Tækifæri fyrir Alþingi að breyta stjórnarskrá „með skynsamlegum hætti“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. október 2020 19:51 Katrín Jakobsdóttir, fjallaði meðal annars um aðgerðir stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins hér á landi. Vísir/Vilhelm Kórónuveirufaraldurinn lék lykilhlutverk í stefnuræðu Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, í eldhúsdagsumræðum á Alþingi nú í kvöld. Katrín fjallaði um aðgerðir stjórnvalda, hvað hafi farið vel og hvað taki við þegar líður á. Hún sagði að þegar fyrsta smitið hafi borist til landsins hafi stjórnvöld tekið ákvörðun um að gera það sem þyrfti til þess að koma samfélaginu í gegn um þann efnahagslega skell sem fylgdi heimsfaraldri. Horfa má á beina útsendingu frá eldhúsdagsumræðunum hér. „Við gripum samstundis inn í með efnahagsaðgerðum til að tryggja afkomu fólks og styðja við almenning og atvinnulíf í gegn um erfiða tíma. Framundan er tími endurreisnar þar sem við munum efla opinbera fjárfestingu, verja velferð og beita til þess krafti ríkisfjármálanna,“ sagði Katrín. Að sögn Katrínar hafi þjóðin notið þess að hafa búið í haginn, staða þjóðarbúsins hafi verið sterk, skuldir hafi verið greiddar niður og Seðlabankinn ráði yfir öflugum gjaldeyrisvaraforða. Peningastefna stjórnvalda hafi skilað lægstu vöxtum lýðveldissögunnar. Ánægjulegt að aðilar á vinnumarkaði hafi ekki sagt upp Lífskjarasamningi Þá fjallaði hún um stöðuna á vinnumarkaðnum en undanfarna viku hefur staðan verið nokkuð slæm og var rétt komist hjá því að Lífskjarasamningnum yrði sagt upp. „Það er ánægjulegt að aðilar vinnumarkaðarins sýndu þá ábyrgð að segja ekki upp samningum og halda friðinn á vinnumarkaði. Þar með getum við samhent snúið okkur að stóru áskoruninni sem er að skapa störf og tryggja að atvinnuleysi verði ekki langvarandi böl í samfélagi okkar,“ sagði Katrín. Fjármálaáætlun var dreift í dag og sagði Katrín hana sýna staðfastan vilja stjórnvalda til að verja þann árangur sem náðst hefur í uppbyggingu heilbrigðis- og velferðarkerfis og nýja sókn í menntun, rannsóknum og nýsköpun. Þá séu í fjárfestingaátaki stjórnvalda fjölbreyttar fjárfestingar, samgöngumannvirki, byggingar, þekkingargreinar, skapandi greinar og grænar fjárfestingar. „Ríkissjóði verður beitt af fullum þunga til að skapa viðspyrnu fyrir almenning og atvinnulíf í landinu,“ sagði Katrín. Alþingi geti ákveðið að breyta stjórnarskrá „með skynsamlegum hætti“ Undanfarið hefur stjórnarskrá Íslands verið til töluverðar umfjöllunar og kom Katrín inn á hana í stefnuræðu sinni. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, fjallaði einnig um stjórnarskrána í ræðu sinni við setningu þingsins í dag og sagði hann brýnt að þingmenn sýndu í verki að þeir geti tekið tillögur að breytingum á stjórnarskrá til efnislegrar afgreiðslu. „Alþingi fær tækifæri þennan vetur til að takast á við ákvæði í stjórnarskrá. Meðal annars að auðlindir sem ekki eru háar einkaeignarrétti verði þjóðareign,“ sagði Katrín og sagði jafnframt að þingmenn úr ólíkum flokkum hafi gert þetta mál að sínu. Nú fái Alþingi tækifæri til að stíga skrefið og setja slíkt ákvæði inn í stjórnarskrá til að tryggja réttlæti til framtíðar. Hún nefndi nýju stjórnarskrána þó ekki. „Alþingi getur ákveðið að nýta þetta tækifæri til að sýna hvernig samkunda getur tekist á við stór og mikilvæg mál. Aliþingi getur ákveðið að breyta stjórnarskrá með skynsamlegum hætti með almannahagsmuni að leiðarljósi.“ Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Stjórnarskrá Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Sjá meira
Kórónuveirufaraldurinn lék lykilhlutverk í stefnuræðu Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, í eldhúsdagsumræðum á Alþingi nú í kvöld. Katrín fjallaði um aðgerðir stjórnvalda, hvað hafi farið vel og hvað taki við þegar líður á. Hún sagði að þegar fyrsta smitið hafi borist til landsins hafi stjórnvöld tekið ákvörðun um að gera það sem þyrfti til þess að koma samfélaginu í gegn um þann efnahagslega skell sem fylgdi heimsfaraldri. Horfa má á beina útsendingu frá eldhúsdagsumræðunum hér. „Við gripum samstundis inn í með efnahagsaðgerðum til að tryggja afkomu fólks og styðja við almenning og atvinnulíf í gegn um erfiða tíma. Framundan er tími endurreisnar þar sem við munum efla opinbera fjárfestingu, verja velferð og beita til þess krafti ríkisfjármálanna,“ sagði Katrín. Að sögn Katrínar hafi þjóðin notið þess að hafa búið í haginn, staða þjóðarbúsins hafi verið sterk, skuldir hafi verið greiddar niður og Seðlabankinn ráði yfir öflugum gjaldeyrisvaraforða. Peningastefna stjórnvalda hafi skilað lægstu vöxtum lýðveldissögunnar. Ánægjulegt að aðilar á vinnumarkaði hafi ekki sagt upp Lífskjarasamningi Þá fjallaði hún um stöðuna á vinnumarkaðnum en undanfarna viku hefur staðan verið nokkuð slæm og var rétt komist hjá því að Lífskjarasamningnum yrði sagt upp. „Það er ánægjulegt að aðilar vinnumarkaðarins sýndu þá ábyrgð að segja ekki upp samningum og halda friðinn á vinnumarkaði. Þar með getum við samhent snúið okkur að stóru áskoruninni sem er að skapa störf og tryggja að atvinnuleysi verði ekki langvarandi böl í samfélagi okkar,“ sagði Katrín. Fjármálaáætlun var dreift í dag og sagði Katrín hana sýna staðfastan vilja stjórnvalda til að verja þann árangur sem náðst hefur í uppbyggingu heilbrigðis- og velferðarkerfis og nýja sókn í menntun, rannsóknum og nýsköpun. Þá séu í fjárfestingaátaki stjórnvalda fjölbreyttar fjárfestingar, samgöngumannvirki, byggingar, þekkingargreinar, skapandi greinar og grænar fjárfestingar. „Ríkissjóði verður beitt af fullum þunga til að skapa viðspyrnu fyrir almenning og atvinnulíf í landinu,“ sagði Katrín. Alþingi geti ákveðið að breyta stjórnarskrá „með skynsamlegum hætti“ Undanfarið hefur stjórnarskrá Íslands verið til töluverðar umfjöllunar og kom Katrín inn á hana í stefnuræðu sinni. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, fjallaði einnig um stjórnarskrána í ræðu sinni við setningu þingsins í dag og sagði hann brýnt að þingmenn sýndu í verki að þeir geti tekið tillögur að breytingum á stjórnarskrá til efnislegrar afgreiðslu. „Alþingi fær tækifæri þennan vetur til að takast á við ákvæði í stjórnarskrá. Meðal annars að auðlindir sem ekki eru háar einkaeignarrétti verði þjóðareign,“ sagði Katrín og sagði jafnframt að þingmenn úr ólíkum flokkum hafi gert þetta mál að sínu. Nú fái Alþingi tækifæri til að stíga skrefið og setja slíkt ákvæði inn í stjórnarskrá til að tryggja réttlæti til framtíðar. Hún nefndi nýju stjórnarskrána þó ekki. „Alþingi getur ákveðið að nýta þetta tækifæri til að sýna hvernig samkunda getur tekist á við stór og mikilvæg mál. Aliþingi getur ákveðið að breyta stjórnarskrá með skynsamlegum hætti með almannahagsmuni að leiðarljósi.“
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Stjórnarskrá Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Sjá meira