Innlent

140 börn og kennarar þeirra í Kórahverfi í sóttkví

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Leikskólinn Baugur í Kórahverfinu í Kópavogi.
Leikskólinn Baugur í Kórahverfinu í Kópavogi. Kópavogur.is

Leikskólanum Baugi í Kórahverfi í Kópavogi hefur verið lokað út vikuna vegna smits sem kom upp á skólanum.

„Við þurfum að skella í lás. Það var bara þannig. Það greinist smit hjá innanbúðarmanni hér í gær. Eftir að hafa átt samtal við rakningateymið var ávkeðið að það þyrfti að loka,“ segir Margrét Björk Jóhannesdóttir leikskólastjóri.

Sóttkví verður til föstudags þegar allir fara í sýnatöku. Vonandi verði hægt að opna leiksólann á ný í framhaldinu en það fari eftir niðurstöðunni.

Tæplega 140 börn eru á Baugi og starfsfólk um fimmtíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×