Bakarameistarinn í stað Jóa Fel Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. september 2020 14:02 Skilti Bakarameistarans er nú þegar komið upp þar sem Jói Fel var til húsa í Holtagörðum. Vísir/Vilhelm Bakarískeðjan Bakarameistarinn ehf. hefur keypt stærstan hluta af þrotabúi Jóa Fel. Stefnir keðjan á að opna tvö útibú, í Holtagörðum og Spönginni, á næstu dögum. Sigurbjörg Sigþórsdóttir, framkvæmdastjóri Bakarameistarans, segir í samtali við Stundina að áhersla sé á að opna sem fyrst. Bakaríunum tveimur var lokað á föstudaginn en vinna við að opna bakaríin tvö er hafin. Svo virðist sem vörumerkið Jói Fel muni hverfa á braut en skiltum fyrir Bakarameistarann var komið upp í dag í stað fyrri skilta með merki Jóa Fel. Svona leit bakaríið út á föstudaginn.Vísir/Vilhelm Bakarísrekstur Jóa Fel var úrskurðaður gjaldþrota á fimmtudaginn í síðustu viku að kröfu Lífeyrissjóðs verzlunarmanna. Krafan um gjaldþrot var lögð fram á grundvelli vangoldinna iðgjalda. Þau hafi verið innheimt af launum starfsfólks en ekki skilað til sjóðsins. Þá mun fyrirtækið ekki hafa greitt mótframlag af launum starfsfólks til lífeyrissjóðsins. Samkvæmt heimildum fréttastofu mun Jóhannes Felixsson, Jói Fel, hafa gert tilraun til að kaupa eignir úr þrotabúinu. Þar er helst um að ræða tæki og tól til baksturs sem hefur að stærstum hluta farið fram í Holtagörðum. Tilboð Bakarameistarans var eftir því sem fréttastofa kemst næst hærra en Jóa og því tekið. Þegar mest var rak Jói Fel sex bakarí á höfuðborgarsvæðinu. Fjórum hefur verið lokað undanfarnar vikur og þeim síðustu, í Spönginni og Holtagörðum fyrir helgi. Ljóst er að margir starfsmenn eiga inni laun eða launatengd gjöld hjá félaginu. Jói Fel rak bakarí á Selfossi og Hellu sem var lokað í september í fyrra eftir átján mánaða rekstur. Um var að ræða bakaríin Guðni bakari á Selfossi og Kökuval á Hellu sem fóru í þrot. Gjaldþrot Reykjavík Bakarí Tengdar fréttir Bakarí Jóa Fel gjaldþrota Bakarísrekstur Jóhannesar Felixssonar, Jóa Fel, er kominn í þrot. Gjaldþrotabeiðni Lífeyrissjóðs verzlunarmanna var samþykkt fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. 24. september 2020 13:16 Aðeins tvö bakarí opin og Jói Fel segist ekkert vita Jóhannes Felixson bakari, sem rekið hefur bakarí Jóa Fel undanfarin ár, segist funda stöðugt vegna resktrarerfiðleika bakarísins. Aðeins tvö bakarí eru opin sem stendur en fjórum hefur verið lokað. 21. september 2020 11:29 Mest lesið Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Viðskipti innlent „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Viðskipti innlent „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Viðskipti innlent Eyjólfur Árni hættir hjá SA Viðskipti innlent Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Jón Ólafur í framboði til formanns SA Viðskipti innlent Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Atvinnulíf Fleiri fréttir „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Framkvæmdir Starbucks við Laugaveg langt komnar Sjá meira
Bakarískeðjan Bakarameistarinn ehf. hefur keypt stærstan hluta af þrotabúi Jóa Fel. Stefnir keðjan á að opna tvö útibú, í Holtagörðum og Spönginni, á næstu dögum. Sigurbjörg Sigþórsdóttir, framkvæmdastjóri Bakarameistarans, segir í samtali við Stundina að áhersla sé á að opna sem fyrst. Bakaríunum tveimur var lokað á föstudaginn en vinna við að opna bakaríin tvö er hafin. Svo virðist sem vörumerkið Jói Fel muni hverfa á braut en skiltum fyrir Bakarameistarann var komið upp í dag í stað fyrri skilta með merki Jóa Fel. Svona leit bakaríið út á föstudaginn.Vísir/Vilhelm Bakarísrekstur Jóa Fel var úrskurðaður gjaldþrota á fimmtudaginn í síðustu viku að kröfu Lífeyrissjóðs verzlunarmanna. Krafan um gjaldþrot var lögð fram á grundvelli vangoldinna iðgjalda. Þau hafi verið innheimt af launum starfsfólks en ekki skilað til sjóðsins. Þá mun fyrirtækið ekki hafa greitt mótframlag af launum starfsfólks til lífeyrissjóðsins. Samkvæmt heimildum fréttastofu mun Jóhannes Felixsson, Jói Fel, hafa gert tilraun til að kaupa eignir úr þrotabúinu. Þar er helst um að ræða tæki og tól til baksturs sem hefur að stærstum hluta farið fram í Holtagörðum. Tilboð Bakarameistarans var eftir því sem fréttastofa kemst næst hærra en Jóa og því tekið. Þegar mest var rak Jói Fel sex bakarí á höfuðborgarsvæðinu. Fjórum hefur verið lokað undanfarnar vikur og þeim síðustu, í Spönginni og Holtagörðum fyrir helgi. Ljóst er að margir starfsmenn eiga inni laun eða launatengd gjöld hjá félaginu. Jói Fel rak bakarí á Selfossi og Hellu sem var lokað í september í fyrra eftir átján mánaða rekstur. Um var að ræða bakaríin Guðni bakari á Selfossi og Kökuval á Hellu sem fóru í þrot.
Gjaldþrot Reykjavík Bakarí Tengdar fréttir Bakarí Jóa Fel gjaldþrota Bakarísrekstur Jóhannesar Felixssonar, Jóa Fel, er kominn í þrot. Gjaldþrotabeiðni Lífeyrissjóðs verzlunarmanna var samþykkt fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. 24. september 2020 13:16 Aðeins tvö bakarí opin og Jói Fel segist ekkert vita Jóhannes Felixson bakari, sem rekið hefur bakarí Jóa Fel undanfarin ár, segist funda stöðugt vegna resktrarerfiðleika bakarísins. Aðeins tvö bakarí eru opin sem stendur en fjórum hefur verið lokað. 21. september 2020 11:29 Mest lesið Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Viðskipti innlent „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Viðskipti innlent „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Viðskipti innlent Eyjólfur Árni hættir hjá SA Viðskipti innlent Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Jón Ólafur í framboði til formanns SA Viðskipti innlent Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Atvinnulíf Fleiri fréttir „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Framkvæmdir Starbucks við Laugaveg langt komnar Sjá meira
Bakarí Jóa Fel gjaldþrota Bakarísrekstur Jóhannesar Felixssonar, Jóa Fel, er kominn í þrot. Gjaldþrotabeiðni Lífeyrissjóðs verzlunarmanna var samþykkt fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. 24. september 2020 13:16
Aðeins tvö bakarí opin og Jói Fel segist ekkert vita Jóhannes Felixson bakari, sem rekið hefur bakarí Jóa Fel undanfarin ár, segist funda stöðugt vegna resktrarerfiðleika bakarísins. Aðeins tvö bakarí eru opin sem stendur en fjórum hefur verið lokað. 21. september 2020 11:29