Hætta á kreppuverðbólgu á Íslandi Heimir Már Pétursson skrifar 29. september 2020 20:01 Veiking krónunnar hefur skilað sér hratt út í verðlagið að undanförnu. Vísir/Vilhelm Hætta er á að Íslendingar lendi í kreppuverðbólguástandi að mati hagfræðings Landsbankans. Líkur séu á að verðbólga fari hækkandi allt fram yfir áramót og í eðlilegu árferði væri peningastefnunefnd að íhuga hækkun vaxta. Síðast þegar verðbólgudraugurinn lét á sér kræla var verðbólgan yfir markmiði Seðlabankans í níu mánuði. Eða allt þar til í desember í fyrra að hún fór undir markmiðið. Nú hefur verðbólgan verið yfir markmiðinu í fjóra mánuði og fer hækkandi. Daníel Svavarsson forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans segir aukna verðbólgu ekki vera bætandi ofan á núverandi ástand í þjóðfélaginu.Stöð 2/Einar Árnason Daníel Svavarsson forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans segir fáa hafa búist við því á vormánuðum að verðbólgan yrði til vandræða. Það hefur einnig ítrekað komið fram í málflutningi seðlabankastjóra undanfarna mánuði. „En krónan er búin að vera að gefa eftir hægt og sígandi allt sumarið og haldið áfram núna á haustmánuðum. Það sem meira er, veiking krónunnar hefur verið að skila sér mjög hratt inn í verðlagið,“ segir Daníel. Verðbólgan fór yfir 2,5 prósenta markmið Seðlabankans í júní og er nú komin í 3,5 prósent.Grafík/HÞ Nú í september sé verðbólgan komin vel yfir 2,5 prósenta markmiðið og mælist 3,5 prósent. Jafnvel þótt Seðlabankanum tækist að halda genginu stöðugu fram að áramótum gæti verðbólga verið komin í 3,8 prósent um áramót og fjögur prósent á fyrsta ársfjórðungi næsta árs. „Þetta er í sjálfu sér versta staða sem seðlabanki getur verið í. Að fá svona verðbólguskot á samdráttartímum. Við gætum lent í svo kallaðri kreppuverðbólgu ástandi, stagflation. Það er staða sem seðlabanki vill ekki vera í,“ segir Daníel. Seðlabankinn hafi hins vegar það vopn að beita sér af meiri hörku á gjaldeyrismarkaði en að undanförnu og þannig reynt að stöðva veikingu krónunnar. „Þá gerum við ráð fyrir að verðbólga muni ganga mjög hratt niður á næsta ári. Vera komin í markmiðið og jafnvel undir markmiðið á sama tíma á næsta ári. Klemma Seðlabankans felst líka í því að vextir séu nú í sögulegu lágmarki í einu prósenti og fáir reikni með frekari vaxtalækkunum á næstunni. „Í eðlilegu árferði væri peningastefnunefndin að íhuga vaxtahækkanir við þessar verðbólgutölur,“ segir Daníel. Sem aftur gæti kynt undir verðbólgunni og því ástæða til að hafa áhyggjur af stöðunni. „Já því við viljum alls ekki fara að hafa áhyggjur af verðbólgunni ofan á allt annað sem er í gangi í þjóðfélaginu í dag,“ segir forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans. Næsti vaxtaákvörðunardagur Seðlabankans er á miðvikudag í næstu viku hinn 7. október. Efnahagsmál Seðlabankinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Verðbólga ekki meiri í sextán mánuði Verðbólga hefur ekki verið hærri en nú í september frá því í maí í fyrra. Athygli vekur að þróun húsnæðisverðs dregur úr verðbólgunni. 29. september 2020 12:18 Verðbólga eykst enn á milli mánaða Tólf mánaða verðbólga mælist nú 3,5% og eykst um 0,39% á milli mánaða. 29. september 2020 10:23 Telur allt tal um launahækkanir hlægilegt „Málamiðlun, þar sem allir leggja sitt af mörkum, er góð málamiðlun.“ 24. september 2020 15:15 Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Hætta er á að Íslendingar lendi í kreppuverðbólguástandi að mati hagfræðings Landsbankans. Líkur séu á að verðbólga fari hækkandi allt fram yfir áramót og í eðlilegu árferði væri peningastefnunefnd að íhuga hækkun vaxta. Síðast þegar verðbólgudraugurinn lét á sér kræla var verðbólgan yfir markmiði Seðlabankans í níu mánuði. Eða allt þar til í desember í fyrra að hún fór undir markmiðið. Nú hefur verðbólgan verið yfir markmiðinu í fjóra mánuði og fer hækkandi. Daníel Svavarsson forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans segir aukna verðbólgu ekki vera bætandi ofan á núverandi ástand í þjóðfélaginu.Stöð 2/Einar Árnason Daníel Svavarsson forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans segir fáa hafa búist við því á vormánuðum að verðbólgan yrði til vandræða. Það hefur einnig ítrekað komið fram í málflutningi seðlabankastjóra undanfarna mánuði. „En krónan er búin að vera að gefa eftir hægt og sígandi allt sumarið og haldið áfram núna á haustmánuðum. Það sem meira er, veiking krónunnar hefur verið að skila sér mjög hratt inn í verðlagið,“ segir Daníel. Verðbólgan fór yfir 2,5 prósenta markmið Seðlabankans í júní og er nú komin í 3,5 prósent.Grafík/HÞ Nú í september sé verðbólgan komin vel yfir 2,5 prósenta markmiðið og mælist 3,5 prósent. Jafnvel þótt Seðlabankanum tækist að halda genginu stöðugu fram að áramótum gæti verðbólga verið komin í 3,8 prósent um áramót og fjögur prósent á fyrsta ársfjórðungi næsta árs. „Þetta er í sjálfu sér versta staða sem seðlabanki getur verið í. Að fá svona verðbólguskot á samdráttartímum. Við gætum lent í svo kallaðri kreppuverðbólgu ástandi, stagflation. Það er staða sem seðlabanki vill ekki vera í,“ segir Daníel. Seðlabankinn hafi hins vegar það vopn að beita sér af meiri hörku á gjaldeyrismarkaði en að undanförnu og þannig reynt að stöðva veikingu krónunnar. „Þá gerum við ráð fyrir að verðbólga muni ganga mjög hratt niður á næsta ári. Vera komin í markmiðið og jafnvel undir markmiðið á sama tíma á næsta ári. Klemma Seðlabankans felst líka í því að vextir séu nú í sögulegu lágmarki í einu prósenti og fáir reikni með frekari vaxtalækkunum á næstunni. „Í eðlilegu árferði væri peningastefnunefndin að íhuga vaxtahækkanir við þessar verðbólgutölur,“ segir Daníel. Sem aftur gæti kynt undir verðbólgunni og því ástæða til að hafa áhyggjur af stöðunni. „Já því við viljum alls ekki fara að hafa áhyggjur af verðbólgunni ofan á allt annað sem er í gangi í þjóðfélaginu í dag,“ segir forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans. Næsti vaxtaákvörðunardagur Seðlabankans er á miðvikudag í næstu viku hinn 7. október.
Efnahagsmál Seðlabankinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Verðbólga ekki meiri í sextán mánuði Verðbólga hefur ekki verið hærri en nú í september frá því í maí í fyrra. Athygli vekur að þróun húsnæðisverðs dregur úr verðbólgunni. 29. september 2020 12:18 Verðbólga eykst enn á milli mánaða Tólf mánaða verðbólga mælist nú 3,5% og eykst um 0,39% á milli mánaða. 29. september 2020 10:23 Telur allt tal um launahækkanir hlægilegt „Málamiðlun, þar sem allir leggja sitt af mörkum, er góð málamiðlun.“ 24. september 2020 15:15 Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Verðbólga ekki meiri í sextán mánuði Verðbólga hefur ekki verið hærri en nú í september frá því í maí í fyrra. Athygli vekur að þróun húsnæðisverðs dregur úr verðbólgunni. 29. september 2020 12:18
Verðbólga eykst enn á milli mánaða Tólf mánaða verðbólga mælist nú 3,5% og eykst um 0,39% á milli mánaða. 29. september 2020 10:23
Telur allt tal um launahækkanir hlægilegt „Málamiðlun, þar sem allir leggja sitt af mörkum, er góð málamiðlun.“ 24. september 2020 15:15