Guðmundur Franklín undirbýr sig fyrir hugsanlegt framboð í komandi alþingiskosningum Jakob Bjarnar skrifar 29. september 2020 10:45 Guðmundur Franklín er að máta sig við hugmyndina um að fara fram að fullum krafti í komandi alþingiskosningum sem verða að ári liðnu. visir/vilhelm Guðmundur Franklín, athafnamaður í ferðaþjónustu sem bauð sig fram í síðustu forsetakosningum, segir í samtali við Vísi að ekki sé búið að stofna neitt, en vel megi vera að hann og Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn muni bjóða fram í næstu alþingiskosningum sem verða að ári. „Það er ekki búið að stofna neitt. þetta er nú bara það sem fólk er að ýta manni út í. Núna eru menn bara að horfa á hvað ríkisstjórnin er að fara að gera fyrir atvinnulífið. Nú eru allskonar hræringar með nöfn og annað. Fólk vill ýta mér út í pólitíkina. Það kemur í ljós, en ekkert á þessu ári,“ segir Guðmundur Franklín. Telur sig ekki eiga samleið með Miðflokki Nú er ár í alþingiskosningar og ekki seinna vænna að fara að huga að framboðsmálum, ætli menn fram. „Getur meira en verið að það gerist eitthvað í byrjun næsta árs. Ég ýti því ekkert út af borðinu. Með nýju ári koma nýir og betri tímar.“ En sé litið til þeirra mála sem þú talaðir fyrir í til þess að gera nýafstöðnum forsetakosningum, þá einkum Orkupakkamálum, má ætla að þau eigi sér heimili hjá Miðflokki og Flokki fólksins? Guðmundur Franklín hlær við þeirri spurningu og vísar til mála sem eru tíunduð af honum sjálfum á nýuppfærðri Facebooksíðu Frjálslynda lýðræðisflokksins: a) Beint lýðræði verður ástundað í formi þjóðaratkvæðagreiðslna um mikilvæg málefni. b) Öllum íbúum samfélagsins verða tryggð grundvallar mannréttindi sem felast í öryggi til daglegs lífs, fæðu og húsaskjóls. c) Aðhald verður tryggt í ríkisrekstri og dregið úr álögum á einstaklinga og fyrirtæki. d) Auðlindir í eigu þjóðar og handfæraveiðar frjálsar öllum íslenskum ríkisborgurum. Skjáskot af Facebook-vegg Frjálslynda lýðræðisflokksins hvar Guðmundur Franklín er potturinn og pannan. Enda var hópurinn stofnaður upphaflega til að vinna að forsetaframboði hans.skjáskot „Og svo að berjast gegn spillingu sem er aðalatriðið. Svona flokkur getur verið ágætis viðbót í flóruna,“ segir Guðmundur Franklín sem telur sig ekki eiga samleið með Miðflokknum. Segist hafa fullt leyfi til að breyta um skoðun Guðmundur Franklín segir að margir hafi komið að máli við sig og viljað ýta honum út í pólitíkina. „Það sé kannski það eina rétta og ég hef tekið vel í það. Það er ekkert aðfara að gerast í ferðabransanum þannig að ég hef góðan tíma. Maður verður að verja honum vel. En, ekki er hægt að segja að þú hafir riðið feitum hesti frá forsetakosningunum? „Jújújú, frábærum gæðingi. Ég mældist með meira fylgi en Framsóknarflokkurinn. Þó það hafi verið augljóst að það sem ég var að fara gegn var óyfirstíganlegur hjalli, þá var í rauninni skylda einhvers að koma fram til að hægt væri að hafa lýðræðislega kosningu. Ég tók það að mér. Og það verður að benda á þessi mál, annars er framtíðin ekki björt.“ Í forsetakosningunum varstu spurður um það hvort framboð þitt væri upptaktur að því að þú vildir láta til þín taka í pólitíkinni; landsmálunum. Þú hafnaðir því þá? „Ég var spurður að því þrisvar sinnum. Og sagði nei. En í lýðræðisþjóðfélagi geta menn skipt um skoðun og nú er ég að bræða það með mér – valið er mitt.