Innlent

Þrír á gjörgæslu með Covid-19

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Álagið er farið að aukast á ný á Landspítalanum vegna Covid-19.
Álagið er farið að aukast á ný á Landspítalanum vegna Covid-19. Mynd/Landspítalinn-Þorkell

Tíu liggja núna inni á Landspítalanum með Covid-19, þar af eru þrír á gjörgæslu. Greint var frá þessu í fréttum RÚV í kvöld.

Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir sagði fyrr í dag að átta væru inniliggjandi á Landspítalanum með Covid-19, þar af tveir á gjörgæslu. Því hafa tveir bæst við í dag, þar af einn á gjörgæslu.

Haft var eftir Páli Matthíassyni, forstjóra Landspítalans, að alls væru 560 manns sem fengu þjónustu á Covid-göngudeildinni, og að meðalaldur þeirra sem liggja inni á spítalanum með Covid-19 sé fimmtíu ár, fólk frá þrítugu upp á sjötugsaldur.

Í samtali við Vísi fyrr í dag sagði Þórólfur að áhyggjuefni hversu margir liggja nú inni á Landspítala vegna Covid-19. Svo virðist sem sýkingin sé nú að berast í viðkvæmari hópa en áður, að mati hans.

Þrjátíu og þrír greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, þar af voru nítján í sóttkví við greiningu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×