Japanski „Twitter-morðinginn“ játar að hafa myrt níu manns Atli Ísleifsson skrifar 1. október 2020 08:19 Réttarhöld í máli Takahiro Shiraishi hófust í gær. EPA Japanskur karlmaður hefur játað að hafa myrt níu manns eftir að hann komst í kynni við fólkið í gegnum samfélagsmiðilinn Twitter. Málið hefur vakið mikla athygli í Japan. Takahiro Shiraishi var handtekinn árið 2017 eftir að líkamshlutar fundust í íbúð hans í borginni Zama, ekki langt frá Tókýó. Hefur maðurinn í japönskum fjölmiðlum verið kallaður „Twitter-morðinginn“. Hinn 29 ára Shiraishi játaði sök þegar hann mætti fyrir dómara í gær og sagði að allt sem kæmi fram í ákæru væri satt. Verjendur Shiraishi segja hins vegar að réttast væri að hann fengi ekki hörðustu refsingu þar sem þeir segja að fórnarlömbin hafi veitt Shiraishi leyfi til að drepa þau. Ætti því að breyta ákæru í „morð með samþykki“ sem fæli í sér sex mánaða og upp í sjö ára fangelsi. Japanska blaðið Mainichi Shimbun hefur hins vegar eftir Shiraishi að hann sé á öðru máli en verjendurnir og að hann hafi drepið fórnarlömbin án samþykkis þeirra. Ætti yfir höfði sér dauðarefsingu Verði Shiraishi fundinn sekur um morð á hann yfir höfði sér dauðarefsingu, en í Japan en slíkum dómum fullnustað með hengingu. Málið hefur vakið gríðarlega athygli í Japan og segir í frétt BBC að rúmlega sex hundruð manns hafi reynt að komast að í dómsalnum þegar réttarhöld hófust í gær. Hafði uppi á fólki í sjálfsvígshugleiðingum Saksóknarar segja Shiraishi hafa opnað Twitter-reikning í mars 2017 til að komast í kynni við konur í sjálfsvígshugleiðingum. Taldi hann þær vera „auðveld skotmörk“. Á Shiraishi að hafa fengið fórnarlömbin til sín með því að segja þeim að hann gæti hjálpað þeim að binda enda á líf sitt og í sumum tilvikum sagst ætla að svipta sig lífi með þeim. Átta fórnarlamba mannsins voru konur, þar af ein fimmtán ára að aldri. Karlmaðurinn sem Shiraishi banaði var tvítugur að aldri og var drepinn eftir að hafa heimsótt Shiraishi þar sem hann leitaði að kærustu sinni. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218. Japan Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Fleiri fréttir „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Sjá meira
Japanskur karlmaður hefur játað að hafa myrt níu manns eftir að hann komst í kynni við fólkið í gegnum samfélagsmiðilinn Twitter. Málið hefur vakið mikla athygli í Japan. Takahiro Shiraishi var handtekinn árið 2017 eftir að líkamshlutar fundust í íbúð hans í borginni Zama, ekki langt frá Tókýó. Hefur maðurinn í japönskum fjölmiðlum verið kallaður „Twitter-morðinginn“. Hinn 29 ára Shiraishi játaði sök þegar hann mætti fyrir dómara í gær og sagði að allt sem kæmi fram í ákæru væri satt. Verjendur Shiraishi segja hins vegar að réttast væri að hann fengi ekki hörðustu refsingu þar sem þeir segja að fórnarlömbin hafi veitt Shiraishi leyfi til að drepa þau. Ætti því að breyta ákæru í „morð með samþykki“ sem fæli í sér sex mánaða og upp í sjö ára fangelsi. Japanska blaðið Mainichi Shimbun hefur hins vegar eftir Shiraishi að hann sé á öðru máli en verjendurnir og að hann hafi drepið fórnarlömbin án samþykkis þeirra. Ætti yfir höfði sér dauðarefsingu Verði Shiraishi fundinn sekur um morð á hann yfir höfði sér dauðarefsingu, en í Japan en slíkum dómum fullnustað með hengingu. Málið hefur vakið gríðarlega athygli í Japan og segir í frétt BBC að rúmlega sex hundruð manns hafi reynt að komast að í dómsalnum þegar réttarhöld hófust í gær. Hafði uppi á fólki í sjálfsvígshugleiðingum Saksóknarar segja Shiraishi hafa opnað Twitter-reikning í mars 2017 til að komast í kynni við konur í sjálfsvígshugleiðingum. Taldi hann þær vera „auðveld skotmörk“. Á Shiraishi að hafa fengið fórnarlömbin til sín með því að segja þeim að hann gæti hjálpað þeim að binda enda á líf sitt og í sumum tilvikum sagst ætla að svipta sig lífi með þeim. Átta fórnarlamba mannsins voru konur, þar af ein fimmtán ára að aldri. Karlmaðurinn sem Shiraishi banaði var tvítugur að aldri og var drepinn eftir að hafa heimsótt Shiraishi þar sem hann leitaði að kærustu sinni. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218.
Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218.
Japan Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Fleiri fréttir „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Sjá meira