Plássið í plássinu Guðmundur Gunnarsson skrifar 30. september 2020 14:01 Hvernig má það vera að á meðan við horfum upp á lítil þorp leggjast í eyði vegna fámennis og fólksflótta standi ráðherrar okkar í pontu erlendis og haldi því fram að við séum ekki í aðstöðu til að taka við fleira fólki? Sérstaklega ekki fólki á hrakhólum vegna grimmdar og harðneskju í eigin heimalandi. Á fundi evrópskra dómsmálaráðherra árið 2017 gerði Ísland einmitt það. Skilaboðin voru mjög skýr. Við beinlínis höfnuðum aukinni samábyrgð til bjargar fólki í neyð. Blákalt og kuldalega. Það var okkar innlegg. Okkar framlag. Förum aðeins yfir þetta. Á þessari afskekktu eyju höfum við glímt við lamandi fólksfækkun svo áratugum skiptir. Nema í allra stærstu þorpunum. Þar er reyndar mannmergðin ekki meiri en svo að það væri hægt að koma öllum íbúunum fyrir á einum íþróttavelli. Það er nú allt yfirþyrmandi mannhafið. En allt í lagi, látum stóru þorpin liggja á milli hluta. Í minnstu sveitarfélögunum er fámennið slíkt að bókhaldið stendur og fellur með hverri einustu fjölskyldu sem flytur. Þannig standa sum sveitarfélög bærilega á meðan öll minni samfélögin eru að kafna. Úr fámenni. Um þessa nöturlegu staðreynd er hægt að lesa í heilu fjalli af skýrslum um stöðu landsbyggðarinnar. Þetta er ekkert nýtt. Það er því vel skiljanlegt að íbúarnir slái upp veislu í hvert skipti sem barnafjölskylda flytur í þorpið. Ef fjölskyldan reynist hinsvegar vera frá Egyptalandi þá kaffærir kerfið henni í reglufargani og málið fer að snúast um það hvort við eigum að aumka okkur yfir þau. Upp á náð og miskunn. Þegar okkur sárvantar fólk. Ég fæ þetta ekki til að ganga upp. Ég er kannski svona blindur á dásemdir íslenskrar sveitarómantíkur en mér finnst það bara alls ekkert merki um sterkt samfélag að rekast á nítján náskylda ættingja á tuttugu manna sveitaballi. Krúttlegt kannski, en ekkert sérstaklega líklegt til árangurs ef markmiðið er að sækja fram og fjölga fólki. Það gefur augaleið. Okkur skortir nýjar hugmyndir og ferska sýn. Þorpin þurfa fleiri skríkjandi börn. Það vantar fólk í kvenfélagið, kórinn, heita pottinn og á kaffistofuna. Það er svo mikið pláss í plássunum að að sveitastjórar keppast við að garga á fjallstoppum. Eftir fólki. Útsvarsgreiðendum. Súrefni. En enginn kemur. Eða mjög fáir. Fyrir vikið bítast þorpin innbyrðis. Um fólk. Reita fjaðrirnar hvert af öðru og rífast um hverja einustu sál sem flytur frá Bíldudal til Bolungarvíkur. Fjölgun um tvo íbúa hér, fækkun um þrjá íbúa þar. Lifa í þeirri von að heill landshluti, eins og Vestfirðir, lafi í sjö þúsund íbúum. Þegar staðreyndin er sú að Vestfirðir færu létt með að rúma 17 þúsund íbúa. Þannig myndi fjórðungurinn fyrst blómstra. Af hverju komast kjörnir fulltrúar upp með að skauta framhjá þessum augljósa anga byggðaumræðunnar? Að það er beinlínis efnahagslegur ábati af því að fjölga fólki. Stuðla að menningarlegri fjölbreytni og vinna bug á lamandi einsleitni. Í staðinn virðast þeir alltaf hverfa vandræðalegir undir lampaskerma þegar talið berst að fjölmenningu, innflytjendum og hælisleitendum. Auðvitað þurfa að vera reglur um alla hluti. Ég skil það. Enda er ég ekkert að tala fyrir einhverju frumskógarlögmáli. Ég vil bara að við, sem afkomendum fólks á flótta, veltum fyrir okkur stöðu okkar og þeim tækifærum sem felast í manngæsku, fólksfjölgun og fjölbreytni. Við þurfum að hefja okkur upp fyrir úrelt þras um að við eigum nóg með okkur sjálf. Það er beinlínis rangt. Ísland er vandræðalega undirmannað. Í þvi felst risastóra þversögnin um plássið í plássinu. Það er beinlínis órökrétt að láta órökstuddan ótta við allt og alla, sem eru ekki nákvæmlega eins og þeir örfáu sem fyrir eru, stjórna allri umræðu. Fólk sem þráir að tilheyra samfélaginu okkar á að geta látið þann draum rætast. Við eigum að gera þeim það kleift. Bæði út frá mannúðarsjónarmiðum og vegna þess að það er skynsamlegt. Höfundur er Vestfirðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Gunnarsson Byggðamál Brottvísun egypskrar fjölskyldu Hælisleitendur Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Hvernig má það vera að á meðan við horfum upp á lítil þorp leggjast í eyði vegna fámennis og fólksflótta standi ráðherrar okkar í pontu erlendis og haldi því fram að við séum ekki í aðstöðu til að taka við fleira fólki? Sérstaklega ekki fólki á hrakhólum vegna grimmdar og harðneskju í eigin heimalandi. Á fundi evrópskra dómsmálaráðherra árið 2017 gerði Ísland einmitt það. Skilaboðin voru mjög skýr. Við beinlínis höfnuðum aukinni samábyrgð til bjargar fólki í neyð. Blákalt og kuldalega. Það var okkar innlegg. Okkar framlag. Förum aðeins yfir þetta. Á þessari afskekktu eyju höfum við glímt við lamandi fólksfækkun svo áratugum skiptir. Nema í allra stærstu þorpunum. Þar er reyndar mannmergðin ekki meiri en svo að það væri hægt að koma öllum íbúunum fyrir á einum íþróttavelli. Það er nú allt yfirþyrmandi mannhafið. En allt í lagi, látum stóru þorpin liggja á milli hluta. Í minnstu sveitarfélögunum er fámennið slíkt að bókhaldið stendur og fellur með hverri einustu fjölskyldu sem flytur. Þannig standa sum sveitarfélög bærilega á meðan öll minni samfélögin eru að kafna. Úr fámenni. Um þessa nöturlegu staðreynd er hægt að lesa í heilu fjalli af skýrslum um stöðu landsbyggðarinnar. Þetta er ekkert nýtt. Það er því vel skiljanlegt að íbúarnir slái upp veislu í hvert skipti sem barnafjölskylda flytur í þorpið. Ef fjölskyldan reynist hinsvegar vera frá Egyptalandi þá kaffærir kerfið henni í reglufargani og málið fer að snúast um það hvort við eigum að aumka okkur yfir þau. Upp á náð og miskunn. Þegar okkur sárvantar fólk. Ég fæ þetta ekki til að ganga upp. Ég er kannski svona blindur á dásemdir íslenskrar sveitarómantíkur en mér finnst það bara alls ekkert merki um sterkt samfélag að rekast á nítján náskylda ættingja á tuttugu manna sveitaballi. Krúttlegt kannski, en ekkert sérstaklega líklegt til árangurs ef markmiðið er að sækja fram og fjölga fólki. Það gefur augaleið. Okkur skortir nýjar hugmyndir og ferska sýn. Þorpin þurfa fleiri skríkjandi börn. Það vantar fólk í kvenfélagið, kórinn, heita pottinn og á kaffistofuna. Það er svo mikið pláss í plássunum að að sveitastjórar keppast við að garga á fjallstoppum. Eftir fólki. Útsvarsgreiðendum. Súrefni. En enginn kemur. Eða mjög fáir. Fyrir vikið bítast þorpin innbyrðis. Um fólk. Reita fjaðrirnar hvert af öðru og rífast um hverja einustu sál sem flytur frá Bíldudal til Bolungarvíkur. Fjölgun um tvo íbúa hér, fækkun um þrjá íbúa þar. Lifa í þeirri von að heill landshluti, eins og Vestfirðir, lafi í sjö þúsund íbúum. Þegar staðreyndin er sú að Vestfirðir færu létt með að rúma 17 þúsund íbúa. Þannig myndi fjórðungurinn fyrst blómstra. Af hverju komast kjörnir fulltrúar upp með að skauta framhjá þessum augljósa anga byggðaumræðunnar? Að það er beinlínis efnahagslegur ábati af því að fjölga fólki. Stuðla að menningarlegri fjölbreytni og vinna bug á lamandi einsleitni. Í staðinn virðast þeir alltaf hverfa vandræðalegir undir lampaskerma þegar talið berst að fjölmenningu, innflytjendum og hælisleitendum. Auðvitað þurfa að vera reglur um alla hluti. Ég skil það. Enda er ég ekkert að tala fyrir einhverju frumskógarlögmáli. Ég vil bara að við, sem afkomendum fólks á flótta, veltum fyrir okkur stöðu okkar og þeim tækifærum sem felast í manngæsku, fólksfjölgun og fjölbreytni. Við þurfum að hefja okkur upp fyrir úrelt þras um að við eigum nóg með okkur sjálf. Það er beinlínis rangt. Ísland er vandræðalega undirmannað. Í þvi felst risastóra þversögnin um plássið í plássinu. Það er beinlínis órökrétt að láta órökstuddan ótta við allt og alla, sem eru ekki nákvæmlega eins og þeir örfáu sem fyrir eru, stjórna allri umræðu. Fólk sem þráir að tilheyra samfélaginu okkar á að geta látið þann draum rætast. Við eigum að gera þeim það kleift. Bæði út frá mannúðarsjónarmiðum og vegna þess að það er skynsamlegt. Höfundur er Vestfirðingur.
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun