Krefst þess að Gunnar verði dæmdur í þrettán ára fangelsi Atli Ísleifsson skrifar 29. september 2020 11:24 Frá vettvangi í Mehamn laugardaginn 27. apríl 2019. Réttarhöld yfir Gunnari Jóhanni hófust fyrr í mánuðinum og lauk málflutningi í dag. TV2/CHRISTOFFER ROBIN JENSEN Saksóknarar í Noregi hafa farið fram á að Gunnar Jóhann Gunnarsson verði dæmdur til þrettán ára fangelsisvistar fyrir að hafa orðið hálfbróður sínum, Gísla Þór Þórarinssyni, að bana í bænum Mehamn í apríl á síðasta ári. Málflutningi lýkur í héraðsdómi Austur-Finnmerkur síðar í dag og sagði saksóknarinn, Torstein Lindquister, í morgun að ákærði hafi bæði hótað að drepa, undirbúið að drepa og að lokum drepið bróður sinn. Frá þessu segir í frétt staðarmiðlinum iFinnmark í dag, en réttarhöld hafa staðið í málinu síðustu daga. Gísli Þór Þórarinsson bjó í Mehamn líkt og hálfbróðirinn, Gunnar Jóhann. Átti engan möguleika Gunnar hefur haldið því fram að um slysaskot hafi verið að ræða, en saksóknari segir drápið hafa verið að yfirlögðu ráði. „Bróðirinn átti engan möguleika þar sem hann stóð nakinn, án nokkurrar unadankomuleiðar. Við getum bara ímyndað okkur síðustu mínútur Gísla þegar hann gerði sér grein fyrir því að bróðirinn ætlaði ekki að lyfta fingri til að hjálpa honum, heldur þvert á móti,“ sagði saksóknarinn. Gunnar Jóhann við veiðar.Facebook Kærleikurinn getur verið miskunnarlaus Lindquister sagði í morgun að ákærði hafi verið verið afbrýðisamur þar sem Gísli Þór hafi tekið saman við fyrrverandi kærustu og barnsmóður Gunnars. „Allir geta skilið að það var erfitt fyrir ákærða að glíma við þessar aðstæður, að konan sem hann elskaði á sinn máta hafi hafið ástarsamband með bróðurnum. Kærleikurinn getur verið miskunnarlaus – það var nokkuð sem að ákærði fékk að kenna á,“ sagði Lindquister. Saksóknarinn sagði að þó að vel megi skila þjáninguna sem Gunnar hafi fundið fyrir þá skuli það ekki leiða til vægari dóms. „Fyrrverandi kona ákærða hefur með gjörðum hans misst kærasta sinn, og í reynd fyrrverandi eiginmann sinn. Hún hefur hún ein um umsjá með börnum hennar og ákærða,“ sagði Lindquister. Verjandi Gunnars, Bjørn Andre Gulstad, mun taka til máls síðar í dag, að því er fram kemur í frétt iFinnmark. Noregur Manndráp í Mehamn Tengdar fréttir Segir Gunnar Jóhann hafa verið með mikið magn áfengis og fíkniefna í blóði Gunnar Jóhann Gunnarsson var með mikið magn fíkniefna og áfengis í blóði sínu kvöldið sem hann varð Gísla Þór Þórarinssyni, hálfbróður sínum, að bana þann þann 27. apríl 2019 í Mehamn í Noregi. 26. september 2020 16:00 Vitni full eftirsjár vegna atburðarins í Mehamn Fjöldi fólks sem var í partýi með Gunnari Jóhanni Gunnarssyni sama kvöld og hann varð Gísla Þór Þórarinssyni, hálfbróður sínum, að bana hefur stigið fram og lýst eftirsjá vegna atburðanna. 24. september 2020 21:00 Nýja parið „rottur“ sem myndu „uppskera eins og þær sáðu“ Kærasta Gísla Þórs Þórarinssonar heitins segist endurtekið hafa fengið hótanir frá Gunnari Jóhanni Gunnarssyni, barnsföður sínum og hálfbróður Gísla, fyrir nóttina afdrifaríku í Mehamn í apríl í fyrra. 24. september 2020 08:01 „Ég verð skugginn þinn þangað til þú hengir þig“ Gunnar Jóhann Gunnarsson segir að sér hafi ekki dottið í hug að nota neitt annað en haglabyss til að hræða hálfbróður sinn Gísla Þór Þórarinsson. Edel Olsen, réttargæslumaður íslenskra aðstandenda Gísla, spurðist fyrir um þetta í dómsal í dag. 22. september 2020 15:47 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Saksóknarar í Noregi hafa farið fram á að Gunnar Jóhann Gunnarsson verði dæmdur til þrettán ára fangelsisvistar fyrir að hafa orðið hálfbróður sínum, Gísla Þór Þórarinssyni, að bana í bænum Mehamn í apríl á síðasta ári. Málflutningi lýkur í héraðsdómi Austur-Finnmerkur síðar í dag og sagði saksóknarinn, Torstein Lindquister, í morgun að ákærði hafi bæði hótað að drepa, undirbúið að drepa og að lokum drepið bróður sinn. Frá þessu segir í frétt staðarmiðlinum iFinnmark í dag, en réttarhöld hafa staðið í málinu síðustu daga. Gísli Þór Þórarinsson bjó í Mehamn líkt og hálfbróðirinn, Gunnar Jóhann. Átti engan möguleika Gunnar hefur haldið því fram að um slysaskot hafi verið að ræða, en saksóknari segir drápið hafa verið að yfirlögðu ráði. „Bróðirinn átti engan möguleika þar sem hann stóð nakinn, án nokkurrar unadankomuleiðar. Við getum bara ímyndað okkur síðustu mínútur Gísla þegar hann gerði sér grein fyrir því að bróðirinn ætlaði ekki að lyfta fingri til að hjálpa honum, heldur þvert á móti,“ sagði saksóknarinn. Gunnar Jóhann við veiðar.Facebook Kærleikurinn getur verið miskunnarlaus Lindquister sagði í morgun að ákærði hafi verið verið afbrýðisamur þar sem Gísli Þór hafi tekið saman við fyrrverandi kærustu og barnsmóður Gunnars. „Allir geta skilið að það var erfitt fyrir ákærða að glíma við þessar aðstæður, að konan sem hann elskaði á sinn máta hafi hafið ástarsamband með bróðurnum. Kærleikurinn getur verið miskunnarlaus – það var nokkuð sem að ákærði fékk að kenna á,“ sagði Lindquister. Saksóknarinn sagði að þó að vel megi skila þjáninguna sem Gunnar hafi fundið fyrir þá skuli það ekki leiða til vægari dóms. „Fyrrverandi kona ákærða hefur með gjörðum hans misst kærasta sinn, og í reynd fyrrverandi eiginmann sinn. Hún hefur hún ein um umsjá með börnum hennar og ákærða,“ sagði Lindquister. Verjandi Gunnars, Bjørn Andre Gulstad, mun taka til máls síðar í dag, að því er fram kemur í frétt iFinnmark.
Noregur Manndráp í Mehamn Tengdar fréttir Segir Gunnar Jóhann hafa verið með mikið magn áfengis og fíkniefna í blóði Gunnar Jóhann Gunnarsson var með mikið magn fíkniefna og áfengis í blóði sínu kvöldið sem hann varð Gísla Þór Þórarinssyni, hálfbróður sínum, að bana þann þann 27. apríl 2019 í Mehamn í Noregi. 26. september 2020 16:00 Vitni full eftirsjár vegna atburðarins í Mehamn Fjöldi fólks sem var í partýi með Gunnari Jóhanni Gunnarssyni sama kvöld og hann varð Gísla Þór Þórarinssyni, hálfbróður sínum, að bana hefur stigið fram og lýst eftirsjá vegna atburðanna. 24. september 2020 21:00 Nýja parið „rottur“ sem myndu „uppskera eins og þær sáðu“ Kærasta Gísla Þórs Þórarinssonar heitins segist endurtekið hafa fengið hótanir frá Gunnari Jóhanni Gunnarssyni, barnsföður sínum og hálfbróður Gísla, fyrir nóttina afdrifaríku í Mehamn í apríl í fyrra. 24. september 2020 08:01 „Ég verð skugginn þinn þangað til þú hengir þig“ Gunnar Jóhann Gunnarsson segir að sér hafi ekki dottið í hug að nota neitt annað en haglabyss til að hræða hálfbróður sinn Gísla Þór Þórarinsson. Edel Olsen, réttargæslumaður íslenskra aðstandenda Gísla, spurðist fyrir um þetta í dómsal í dag. 22. september 2020 15:47 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Segir Gunnar Jóhann hafa verið með mikið magn áfengis og fíkniefna í blóði Gunnar Jóhann Gunnarsson var með mikið magn fíkniefna og áfengis í blóði sínu kvöldið sem hann varð Gísla Þór Þórarinssyni, hálfbróður sínum, að bana þann þann 27. apríl 2019 í Mehamn í Noregi. 26. september 2020 16:00
Vitni full eftirsjár vegna atburðarins í Mehamn Fjöldi fólks sem var í partýi með Gunnari Jóhanni Gunnarssyni sama kvöld og hann varð Gísla Þór Þórarinssyni, hálfbróður sínum, að bana hefur stigið fram og lýst eftirsjá vegna atburðanna. 24. september 2020 21:00
Nýja parið „rottur“ sem myndu „uppskera eins og þær sáðu“ Kærasta Gísla Þórs Þórarinssonar heitins segist endurtekið hafa fengið hótanir frá Gunnari Jóhanni Gunnarssyni, barnsföður sínum og hálfbróður Gísla, fyrir nóttina afdrifaríku í Mehamn í apríl í fyrra. 24. september 2020 08:01
„Ég verð skugginn þinn þangað til þú hengir þig“ Gunnar Jóhann Gunnarsson segir að sér hafi ekki dottið í hug að nota neitt annað en haglabyss til að hræða hálfbróður sinn Gísla Þór Þórarinsson. Edel Olsen, réttargæslumaður íslenskra aðstandenda Gísla, spurðist fyrir um þetta í dómsal í dag. 22. september 2020 15:47