Dæmi um að eldri borgarar hafi lokað sig inni í lengri tíma vegna Covid Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 30. september 2020 22:00 Myndin er sviðsett. Vísir/Getty. Landssamband eldri borgara hefur farið í átak til þess að hvetja fólk til heilsueflingar. Dæmi eru um að fólk einangri sig í lengri tíma af ótta við kórónuveirusmit. Dæmi eru um að eldri borgarar hafi lokað sig inni vikum og jafnvel mánuðum saman af ótta við kórónuveirufaraldurinn. Formaður Landssambands eldri borgara lýsir yfir áhyggjum af stöðunni og hefur hrundið af stað átaki til að hvetja fólk til hreyfingar og samskipta. „Við höfum þá tilfinningu að það séu einstaklingar sem hafa forðast samneyti við annað mjög lengi vegna þess að það er í fréttum daglega. Það er enginn dagur án þess að það sé rætt um Covid og áhrif þess um allan heim,” segir Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara. „Fólk bara dregur sig í skel, það fer ekki út,” bætir hún við. Aðspurð segir hún óttann við kórónuveirusmit lýsa sér með kvíða og þunglyndi. Landssamband eldri borgara hefur þess vegna hrundið af stað átaki sem miðar að heilsueflingu eldri borgara. Þrjú stærstu íþróttafélögin í Kópavogi taka þátt í átakinu en þar verður margvísleg hreyfing í boði, auk þess sem boðið verður upp á skipulagðar ferðir í íþróttahúsin, fólki að kostnaðarlausu. Þá verður aukið við stuðning við eldri borgara víðar á höfuðborgarsvæðinu. „Við erum að vona að fólk bara drífi sig. Þetta er lífsbjörg að komast út og hreyfa sig og fá ráðgjöf. Vegna þess að þeir sem ég finn að eru einmana og líður ekki vel, við verðum að gera eitthvað í málinu.” Hreyfing og hollt mataræði skipti höfuðmáli. „Hreyfingin þegar við eldumst er eiginlega bara gullið í lífinu vegna þess að þeir sjúkdómar sem blossa upp, blóðþrýstingur og fleira, eru ekki góðir og svefnleysi er fylgikvilli. Samskipti er það sem fólkið saknaði í vor, alveg tilfinnanlega.” Það sé ekki síður mikilvægt fyrir fjölskyldur og aðra aðstandendur að huga að sínu fólki. „Ég er verulega áhyggjufull og ég vil bara að við sem þjóð stöndum vörð um að passa upp á þennan hóp, en við megum alls ekki gera hann óttasleginn.” Hér má sjá frekari upplýsingar um átakið í Kópavogi, sem hefst á morgun. Eldri borgarar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Landssamband eldri borgara hefur farið í átak til þess að hvetja fólk til heilsueflingar. Dæmi eru um að fólk einangri sig í lengri tíma af ótta við kórónuveirusmit. Dæmi eru um að eldri borgarar hafi lokað sig inni vikum og jafnvel mánuðum saman af ótta við kórónuveirufaraldurinn. Formaður Landssambands eldri borgara lýsir yfir áhyggjum af stöðunni og hefur hrundið af stað átaki til að hvetja fólk til hreyfingar og samskipta. „Við höfum þá tilfinningu að það séu einstaklingar sem hafa forðast samneyti við annað mjög lengi vegna þess að það er í fréttum daglega. Það er enginn dagur án þess að það sé rætt um Covid og áhrif þess um allan heim,” segir Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara. „Fólk bara dregur sig í skel, það fer ekki út,” bætir hún við. Aðspurð segir hún óttann við kórónuveirusmit lýsa sér með kvíða og þunglyndi. Landssamband eldri borgara hefur þess vegna hrundið af stað átaki sem miðar að heilsueflingu eldri borgara. Þrjú stærstu íþróttafélögin í Kópavogi taka þátt í átakinu en þar verður margvísleg hreyfing í boði, auk þess sem boðið verður upp á skipulagðar ferðir í íþróttahúsin, fólki að kostnaðarlausu. Þá verður aukið við stuðning við eldri borgara víðar á höfuðborgarsvæðinu. „Við erum að vona að fólk bara drífi sig. Þetta er lífsbjörg að komast út og hreyfa sig og fá ráðgjöf. Vegna þess að þeir sem ég finn að eru einmana og líður ekki vel, við verðum að gera eitthvað í málinu.” Hreyfing og hollt mataræði skipti höfuðmáli. „Hreyfingin þegar við eldumst er eiginlega bara gullið í lífinu vegna þess að þeir sjúkdómar sem blossa upp, blóðþrýstingur og fleira, eru ekki góðir og svefnleysi er fylgikvilli. Samskipti er það sem fólkið saknaði í vor, alveg tilfinnanlega.” Það sé ekki síður mikilvægt fyrir fjölskyldur og aðra aðstandendur að huga að sínu fólki. „Ég er verulega áhyggjufull og ég vil bara að við sem þjóð stöndum vörð um að passa upp á þennan hóp, en við megum alls ekki gera hann óttasleginn.” Hér má sjá frekari upplýsingar um átakið í Kópavogi, sem hefst á morgun.
Eldri borgarar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira