Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - KR 2-1 | Selfoss vaknaði í seinni hálfleik og vann KR Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 30. september 2020 17:55 Selfyssingar unnu góðan sigur á KR í kvöld en hér sjást þær fagna marki í fyrri leik liðanna. Vísir/Hulda Margrét Selfoss er komið upp í 3. sæti Pepsi Max deildar kvenna eftir að endurkomu gegn KR á heimavelli í dag. Guðmunda Brynja Óladóttir kom KR yfir með seinustu snertingu fyrri hálfleiksins, en það voru Tiffany MC Carty og Dagný Brynjarsdóttir sem skoruðu mörk Selfyssinga sem innsigluðu sigurinn. Lokatölur 2-1 Selfyssingum í vil og KR því sem fyrr á botni deildarinnar með aðeins tíu stig en liðið á þó tvo leiki til góða á liðin fyrir ofan sig. Leikurinn var nokkuð bragðdaufur til að byrja með og lítið um færi fyrstu mínúturnar. Selfyssingar voru sterkari aðilinn, en það var KR sem átti fyrsta færi leiksins á 12.mínútu. Selfyssingurinn Guðmunda Brynja fékk þá boltann innan teigs og var í góðu skotfæri en náði ekki að stýra boltanum á rammann. Á 20.mínútu var svo komið að fyrsta færi Selfyssinga. Tiffany MC Carty átti þá flottan sprett inn á teig af vinstri kantinum en fann ekki samherja inná teignum og var í þröngu skotfæri sem endaði í utanverðri stönginni. Fljótlega eftir þetta lifnaði nokkuð yfir leiknum. Selfyssingar voru enn sterkari aðilinn og á 38.mínútu tók Anna María aukaspyrnu sem fann ennið á Dagný Brynjarsdóttir sem skallaði boltann í gagnstætt horn, en sem betur fer fyrir KR endaði boltinn í stönginni. Það var nokkuð um tafir ý fyrri hálfleik og uppbótartíminn var viðburðarríkur. Þegar tæpar 47 mínútur voru á klukkunni datt boltinn fyrir Clöru Sigurðardóttir inn í teig KR-inga sem átti gott skot, en enn og aftur bjargaði markramminn KR, og í þetta skiptið small boltinn í slánni. Fyrsta mark leiksins kom svo með seinustu snertingu fyrri hálfleiksins þegar KR átti hornspyrnu sem fann Guðmundu Brynju eina inná teig Selfyssinga sem þakkaði pent fyrir sig með því að skalla boltann í netið gegn uppeldisfélagi sínu. Selfyssingar voru áfram sterkari aðilinn í seinni hálfleiknum og sóttu hart að marki KR-inga. Lítið var um eiginleg marktækifæri fyrstu mínútur hálfleiksins, en á 60.mínútu náði Selfoss loksins að jafna. Frábær stungusending sem fann Tiffany MC Carty eina á auðum sjó, og hún átti ekki í vandræðum með að renna boltanum fram hjá Ingibjörgu í markinu. Margir KR-ingar á svæðinu vildu fá dæmda rangstöðu, og ég held að það hafi átt rétt á sér, en ekkert dæmt og staðan því 1-1. Selfyssingar héldu áfram að sækja og fengu nokkur hálffæri, en ekkert nógu bitastætt til að skora úr, fyrr en á 85.mínútu þegar Tiffany laumaði boltanum inn fyrir vörn KR á Dagný Brynjarsdóttir sem var ein og óvölduð á móti Ingibjörgu í markinu. Dagný lét ekki bjóða sér þetta tvisvar og innsiglaði sigur Selfyssinga 2-1. Af hverju vann Selfoss? Selfyssingar voru heilt yfir betri aðilinn í leiknum og áttu sigurinn fyllilega skilið. Einhverjir voru á því að bæði mörk Selfyssinga hefðu átt að vera rangstæða, þá sérstaklega það fyrra, en staðreyndin er sú að betra liðið vann í dag. Hverjar stóðu upp úr? Karítas Tómasdóttir átti virkilega flottan leik á miðjunni hjá Selfoss, hún kæfði sóknir KR í fæðingu hvað eftir annað og miðlaði boltanum vel til liðsfélaga sinna. Tiffany átti líka mjög flottan leik, mark og stoðsending, en einnig átti hún líka oft flotta spretti sem sköpuðu mikla hættu. Hvað gekk illa? KR gekk illa að halda í við Selfoss stelpurnar, en það var eins og tankurinn væri hálf tómur eftir rúmlega klukkutíma leik. Selfyssingar nýttu sér það og Ingibjörg í markinu hjá KR þurfti oft að koma langt út til að hreinsa hættulegar stungusendingar Selfyssinga. Hvað gerist næst? KR heimsækir Þrótt í næstu umferð, en Þróttur er fimm stigum fyrir ofan KR og sitja í sjöunda sæti. Þessi leikur er mjög mikilvægur fyrir bæði lið, en KR þarf klárlega á sigri að halda til að halda lífi í fallbaráttunni. Selfoss fer á Akureyri þar sem að þær spila við Þór/KA, en sigur þar myndi hjálpa þeim mikið í baráttunni um þriðja sætið. Þór/KA er í áttunda sæti deildarinnar og ef þær vinna ekki, sogast þær djúpt niður í fallbaráttu með KR og Þrótti. Alfreð Elías var sáttur með að landa sigri á heimavelli.vísir/vilhelm Alfreð: Þetta var náttúrulega bara hálf slysalegt að fá á sig mark úr föstu leikatriði „Ég er ótrúlega ánægður að hafa unnið þennan leik á heimavelli, loksins. Þriðji sigurinn okkar í sumar [á heimavelli] sem er ekki nógu gott, en við verðum að taka þessi leiki sem eftir eru, þetta var einn af tveimur sem eru eftir og bara ánægjulegt að fá þrjú stig,“ sagði Alfreð Elías Jóhannsson, þjálfari Selfoss eftir sigurinn í dag. Þrátt fyrir sigurinn og að hafa verið betri aðilinn í leiknum var Alfreð ekki alveg nógu ánægður með stelpurnar. „Við samt stjórnuðum ekki leiknum nógu vel, við vorum ekki að skapa þessa möguleika sem að við eigum að gera. Við áttum að gera betur, við áttum að spila boltanum betur, við vorum kannski að klappa boltanum of mikið í staði fyrir að láta hann aðeins fljóta og hlaupa. Við erum þekktar fyrir það að hafa boltann fyrir framan okkur og láta mennina koma hlaupandi þaðan, en sigur og bara frábært.“ Alfreð var þó ánægður með það þegar hann var spurður út í færasköpun liðsins, sem hefur ekki verið nægjanlega góð í sumar, en er þó búin að batna mikið í seinustu leikjum. „Það gleður mig að þú sért að segja það, ég er kannski búinn að slaka aðeins á klónni, þær eru að fá að skjóta aðeins meira á markið og það er bara ánægjulegt að við séum að skapa færin en við þurfum að nýta þau líka.“ Alfreð sagðist svo ekki hafa haft miklar áhyggjur, þrátt fyrir að KR hafi komist yfir rétt fyrir hálfleik. „Nei, nei, þetta var náttúrulega bara hálf slysalegt að fá á sig mark úr föstu leikatriði, en ég hefði viljað fara 0:0 en við fórum 1:0 í hálfleikinn og við töluðum vel saman inni og við áttum seinni hálfleikinn.“ Jóhannes Karl Sigursteinsson var ekki par sáttur eftir leik.VÍSIR/VILHELM Jóhannes Karl: Það er bara ólíðandi að það sé ekki flaggað á þetta „Þetta eru bara ákveðin vonbrigði, við erum í þeirri stöðu að við verðum að fara að taka stig í þessari deild og við ætluðum að leggja allt í þennan leik,“ sagði Jóhannes Karl Sigursteinsson, þjálfari KR eftir leikinn í dag. „Mér fannst fyrri hálfleikurinn fínn af okkar hálfu og heilt yfir nokkuð jafn leikur en fínn fyrri hálfleikur, við förum með 1:0 forystu í hálfleikinn en mér fannst við kannski ekki ná að byggja ofan á það í seinni hálfleik. Við hleypum Selfyssingum mikið inn í leikinn þegar líður á sem endar náttúrulega með jöfnunarmarki og þá þurfum við að þrýsta ofar aftur en heilt yfir líklega ekkert ósanngjörn úrslit en ég hefði viljað fá meira út úr þessum leik.“ Jóhannes Karl var svo allt annað en sáttur við mörkin sem sitt lið fékk á sig, þá sérstaklega það fyrra. „Mér fannst við spila varnarleikinn ágætlega, ég er verulega ósáttur við þetta fyrra mark því mér finnst hún kolrangstæð og það er bara ólíðandi að það sé ekki flaggað á þetta. Mér fannst hafsentinn gera vel, stígur út og vinnur varnarvinnuna vel, en það er eitthvað og við fáum mark í andlitið.“ KR eru á botni deildarinnar með tvo leiki til góða á flest lið, og Jóhannes veit vel að það er mikið verkefni fram undan. „Að sjálfsögðu er staðan þannig að við þurfum að horfa á það, en við erum með allt í okkar höndum og það er það sem við þurfum að vinna með. Það er mikið af innbyrðis leikjum eftir í botnbaráttunni þannig að við þurfum bara að taka næsta skref áfram og horfa í Þróttaraleikinn næsta sunnudag.“ Pepsi Max-deild kvenna Fótbolti Íslenski boltinn UMF Selfoss KR
