Aldrei fleiri á farsóttarhótelinu en nú Vésteinn Örn Pétursson og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 28. september 2020 18:58 Aldrei hafa fleiri dvalið á farshóttarhótelinu á Rauðarárstíg í Reykjavík. Hótelið er úrræði fyrir fólk sem þarf að vera í einangrun vegna kórónuveirusýkingar og getur illa verið í einangrun á heimili sínu. Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður hótelsins, segir ýmislegt geta skýrt þann metfjölda sem nú dvelur á hótelinu. „Meðal annars það að við erum með mikið af ungu fólki í þessari bylgju, fólk sem kannski býr með öðrum, leigir í íbúðum þar sem kannski fjórir, fimm búa saman. Við erum með fólk utan af landi sem þarf að vera nálægt Covid-deildinni [á Landspítalanum]. Við erum með ungar mæður sem eiga kannski erfitt með að vera heima með ungum börnum sínum. Við erum með alla flóruna hérna,“ sagði Gylfi í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Aðspurður segir Gylfi þá að hótelið sé nánast búið að sprengja utan af sér. „Við opnuðum aftur hér neðar í götunni um daginn og þurfum að hafa þar opið í einhvern tíma. Það eru núna 63 gestir hjá okkur í húsunum og þeim fer því miður bara fjölgandi.“ Gylfi segir þá að starfsfólkið sem sér um gestina mætti vera fleira. „Við erum sjö sem sinnum gestunum. Nei, það er ekki nóg. Við vorum að auglýsa eftir fleira fólki inni á Alfreð. Okkur vantar fólk og það er bara vonandi að einhverjir taki við sér,“ segir Gylfi, sem hvetur fólk til að sækja um á hótelinu. Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Aldrei hafa fleiri dvalið á farshóttarhótelinu á Rauðarárstíg í Reykjavík. Hótelið er úrræði fyrir fólk sem þarf að vera í einangrun vegna kórónuveirusýkingar og getur illa verið í einangrun á heimili sínu. Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður hótelsins, segir ýmislegt geta skýrt þann metfjölda sem nú dvelur á hótelinu. „Meðal annars það að við erum með mikið af ungu fólki í þessari bylgju, fólk sem kannski býr með öðrum, leigir í íbúðum þar sem kannski fjórir, fimm búa saman. Við erum með fólk utan af landi sem þarf að vera nálægt Covid-deildinni [á Landspítalanum]. Við erum með ungar mæður sem eiga kannski erfitt með að vera heima með ungum börnum sínum. Við erum með alla flóruna hérna,“ sagði Gylfi í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Aðspurður segir Gylfi þá að hótelið sé nánast búið að sprengja utan af sér. „Við opnuðum aftur hér neðar í götunni um daginn og þurfum að hafa þar opið í einhvern tíma. Það eru núna 63 gestir hjá okkur í húsunum og þeim fer því miður bara fjölgandi.“ Gylfi segir þá að starfsfólkið sem sér um gestina mætti vera fleira. „Við erum sjö sem sinnum gestunum. Nei, það er ekki nóg. Við vorum að auglýsa eftir fleira fólki inni á Alfreð. Okkur vantar fólk og það er bara vonandi að einhverjir taki við sér,“ segir Gylfi, sem hvetur fólk til að sækja um á hótelinu.
Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira