Einn efnilegasti markvörður Íslands lýsir einnig úrvalsdeildinni í eFótbolta Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. september 2020 07:00 Cecilíu Rán er margt til lista lagt. Vísir/Bára Cecilíu Rán Rúnarsdóttur er margt til lista lagt. Þessi ungi og magnaði markvörður hefur varið mark Fylkis í Pepsi Max deild kvenna í sumar og þá er hún hluti af íslenska A-landsliði kvenna þrátt fyrir ungan aldur. Cecilía Rán er fædd árið 2003 hefur leikið 54 leiki í deild og bikar fyrir Fylki og þar áður sameiginlegt lið Aftureldingar og Fram. Þá á hún að baki einn A-landsleik sem og fjölda yngri landsleikja. Fótboltaáhugi Cecilíu Ránar nær reyndar út fyrir knattspyrnuvöllinn sjálfan en hún lýsir einnig svokölluðum eFótbolta sem sýndur er á Stöð 2 Sport og hér á Vísi. KSÍ í samstarfi við Rafíþróttasamtök Íslands hafa stofnað úrvalsdeildina í eFótbolta. Keppt verður í tölvuleiknum FIFA sem er vinsælasti íþróttaleikur í heimi. Leikmenn deildarinnar spila allir fyrir íþróttalið og er eitt af markmiðum deildarinnar að kynna rafíþróttir fyrir almenning og vera með deild sem iðkendur vilja stefna á að spila í. „Þetta byrjaði allt þegar ég var beðin um að koma og leika í kynningarmyndbandi um eFótbolta og FIFA-tölvuleikinn í gegnum lið mitt Fylki. Eftir það var ég beðin um að taka þátt í því spennandi verkefni að lýsa nokkrum leikjum í eFótbolta sem væru sýndir í sjónvarpinu,“ sagði Cecilía um þennan áhugaverða útúrdúr frá hefðbundum fótbolta. Hér má sjá Cecilíu útskýra FIFA-tölvuleikinn á sléttum 30 sekúndum. „Svo spilum við stelpurnar stundum FIFA, þetta er ótrúlega skemmtilegur leikur og í raun eini tölvuleikurinn sem ég spila þannig það frábært að fá að vera hluti af þessu. Sérstaklega þar sem eFótbolti fer vaxandi með hverju árinu.“ „Þetta líkist alvöru fótbolta að einhverju leyti, það er hægt að stilla varnar- eða sóknarsinnuðu kerfi, breyta áherslum liðsins og leikmanna. Svo fer það eftir spilaranum sjálfum hvernig hann vill spila, hvort hann vilji spila þetta eins og alvöru leik eða til dæmis bara reyna sóla upp allan völlinn og skora með markverðinum, sem er reyndar geggjað.“ Þetta nýja starf Cecilíu mun þó ekki bitna á Fylkisliðinu. „Það gengur mjög vel. Þeir sem halda utan um þetta eru mjög skilningsríkir ef ég forfallast vegna æfinga eða leikja,“ segir Cecilía sem hefur staðið í ströngu með Fylkisliðinu í sumar. Liðið á fjóra leiki eftir í Pepsi Max deildinni og verða þeir leiknir á sléttum tveimur vikum, frá 3. til 17. október. „Ég veit það einfaldlega ekki en í Fylki er það klárlega Bryndís Arna Níeldóttir sem myndi rúlla þessu upp,“ sagði Cecilía aðspurð hvort einhver í landsliðinu gæti spilað í úrvalsdeildinni í FIFA. Að lokum var Cecilía spurð út í sitt uppáhalds lið í FIFA og þar má segja að hún sé að svíkja lit. „Uppáhaldsliðið mitt er Manchester United en þegar kemur að FIFA verð ég að segja að Bayern München sé uppáhaldsliðið mitt. Það eru svo margir hágæðaleikmenn þar sem vinna leikina einfaldlega á einstaklingsgæðum svo ég verð að segja Bayern.“ Fótbolti Íslenski boltinn Fylkir Rafíþróttir Tengdar fréttir Unga landsliðskonan fékk að finna fyrir því: „Þú þarft að taka hana úr jafnvægi“ Sérfræðingur Pepsi Max marka kvenna segir það hafa verið rétt hjá Þór/KA konum að reyna að komast inn í hausinn á unga landsliðsmarkverðinum Cecilíu Rán Rúnarsdóttur í Fylki. 9. september 2020 14:00 KSÍ fer af stað með efótbolta úrvalsdeild KSÍ í samstarfi við Rafíþróttasamtök Íslands hafa stofnað Úrvalsdeildina í efótbolta. Keppt verður í tölvuleiknum FIFA sem er vinsælasti íþróttaleikur í heimi. Leikmenn deildarinnar spila allir fyrir íþróttalið og er eitt af markmiðum deildarinnar að kynna rafíþróttir fyrir almenning og vera með deild sem iðkendur vilja stefna á að spila í. 4. september 2020 20:00 Segja að sjaldan hafi verið jafn margir góðir markverðir í deildinni Umræða myndaðist um markverði Pepsi Max deildarinnar í Pepsi Max Mörkunum á fimmtudaginn var. 22. ágúst 2020 13:00 Fylkiskonur fimm sætum ofar þökk sé hinni sautján ára gömlu Cecilíu Fylkiskonur eru fimm sætum ofar í Pepsi Max deild kvenna í fótbolta í dag en þær ættu að vera samkvæmt markalíkunum í leikjum þeirra. Tölfræði Wyscout segir sína sögu um mikilvægi kornungs markvarðar liðsins. 19. ágúst 2020 16:00 Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport
Cecilíu Rán Rúnarsdóttur er margt til lista lagt. Þessi ungi og magnaði markvörður hefur varið mark Fylkis í Pepsi Max deild kvenna í sumar og þá er hún hluti af íslenska A-landsliði kvenna þrátt fyrir ungan aldur. Cecilía Rán er fædd árið 2003 hefur leikið 54 leiki í deild og bikar fyrir Fylki og þar áður sameiginlegt lið Aftureldingar og Fram. Þá á hún að baki einn A-landsleik sem og fjölda yngri landsleikja. Fótboltaáhugi Cecilíu Ránar nær reyndar út fyrir knattspyrnuvöllinn sjálfan en hún lýsir einnig svokölluðum eFótbolta sem sýndur er á Stöð 2 Sport og hér á Vísi. KSÍ í samstarfi við Rafíþróttasamtök Íslands hafa stofnað úrvalsdeildina í eFótbolta. Keppt verður í tölvuleiknum FIFA sem er vinsælasti íþróttaleikur í heimi. Leikmenn deildarinnar spila allir fyrir íþróttalið og er eitt af markmiðum deildarinnar að kynna rafíþróttir fyrir almenning og vera með deild sem iðkendur vilja stefna á að spila í. „Þetta byrjaði allt þegar ég var beðin um að koma og leika í kynningarmyndbandi um eFótbolta og FIFA-tölvuleikinn í gegnum lið mitt Fylki. Eftir það var ég beðin um að taka þátt í því spennandi verkefni að lýsa nokkrum leikjum í eFótbolta sem væru sýndir í sjónvarpinu,“ sagði Cecilía um þennan áhugaverða útúrdúr frá hefðbundum fótbolta. Hér má sjá Cecilíu útskýra FIFA-tölvuleikinn á sléttum 30 sekúndum. „Svo spilum við stelpurnar stundum FIFA, þetta er ótrúlega skemmtilegur leikur og í raun eini tölvuleikurinn sem ég spila þannig það frábært að fá að vera hluti af þessu. Sérstaklega þar sem eFótbolti fer vaxandi með hverju árinu.“ „Þetta líkist alvöru fótbolta að einhverju leyti, það er hægt að stilla varnar- eða sóknarsinnuðu kerfi, breyta áherslum liðsins og leikmanna. Svo fer það eftir spilaranum sjálfum hvernig hann vill spila, hvort hann vilji spila þetta eins og alvöru leik eða til dæmis bara reyna sóla upp allan völlinn og skora með markverðinum, sem er reyndar geggjað.“ Þetta nýja starf Cecilíu mun þó ekki bitna á Fylkisliðinu. „Það gengur mjög vel. Þeir sem halda utan um þetta eru mjög skilningsríkir ef ég forfallast vegna æfinga eða leikja,“ segir Cecilía sem hefur staðið í ströngu með Fylkisliðinu í sumar. Liðið á fjóra leiki eftir í Pepsi Max deildinni og verða þeir leiknir á sléttum tveimur vikum, frá 3. til 17. október. „Ég veit það einfaldlega ekki en í Fylki er það klárlega Bryndís Arna Níeldóttir sem myndi rúlla þessu upp,“ sagði Cecilía aðspurð hvort einhver í landsliðinu gæti spilað í úrvalsdeildinni í FIFA. Að lokum var Cecilía spurð út í sitt uppáhalds lið í FIFA og þar má segja að hún sé að svíkja lit. „Uppáhaldsliðið mitt er Manchester United en þegar kemur að FIFA verð ég að segja að Bayern München sé uppáhaldsliðið mitt. Það eru svo margir hágæðaleikmenn þar sem vinna leikina einfaldlega á einstaklingsgæðum svo ég verð að segja Bayern.“
Fótbolti Íslenski boltinn Fylkir Rafíþróttir Tengdar fréttir Unga landsliðskonan fékk að finna fyrir því: „Þú þarft að taka hana úr jafnvægi“ Sérfræðingur Pepsi Max marka kvenna segir það hafa verið rétt hjá Þór/KA konum að reyna að komast inn í hausinn á unga landsliðsmarkverðinum Cecilíu Rán Rúnarsdóttur í Fylki. 9. september 2020 14:00 KSÍ fer af stað með efótbolta úrvalsdeild KSÍ í samstarfi við Rafíþróttasamtök Íslands hafa stofnað Úrvalsdeildina í efótbolta. Keppt verður í tölvuleiknum FIFA sem er vinsælasti íþróttaleikur í heimi. Leikmenn deildarinnar spila allir fyrir íþróttalið og er eitt af markmiðum deildarinnar að kynna rafíþróttir fyrir almenning og vera með deild sem iðkendur vilja stefna á að spila í. 4. september 2020 20:00 Segja að sjaldan hafi verið jafn margir góðir markverðir í deildinni Umræða myndaðist um markverði Pepsi Max deildarinnar í Pepsi Max Mörkunum á fimmtudaginn var. 22. ágúst 2020 13:00 Fylkiskonur fimm sætum ofar þökk sé hinni sautján ára gömlu Cecilíu Fylkiskonur eru fimm sætum ofar í Pepsi Max deild kvenna í fótbolta í dag en þær ættu að vera samkvæmt markalíkunum í leikjum þeirra. Tölfræði Wyscout segir sína sögu um mikilvægi kornungs markvarðar liðsins. 19. ágúst 2020 16:00 Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport
Unga landsliðskonan fékk að finna fyrir því: „Þú þarft að taka hana úr jafnvægi“ Sérfræðingur Pepsi Max marka kvenna segir það hafa verið rétt hjá Þór/KA konum að reyna að komast inn í hausinn á unga landsliðsmarkverðinum Cecilíu Rán Rúnarsdóttur í Fylki. 9. september 2020 14:00
KSÍ fer af stað með efótbolta úrvalsdeild KSÍ í samstarfi við Rafíþróttasamtök Íslands hafa stofnað Úrvalsdeildina í efótbolta. Keppt verður í tölvuleiknum FIFA sem er vinsælasti íþróttaleikur í heimi. Leikmenn deildarinnar spila allir fyrir íþróttalið og er eitt af markmiðum deildarinnar að kynna rafíþróttir fyrir almenning og vera með deild sem iðkendur vilja stefna á að spila í. 4. september 2020 20:00
Segja að sjaldan hafi verið jafn margir góðir markverðir í deildinni Umræða myndaðist um markverði Pepsi Max deildarinnar í Pepsi Max Mörkunum á fimmtudaginn var. 22. ágúst 2020 13:00
Fylkiskonur fimm sætum ofar þökk sé hinni sautján ára gömlu Cecilíu Fylkiskonur eru fimm sætum ofar í Pepsi Max deild kvenna í fótbolta í dag en þær ættu að vera samkvæmt markalíkunum í leikjum þeirra. Tölfræði Wyscout segir sína sögu um mikilvægi kornungs markvarðar liðsins. 19. ágúst 2020 16:00