Selfoss er komið upp í 3. sæti Pepsi Max deildar kvenna eftir að endurkomu gegn KR á heimavelli í dag. Guðmunda Brynja Óladóttir kom KR yfir með seinustu snertingu fyrri hálfleiksins, en það voru Tiffany MC Carty og Dagný Brynjarsdóttir sem skoruðu mörk Selfyssinga sem innsigluðu sigurinn. Lokatölur 2-1 Selfyssingum í vil og KR því sem fyrr á botni deildarinnar með aðeins tíu stig en liðið á þó tvo leiki til góða á liðin fyrir ofan sig. Leikurinn var nokkuð bragðdaufur til að byrja með og lítið um færi fyrstu mínúturnar. Selfyssingar voru sterkari aðilinn, en það var KR sem átti fyrsta færi leiksins á 12.mínútu. Selfyssingurinn Guðmunda Brynja fékk þá boltann innan teigs og var í góðu skotfæri en náði ekki að stýra boltanum á rammann. Á 20.mínútu var svo komið að fyrsta færi Selfyssinga. Tiffany MC Carty átti þá flottan sprett inn á teig af vinstri kantinum en fann ekki samherja inná teignum og var í þröngu skotfæri sem endaði í utanverðri stönginni. Fljótlega eftir þetta lifnaði nokkuð yfir leiknum. Selfyssingar voru enn sterkari aðilinn og á 38.mínútu tók Anna María aukaspyrnu sem fann ennið á Dagný Brynjarsdóttir sem skallaði boltann í gagnstætt horn, en sem betur fer fyrir KR endaði boltinn í stönginni. Það var nokkuð um tafir ý fyrri hálfleik og uppbótartíminn var viðburðarríkur. Þegar tæpar 47 mínútur voru á klukkunni datt boltinn fyrir Clöru Sigurðardóttir inn í teig KR-inga sem átti gott skot, en enn og aftur bjargaði markramminn KR, og í þetta skiptið small boltinn í slánni. Fyrsta mark leiksins kom svo með seinustu snertingu fyrri hálfleiksins þegar KR átti hornspyrnu sem fann Guðmundu Brynju eina inná teig Selfyssinga sem þakkaði pent fyrir sig með því að skalla boltann í netið gegn uppeldisfélagi sínu. Selfyssingar voru áfram sterkari aðilinn í seinni hálfleiknum og sóttu hart að marki KR-inga. Lítið var um eiginleg marktækifæri fyrstu mínútur hálfleiksins, en á 60.mínútu náði Selfoss loksins að jafna. Frábær stungusending sem fann Tiffany MC Carty eina á auðum sjó, og hún átti ekki í vandræðum með að renna boltanum fram hjá Ingibjörgu í markinu. Margir KR-ingar á svæðinu vildu fá dæmda rangstöðu, og ég held að það hafi átt rétt á sér, en ekkert dæmt og staðan því 1-1. Selfyssingar héldu áfram að sækja og fengu nokkur hálffæri, en ekkert nógu bitastætt til að skora úr, fyrr en á 85.mínútu þegar Tiffany laumaði boltanum inn fyrir vörn KR á Dagný Brynjarsdóttir sem var ein og óvölduð á móti Ingibjörgu í markinu. Dagný lét ekki bjóða sér þetta tvisvar og innsiglaði sigur Selfyssinga 2-1. Af hverju vann Selfoss? Selfyssingar voru heilt yfir betri aðilinn í leiknum og áttu sigurinn fyllilega skilið. Einhverjir voru á því að bæði mörk Selfyssinga hefðu átt að vera rangstæða, þá sérstaklega það fyrra, en staðreyndin er sú að betra liðið vann í dag. Hverjar stóðu upp úr? Karítas Tómasdóttir átti virkilega flottan leik á miðjunni hjá Selfoss, hún kæfði sóknir KR í fæðingu hvað eftir annað og miðlaði boltanum vel til liðsfélaga sinna. Tiffany átti líka mjög flottan leik, mark og stoðsending, en einnig átti hún líka oft flotta spretti sem sköpuðu mikla hættu. Hvað gekk illa? KR gekk illa að halda í við Selfoss stelpurnar, en það var eins og tankurinn væri hálf tómur eftir rúmlega klukkutíma leik. Selfyssingar nýttu sér það og Ingibjörg í markinu hjá KR þurfti oft að koma langt út til að hreinsa hættulegar stungusendingar Selfyssinga. Hvað gerist næst? KR heimsækir Þrótt í næstu umferð, en Þróttur er fimm stigum fyrir ofan KR og sitja í sjöunda sæti. Þessi leikur er mjög mikilvægur fyrir bæði lið, en KR þarf klárlega á sigri að halda til að halda lífi í fallbaráttunni. Selfoss fer á Akureyri þar sem að þær spila við Þór/KA, en sigur þar myndi hjálpa þeim mikið í baráttunni um þriðja sætið. Þór/KA er í áttunda sæti deildarinnar og ef þær vinna ekki, sogast þær djúpt niður í fallbaráttu með KR og Þrótti. Alfreð Elías var sáttur með að landa sigri á heimavelli.vísir/vilhelm Alfreð: Þetta var náttúrulega bara hálf slysalegt að fá á sig mark úr föstu leikatriði „Ég er ótrúlega ánægður að hafa unnið þennan leik á heimavelli, loksins. Þriðji sigurinn okkar í sumar [á heimavelli] sem er ekki nógu gott, en við verðum að taka þessi leiki sem eftir eru, þetta var einn af tveimur sem eru eftir og bara ánægjulegt að fá þrjú stig,“ sagði Alfreð Elías Jóhannsson, þjálfari Selfoss eftir sigurinn í dag. Þrátt fyrir sigurinn og að hafa verið betri aðilinn í leiknum var Alfreð ekki alveg nógu ánægður með stelpurnar. „Við samt stjórnuðum ekki leiknum nógu vel, við vorum ekki að skapa þessa möguleika sem að við eigum að gera. Við áttum að gera betur, við áttum að spila boltanum betur, við vorum kannski að klappa boltanum of mikið í staði fyrir að láta hann aðeins fljóta og hlaupa. Við erum þekktar fyrir það að hafa boltann fyrir framan okkur og láta mennina koma hlaupandi þaðan, en sigur og bara frábært.“ Alfreð var þó ánægður með það þegar hann var spurður út í færasköpun liðsins, sem hefur ekki verið nægjanlega góð í sumar, en er þó búin að batna mikið í seinustu leikjum. „Það gleður mig að þú sért að segja það, ég er kannski búinn að slaka aðeins á klónni, þær eru að fá að skjóta aðeins meira á markið og það er bara ánægjulegt að við séum að skapa færin en við þurfum að nýta þau líka.“ Alfreð sagðist svo ekki hafa haft miklar áhyggjur, þrátt fyrir að KR hafi komist yfir rétt fyrir hálfleik. „Nei, nei, þetta var náttúrulega bara hálf slysalegt að fá á sig mark úr föstu leikatriði, en ég hefði viljað fara 0:0 en við fórum 1:0 í hálfleikinn og við töluðum vel saman inni og við áttum seinni hálfleikinn.“ Jóhannes Karl Sigursteinsson var ekki par sáttur eftir leik.VÍSIR/VILHELM Jóhannes Karl: Það er bara ólíðandi að það sé ekki flaggað á þetta „Þetta eru bara ákveðin vonbrigði, við erum í þeirri stöðu að við verðum að fara að taka stig í þessari deild og við ætluðum að leggja allt í þennan leik,“ sagði Jóhannes Karl Sigursteinsson, þjálfari KR eftir leikinn í dag. „Mér fannst fyrri hálfleikurinn fínn af okkar hálfu og heilt yfir nokkuð jafn leikur en fínn fyrri hálfleikur, við förum með 1:0 forystu í hálfleikinn en mér fannst við kannski ekki ná að byggja ofan á það í seinni hálfleik. Við hleypum Selfyssingum mikið inn í leikinn þegar líður á sem endar náttúrulega með jöfnunarmarki og þá þurfum við að þrýsta ofar aftur en heilt yfir líklega ekkert ósanngjörn úrslit en ég hefði viljað fá meira út úr þessum leik.“ Jóhannes Karl var svo allt annað en sáttur við mörkin sem sitt lið fékk á sig, þá sérstaklega það fyrra. „Mér fannst við spila varnarleikinn ágætlega, ég er verulega ósáttur við þetta fyrra mark því mér finnst hún kolrangstæð og það er bara ólíðandi að það sé ekki flaggað á þetta. Mér fannst hafsentinn gera vel, stígur út og vinnur varnarvinnuna vel, en það er eitthvað og við fáum mark í andlitið.“ KR eru á botni deildarinnar með tvo leiki til góða á flest lið, og Jóhannes veit vel að það er mikið verkefni fram undan. „Að sjálfsögðu er staðan þannig að við þurfum að horfa á það, en við erum með allt í okkar höndum og það er það sem við þurfum að vinna með. Það er mikið af innbyrðis leikjum eftir í botnbaráttunni þannig að við þurfum bara að taka næsta skref áfram og horfa í Þróttaraleikinn næsta sunnudag.“
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti