. Trump er fyrsti bandaríski forsetinn frá því Richard Nixon var í embætti sem hefur neitað að opinbera fjármál sín. Veita ekki öryggisheimildir vegna skulda Ekki liggur fyrir hverjum forsetinn skuldar þessar hundruð milljóna dala en sú uppljóstrun hefur þegar vakið upp spurningar um öryggi. Leyniþjónustur Bandaríkjanna neita til dæmis fólki sem skuldar miklar upphæðir um heimild til að skoða leynilegar upplýsingar, vegna þess að utanaðkomandi aðilar geti auðveldlega haft áhrif á viðkomandi vegna skuldanna. Skuldir geri þau að öryggishættum. Til dæmis um þetta má benda á Jared Kushner, tengdason Trump og hans helsta ráðgjafa. Forsvarsmenn erlendra ríkja hafa reynt að hafa áhrif á hann og þá meðal annars vegna viðskiptahagsmuna hans og fjárhagserfiðleika. Uppljóstrari hefur haldið því fram að tekið hafi verið fram fyrir hendurnar á sérfræðingum varðandi öryggisheimildir í ríkisstjórn Trump. Minnst 25 manns, sem hafi verið hafnað af sérfræðingum, hafi svo fengið öryggisheimild vegna inngripa embættismann. Þeirra á meðal eru Kushner og Ivanka Trump, dóttir forsetans. Trump sjálfur skipaði John Kelly, þáverandi starfsmannastjóra sínum, að útvega Kushner örygisheimild. Segir Trump hafa notað skattkerfið til að stela Bill Pascrell, þingmaður Demókrataflokksins, hefur leitt viðleitni þingmanna til að koma höndum yfir skattagögn Trump, sem hann hefur barist gegn af mikilli hörku. Pascrell sagði um fregnirnar í gær að fréttir NYT staðfesti þeirra verstu ótta. Trump hafi allt sitt líf misnotað skattkerfið til að ljúga, svindla og stela í stórum stíl. Þar að auki sakar Pascrell Trump um að hafa stolið frá hinu opinbera til að bæta upp fyrir tap sitt og segir hann einnig að forsetinn sé verulega berskjaldaður gagnvart kúgun og áhrifum annarra ríkja vegna skulda hans. This is right. Because of his financial entanglements and galactic debt trump is vulnerable to extortion and blackmail by gangsters and foreign leaders. He puts our national security in grave danger. https://t.co/LsDjofq56e— Bill Pascrell, Jr. (@BillPascrell) September 27, 2020 Frá því Trump settist að í Hvíta húsinu, í janúar 2017, hafa málafylgjumenn, áhrifamenn og erlendir erindrekar varið gífurlegum upphæðum á hótel Trump og í öðrum fyrirtækjum hans. Til marks um það hafa tekjur Mar-a-Lago, einkaklúbbs Trump í Flórída aukist um fimm milljónir dala á ári frá 2015. Mun fleiri menn hafi gerst meðlimir í klúbbnum. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Hugsanlegt að Roe gegn Wade verði tekið fyrir af Hæstarétti að nýju Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sagt að það sé hugsanlegt að dómurinn Roe gegn Wade frá árinu 1973 verði tekinn upp að nýju hjá Hæstarétti verði Amy Coney Barrett, tilnefning hans til Hæstaréttar, kosin til dómsins af öldungadeild Bandaríkjanna. 27. september 2020 21:42 Mesta íhaldssveifla í hæstaréttinum í áratugi Hugmyndafræði Hæstaréttar Bandaríkjanna er líklegt til að taka skarpa hægribeygju til næstu áratuganna eftir að Donald Trump forseti tilnefndi Amy Coney Barrett, íhaldssaman áfrýjunardómara, til að taka sæti Ruth Bader Ginsburg í gær. 27. september 2020 10:06 Leiðtogi repúblikana segir að valdaskiptin fari fram „skipulega“ Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikanaflokksins í öldungadeild Bandaríkjaþings, fullyrðir að valdaskipti eftir kosningar í nóvember fari fram á „skipulegan“ hátt þrátt fyrir að Donald Trump forseti hafi sagt að hann gæti ekki lofað að þau færu friðsamlega fram í gær. 24. september 2020 16:14 Trump neitar að lofa friðsömum valdaskiptum Áhyggjur af því að hörð átök verði um úrslit forsetakosninga í Bandaríkjunum í vetur jukust í gær þegar Donald Trump forseti vildi ekki skuldbinda sig til þess að valdaskipti verði friðsöm sama hver úrslitin verða. 24. september 2020 11:37 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, er ábyrgur fyrir 421 milljón dala lánum. Gjalddagar flestra þessara lána eru á næstu fjórum árum. Ofan á það bætist svo hundrað milljón dala fasteignaveð sem rennur út árið 2022. Andstæðingar forsetans segja skuldir hans ógna öryggi Bandaríkjanna og gera hann berskjaldaðan gegn kúgun og öðru. New York Times birti í gær frétt sem byggir á skattagögnum forsetans sem spanna tvo áratugi. Trump hefur lengi reynt að koma í veg fyrir að almenningur, þingmenn og saksóknarar komi höndum yfir gögn sem þessi. Meðal annars kemur fram í gögnunum að Trump hafi einungis greitt 750 dali í alríkistekjuskatt árið 2016, þegar hann náði kjöri til embættis forseta. Þá er greint frá því að tíu af síðustu fimmtán árum hafi Trump ekki greitt neinn tekjuskatt, þar sem upplýsingar sem hann gaf upp til skattsins bentu til þess að hann tapaði meiru en hann þénaði. Sjá einnig: Segja Trump hafa greitt samtals 1.500 dollara í tekjuskatt á tveimur árum Trump sagði sjálfur í gærkvöldi að þessar fréttir væru rangar. Hann hefði borgað mikla skatta. Hélt hann því einnig fram, eins og svo oft áður, að hann geti ekki opinberað skattskýrslur sínar vegna þess þær séu til skoðunar hjá Skattinum. Hann hefur haldið þessu fram í rúm fjögur ár. "It's fake news ... actually I paid tax ... it's under audit" -- Trump denies a New York Times report that he only paid $750 in federal income taxes in 2016 and '17, but doesn't present any evidence to the contrary pic.twitter.com/RkosMUQpES— Aaron Rupar (@atrupar) September 27, 2020 Samkvæmt NYT er Skatturinn að rannsaka 72,9 milljón dala endurgreiðslu sem Trump fékk árið 2010. Þetta hafði hann greitt á árunum 2005 til 2008. Árin 2008 og 2009 sagðist Trump hafa tapað 1,4 milljarði dala. Deilur Trump og Skattsins virðast snúast um þetta. Trump er fyrsti bandaríski forsetinn frá því Richard Nixon var í embætti sem hefur neitað að opinbera fjármál sín. Veita ekki öryggisheimildir vegna skulda Ekki liggur fyrir hverjum forsetinn skuldar þessar hundruð milljóna dala en sú uppljóstrun hefur þegar vakið upp spurningar um öryggi. Leyniþjónustur Bandaríkjanna neita til dæmis fólki sem skuldar miklar upphæðir um heimild til að skoða leynilegar upplýsingar, vegna þess að utanaðkomandi aðilar geti auðveldlega haft áhrif á viðkomandi vegna skuldanna. Skuldir geri þau að öryggishættum. Til dæmis um þetta má benda á Jared Kushner, tengdason Trump og hans helsta ráðgjafa. Forsvarsmenn erlendra ríkja hafa reynt að hafa áhrif á hann og þá meðal annars vegna viðskiptahagsmuna hans og fjárhagserfiðleika. Uppljóstrari hefur haldið því fram að tekið hafi verið fram fyrir hendurnar á sérfræðingum varðandi öryggisheimildir í ríkisstjórn Trump. Minnst 25 manns, sem hafi verið hafnað af sérfræðingum, hafi svo fengið öryggisheimild vegna inngripa embættismann. Þeirra á meðal eru Kushner og Ivanka Trump, dóttir forsetans. Trump sjálfur skipaði John Kelly, þáverandi starfsmannastjóra sínum, að útvega Kushner örygisheimild. Segir Trump hafa notað skattkerfið til að stela Bill Pascrell, þingmaður Demókrataflokksins, hefur leitt viðleitni þingmanna til að koma höndum yfir skattagögn Trump, sem hann hefur barist gegn af mikilli hörku. Pascrell sagði um fregnirnar í gær að fréttir NYT staðfesti þeirra verstu ótta. Trump hafi allt sitt líf misnotað skattkerfið til að ljúga, svindla og stela í stórum stíl. Þar að auki sakar Pascrell Trump um að hafa stolið frá hinu opinbera til að bæta upp fyrir tap sitt og segir hann einnig að forsetinn sé verulega berskjaldaður gagnvart kúgun og áhrifum annarra ríkja vegna skulda hans. This is right. Because of his financial entanglements and galactic debt trump is vulnerable to extortion and blackmail by gangsters and foreign leaders. He puts our national security in grave danger. https://t.co/LsDjofq56e— Bill Pascrell, Jr. (@BillPascrell) September 27, 2020 Frá því Trump settist að í Hvíta húsinu, í janúar 2017, hafa málafylgjumenn, áhrifamenn og erlendir erindrekar varið gífurlegum upphæðum á hótel Trump og í öðrum fyrirtækjum hans. Til marks um það hafa tekjur Mar-a-Lago, einkaklúbbs Trump í Flórída aukist um fimm milljónir dala á ári frá 2015. Mun fleiri menn hafi gerst meðlimir í klúbbnum.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Hugsanlegt að Roe gegn Wade verði tekið fyrir af Hæstarétti að nýju Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sagt að það sé hugsanlegt að dómurinn Roe gegn Wade frá árinu 1973 verði tekinn upp að nýju hjá Hæstarétti verði Amy Coney Barrett, tilnefning hans til Hæstaréttar, kosin til dómsins af öldungadeild Bandaríkjanna. 27. september 2020 21:42 Mesta íhaldssveifla í hæstaréttinum í áratugi Hugmyndafræði Hæstaréttar Bandaríkjanna er líklegt til að taka skarpa hægribeygju til næstu áratuganna eftir að Donald Trump forseti tilnefndi Amy Coney Barrett, íhaldssaman áfrýjunardómara, til að taka sæti Ruth Bader Ginsburg í gær. 27. september 2020 10:06 Leiðtogi repúblikana segir að valdaskiptin fari fram „skipulega“ Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikanaflokksins í öldungadeild Bandaríkjaþings, fullyrðir að valdaskipti eftir kosningar í nóvember fari fram á „skipulegan“ hátt þrátt fyrir að Donald Trump forseti hafi sagt að hann gæti ekki lofað að þau færu friðsamlega fram í gær. 24. september 2020 16:14 Trump neitar að lofa friðsömum valdaskiptum Áhyggjur af því að hörð átök verði um úrslit forsetakosninga í Bandaríkjunum í vetur jukust í gær þegar Donald Trump forseti vildi ekki skuldbinda sig til þess að valdaskipti verði friðsöm sama hver úrslitin verða. 24. september 2020 11:37 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Hugsanlegt að Roe gegn Wade verði tekið fyrir af Hæstarétti að nýju Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sagt að það sé hugsanlegt að dómurinn Roe gegn Wade frá árinu 1973 verði tekinn upp að nýju hjá Hæstarétti verði Amy Coney Barrett, tilnefning hans til Hæstaréttar, kosin til dómsins af öldungadeild Bandaríkjanna. 27. september 2020 21:42
Mesta íhaldssveifla í hæstaréttinum í áratugi Hugmyndafræði Hæstaréttar Bandaríkjanna er líklegt til að taka skarpa hægribeygju til næstu áratuganna eftir að Donald Trump forseti tilnefndi Amy Coney Barrett, íhaldssaman áfrýjunardómara, til að taka sæti Ruth Bader Ginsburg í gær. 27. september 2020 10:06
Leiðtogi repúblikana segir að valdaskiptin fari fram „skipulega“ Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikanaflokksins í öldungadeild Bandaríkjaþings, fullyrðir að valdaskipti eftir kosningar í nóvember fari fram á „skipulegan“ hátt þrátt fyrir að Donald Trump forseti hafi sagt að hann gæti ekki lofað að þau færu friðsamlega fram í gær. 24. september 2020 16:14
Trump neitar að lofa friðsömum valdaskiptum Áhyggjur af því að hörð átök verði um úrslit forsetakosninga í Bandaríkjunum í vetur jukust í gær þegar Donald Trump forseti vildi ekki skuldbinda sig til þess að valdaskipti verði friðsöm sama hver úrslitin verða. 24. september 2020 11:37