Tólf mánaða verðbólga mælist nú 3,5% og eykst um 0,39% á milli mánaða. Ekki hefur mælst meiri verðbólga frá því í maí í fyrra þegar hún mældist 3,7%. Verðbólga án húsnæðis mælist nú 3,9%.
Í tilkynningu á vef Hagstofunnar segir að húsgögn, heimilisbúnaður og fleira hafi hækkað um 4% (áhrif á vísitöluna 0,22%) og að bílar hafi hækkað um 2,3% (áhrif á vísitöluna 0,12%).
Í maí og júní mældist tólf mánaða verðbólga 2,6% en síðan þá hefur hún farið hækkandi. Þannig mældist hún 3% í júlí og 3,2% í ágúst og hækkar aftur nú.
Verðbólgumarkmið Seðlabanka Íslands er 2,5%.