Segir frumvarp ráðherra um nýsköpunarmál vanhugsað Heimir Már Pétursson skrifar 29. september 2020 12:06 Nýsköpunarmiðstöð Íslands verður lögð niður um áramótin. Vísir/ Vilhelm Talsmaður starfsmanna Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands segir möguleika íslenskra frumkvöðla til styrkja frá Evrópusambandinu verða minni ef frumvarp nýsköpunarráðherra um málaflokkinn nái fram að ganga. Tillögur ráðherra séu vanhugsaðar. Frumvarp nýsköpunarráðherra um endurskipulagningu á aðkomu stjórnvalda að nýsköpunarverkefnum er opið fyrir umsagnir í samráðsgátt stjórnvalda.Vísir/Vilhelm Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir nýsköpunarráðherra tilkynnti í upphafi árs að hún hyggðist leggja Nýsköpunarmiðstöð Íslands niður og skipa nýsköpunarmálum með öðrum hætti. Frumvarp þar að lútandi er komið í samráðsgátt stjórnvalda. Þar er gert ráð fyrir að í stað Nýsköpunarmiðstöðvar verði stofnaðir svo kallaðir nýsköpunargarðar með áherslu á stuðning við frumkvöðla og sprotafyrirtæki á sviði hátækni, framlög til nýsköpunar á landsbyggðinni verða aukin og nýr sjóður settur á fót fyrir rannsóknir í byggingariðnaði. Kjartan Due Nielsen talsmaður um sjötíu starfsmanna Nýsköpunarmiðstöðvar segir gott að frumvarp ráðherra sé loksins komið fram og hægt að átta sig á áformum ráðherra. Frumvarpið sé hins vegar slæmt fyrir nýsköpun í landinu. Kjartan Due Nielsen talsmaður starfsmanna Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands telur frumvarp ráðherra draga úr möguleikum nýsköpunarverkefna á Íslandi til að fá háa styrki frá Evrópusambandinu.Stöð 2/Friðrik Þór „Það á til dæmis að leggja niður þjónustu gagnvart frumkvöðlum og sprotafyrirtækjum sem eru að taka sín fyrstu skref. Einnig þjónustu gagnvart atvinnulausum en við höfum verið að sinna nýsköpunarþjónustu gagnvart þeim. Á þessum tímum er þetta mjög einkennilegt,” segir Kjartan Due. Í tilkynningu frá atvinnuvegaráðuneytinu segir að áfram verði haft samstarf við Vinnumálastofnun um aðstoð við einstaklinga í atvinnuleit. Kjartan Due segir að samkvæmt frumvarpinu verði stofnað einkahlutafélag utan um nýsköpunargarðana sem muni draga úr möguleikum á háuum styrkjum frá Evrópusambandinu. Ekki þurfi að koma til mótframlag frá verkefnum þegar þau komi frá opinberri stofnun eins og Nýsköpunarmiðstöð en öðru máli gegni með einkahlutafélög. „Með þessari breytingu þyrftu allir aðilar að vera með mótframlag. Það gengur ekki upp sem rekstrarform í svona verkefnum. Við erum að tala um einn og hálfan milljarð króna á ári sem hafa verið að koma aukalega á ári í þjóðarbúið. Þannig að þetta er illa vanhugsað þessi aðgerð,” segir Kjartan Due Nielsen talsmaður starfsmanna Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir hins vegar að nýsköpunargarðarnir eigi ekki hvað síst að hlúa að evrópurannsóknum. Það sé mat ráðuneytisins að ekkert eigi að vera því til fyrirstöðu að sækja áfram um styrki enda verði nýsköpunargarðarnir óhagnaðardrifnir og alfarið í eigu ríkisins. Nýsköpun Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Starfsmenn segja mikilvæg verkefni Nýsköpunarmiðstöðvar í óvissu Nú þegar fjórir mánuðir eru þar til stefnt er að því að Nýsköpunarmiðstöð Íslands verði lögð niður eru starfsmenn í óvissu um framtíð sína og þau fjölmörgu verkefni sem unnin eru hjá stofnuninni. 8. september 2020 18:59 Stofnun nýsköpunarseturs muni skapa atvinnutækifæri á Akranesi Viljayfirlýsing um stofnun rannsóknar- og nýsköpunarseturs á Akranesi var undirrituð í dag. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra segir verkefnið að vissu leyti taka við af Nýsköpunarmiðstöð Íslands. 2. júlí 2020 21:00 Fyrirætlanir um að leggja Nýsköpunarmiðstöð niður áfall Starfsfólk Nýsköpunarmiðstöðvar telja fyrirætlanir iðnaðar-og nýsköpunarráðherra um að leggja miðstöðina niður áfall fyrir nýsköpunarstarf í landinu. 2. júlí 2020 14:15 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Fleiri fréttir Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sjá meira
Talsmaður starfsmanna Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands segir möguleika íslenskra frumkvöðla til styrkja frá Evrópusambandinu verða minni ef frumvarp nýsköpunarráðherra um málaflokkinn nái fram að ganga. Tillögur ráðherra séu vanhugsaðar. Frumvarp nýsköpunarráðherra um endurskipulagningu á aðkomu stjórnvalda að nýsköpunarverkefnum er opið fyrir umsagnir í samráðsgátt stjórnvalda.Vísir/Vilhelm Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir nýsköpunarráðherra tilkynnti í upphafi árs að hún hyggðist leggja Nýsköpunarmiðstöð Íslands niður og skipa nýsköpunarmálum með öðrum hætti. Frumvarp þar að lútandi er komið í samráðsgátt stjórnvalda. Þar er gert ráð fyrir að í stað Nýsköpunarmiðstöðvar verði stofnaðir svo kallaðir nýsköpunargarðar með áherslu á stuðning við frumkvöðla og sprotafyrirtæki á sviði hátækni, framlög til nýsköpunar á landsbyggðinni verða aukin og nýr sjóður settur á fót fyrir rannsóknir í byggingariðnaði. Kjartan Due Nielsen talsmaður um sjötíu starfsmanna Nýsköpunarmiðstöðvar segir gott að frumvarp ráðherra sé loksins komið fram og hægt að átta sig á áformum ráðherra. Frumvarpið sé hins vegar slæmt fyrir nýsköpun í landinu. Kjartan Due Nielsen talsmaður starfsmanna Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands telur frumvarp ráðherra draga úr möguleikum nýsköpunarverkefna á Íslandi til að fá háa styrki frá Evrópusambandinu.Stöð 2/Friðrik Þór „Það á til dæmis að leggja niður þjónustu gagnvart frumkvöðlum og sprotafyrirtækjum sem eru að taka sín fyrstu skref. Einnig þjónustu gagnvart atvinnulausum en við höfum verið að sinna nýsköpunarþjónustu gagnvart þeim. Á þessum tímum er þetta mjög einkennilegt,” segir Kjartan Due. Í tilkynningu frá atvinnuvegaráðuneytinu segir að áfram verði haft samstarf við Vinnumálastofnun um aðstoð við einstaklinga í atvinnuleit. Kjartan Due segir að samkvæmt frumvarpinu verði stofnað einkahlutafélag utan um nýsköpunargarðana sem muni draga úr möguleikum á háuum styrkjum frá Evrópusambandinu. Ekki þurfi að koma til mótframlag frá verkefnum þegar þau komi frá opinberri stofnun eins og Nýsköpunarmiðstöð en öðru máli gegni með einkahlutafélög. „Með þessari breytingu þyrftu allir aðilar að vera með mótframlag. Það gengur ekki upp sem rekstrarform í svona verkefnum. Við erum að tala um einn og hálfan milljarð króna á ári sem hafa verið að koma aukalega á ári í þjóðarbúið. Þannig að þetta er illa vanhugsað þessi aðgerð,” segir Kjartan Due Nielsen talsmaður starfsmanna Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir hins vegar að nýsköpunargarðarnir eigi ekki hvað síst að hlúa að evrópurannsóknum. Það sé mat ráðuneytisins að ekkert eigi að vera því til fyrirstöðu að sækja áfram um styrki enda verði nýsköpunargarðarnir óhagnaðardrifnir og alfarið í eigu ríkisins.
Nýsköpun Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Starfsmenn segja mikilvæg verkefni Nýsköpunarmiðstöðvar í óvissu Nú þegar fjórir mánuðir eru þar til stefnt er að því að Nýsköpunarmiðstöð Íslands verði lögð niður eru starfsmenn í óvissu um framtíð sína og þau fjölmörgu verkefni sem unnin eru hjá stofnuninni. 8. september 2020 18:59 Stofnun nýsköpunarseturs muni skapa atvinnutækifæri á Akranesi Viljayfirlýsing um stofnun rannsóknar- og nýsköpunarseturs á Akranesi var undirrituð í dag. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra segir verkefnið að vissu leyti taka við af Nýsköpunarmiðstöð Íslands. 2. júlí 2020 21:00 Fyrirætlanir um að leggja Nýsköpunarmiðstöð niður áfall Starfsfólk Nýsköpunarmiðstöðvar telja fyrirætlanir iðnaðar-og nýsköpunarráðherra um að leggja miðstöðina niður áfall fyrir nýsköpunarstarf í landinu. 2. júlí 2020 14:15 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Fleiri fréttir Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sjá meira
Starfsmenn segja mikilvæg verkefni Nýsköpunarmiðstöðvar í óvissu Nú þegar fjórir mánuðir eru þar til stefnt er að því að Nýsköpunarmiðstöð Íslands verði lögð niður eru starfsmenn í óvissu um framtíð sína og þau fjölmörgu verkefni sem unnin eru hjá stofnuninni. 8. september 2020 18:59
Stofnun nýsköpunarseturs muni skapa atvinnutækifæri á Akranesi Viljayfirlýsing um stofnun rannsóknar- og nýsköpunarseturs á Akranesi var undirrituð í dag. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra segir verkefnið að vissu leyti taka við af Nýsköpunarmiðstöð Íslands. 2. júlí 2020 21:00
Fyrirætlanir um að leggja Nýsköpunarmiðstöð niður áfall Starfsfólk Nýsköpunarmiðstöðvar telja fyrirætlanir iðnaðar-og nýsköpunarráðherra um að leggja miðstöðina niður áfall fyrir nýsköpunarstarf í landinu. 2. júlí 2020 14:15