“ Alþingiskosningar 2021 Alþingi Forsetakosningar 2020 Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Guðmundur Franklín, athafnamaður í ferðaþjónustu sem bauð sig fram í síðustu forsetakosningum, segir í samtali við Vísi að ekki sé búið að stofna neitt, en vel megi vera að hann og Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn muni bjóða fram í næstu alþingiskosningum sem verða að ári. „Það er ekki búið að stofna neitt. þetta er nú bara það sem fólk er að ýta manni út í. Núna eru menn bara að horfa á hvað ríkisstjórnin er að fara að gera fyrir atvinnulífið. Nú eru allskonar hræringar með nöfn og annað. Fólk vill ýta mér út í pólitíkina. Það kemur í ljós, en ekkert á þessu ári,“ segir Guðmundur Franklín. Telur sig ekki eiga samleið með Miðflokki Nú er ár í alþingiskosningar og ekki seinna vænna að fara að huga að framboðsmálum, ætli menn fram. „Getur meira en verið að það gerist eitthvað í byrjun næsta árs. Ég ýti því ekkert út af borðinu. Með nýju ári koma nýir og betri tímar.“ En sé litið til þeirra mála sem þú talaðir fyrir í til þess að gera nýafstöðnum forsetakosningum, þá einkum Orkupakkamálum, má ætla að þau eigi sér heimili hjá Miðflokki og Flokki fólksins? Guðmundur Franklín hlær við þeirri spurningu og vísar til mála sem eru tíunduð af honum sjálfum á nýuppfærðri Facebooksíðu Frjálslynda lýðræðisflokksins: a) Beint lýðræði verður ástundað í formi þjóðaratkvæðagreiðslna um mikilvæg málefni. b) Öllum íbúum samfélagsins verða tryggð grundvallar mannréttindi sem felast í öryggi til daglegs lífs, fæðu og húsaskjóls. c) Aðhald verður tryggt í ríkisrekstri og dregið úr álögum á einstaklinga og fyrirtæki. d) Auðlindir í eigu þjóðar og handfæraveiðar frjálsar öllum íslenskum ríkisborgurum. Skjáskot af Facebook-vegg Frjálslynda lýðræðisflokksins hvar Guðmundur Franklín er potturinn og pannan. Enda var hópurinn stofnaður upphaflega til að vinna að forsetaframboði hans.skjáskot „Og svo að berjast gegn spillingu sem er aðalatriðið. Svona flokkur getur verið ágætis viðbót í flóruna,“ segir Guðmundur Franklín sem telur sig ekki eiga samleið með Miðflokknum. Segist hafa fullt leyfi til að breyta um skoðun Guðmundur Franklín segir að margir hafi komið að máli við sig og viljað ýta honum út í pólitíkina. „Það sé kannski það eina rétta og ég hef tekið vel í það. Það er ekkert aðfara að gerast í ferðabransanum þannig að ég hef góðan tíma. Maður verður að verja honum vel. En, ekki er hægt að segja að þú hafir riðið feitum hesti frá forsetakosningunum? „Jújújú, frábærum gæðingi. Ég mældist með meira fylgi en Framsóknarflokkurinn. Þó það hafi verið augljóst að það sem ég var að fara gegn var óyfirstíganlegur hjalli, þá var í rauninni skylda einhvers að koma fram til að hægt væri að hafa lýðræðislega kosningu. Ég tók það að mér. Og það verður að benda á þessi mál, annars er framtíðin ekki björt.“ Í forsetakosningunum varstu spurður um það hvort framboð þitt væri upptaktur að því að þú vildir láta til þín taka í pólitíkinni; landsmálunum. Þú hafnaðir því þá? „Ég var spurður að því þrisvar sinnum. Og sagði nei. En í lýðræðisþjóðfélagi geta menn skipt um skoðun og nú er ég að bræða það með mér – valið er mitt.“
Alþingiskosningar 2021 Alþingi Forsetakosningar 2020 Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira