Sagði stefnu ríkisstjórnarinnar vera fáránlega Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 1. október 2020 19:57 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skaut á ríkisstjórnina. vísir/vilhelm Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, greip orð Katrínar Jakobsdóttur í stefnuræðu hennar um franska rithöfundinn Albert Camus á lofti, í andsvari hans við stefnuræðunni. Sagði hann að stefna ríkisstjórnarinnar væri í anda Camus. „Hún er absúrd, hún er fáranleg,“ sagði Sigmundur Davíð eftir að hafa útskýrt að Camus hafi skilgreint sig sem absúrdista eða fáránleikasinna. Katrín hafði í stefnuræðu sinni vísað í Pláguna, bók eftir Camus. Í ræðu sinni gagnrýndi Sigmundur Davíð stjórnarflokkanna þrjá fyrir að halda áfram með það sem hann kallaði „endalausa runa kerfismála sem flest snúast um að sýna að Ísland sé þægasti krakkinn á upptökuheimili Evrópusambandsins.“ Horfa má á beina útsendingu frá eldhúsdagsumræðunum hér. Sagði hann málefnaskrá ríkistjórnarinnar raunar vera „uppfulla af furðumálum“ „Hún boðar lögleiðingu fíkniefna, hvorki meira né minna, en virðist í staðinn ætla að beita sér gegn nikótínpúðum og rafrettum. Gerð verður önnur tilraun til að vega að starfi íslenskra leigubílstjóra á sama tíma og þeir hafa orðið fyrir verulegri tekjuskerðingu án þess að fá mikla aðstoð. Nú á að rústa íslenskri nafnahefð sem hefur varðveist frá landnámi og þar til þessi ríkisstjórn tók við. Ríkisstjórnin hefur heldur ekki gleymt áformum sínum um lögþvingaða sameiningu sveitarfélaga,“ sagði Sigmundur. Að lokum spurði hann til hvers ríkisstjórnin hafi eiginlega verið mynduð. „Er eitthvað í síðustu málaskrá ríkisstjórnarinnar sem hefði ekki átt jafnvel við og reyndar enn betur ef Vinstri græn væru í ríkisstjórn með t.d. Pírötum og Viðreisn? Þetta þarf ekki að vera svona, það er annar valkostur, og það munu þingmenn Miðflokksins sýna nú á nýju þingi.“ Alþingi Miðflokkurinn Mest lesið Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Hreindýr í sjónum við Djúpavog Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af rekstri skólans Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, greip orð Katrínar Jakobsdóttur í stefnuræðu hennar um franska rithöfundinn Albert Camus á lofti, í andsvari hans við stefnuræðunni. Sagði hann að stefna ríkisstjórnarinnar væri í anda Camus. „Hún er absúrd, hún er fáranleg,“ sagði Sigmundur Davíð eftir að hafa útskýrt að Camus hafi skilgreint sig sem absúrdista eða fáránleikasinna. Katrín hafði í stefnuræðu sinni vísað í Pláguna, bók eftir Camus. Í ræðu sinni gagnrýndi Sigmundur Davíð stjórnarflokkanna þrjá fyrir að halda áfram með það sem hann kallaði „endalausa runa kerfismála sem flest snúast um að sýna að Ísland sé þægasti krakkinn á upptökuheimili Evrópusambandsins.“ Horfa má á beina útsendingu frá eldhúsdagsumræðunum hér. Sagði hann málefnaskrá ríkistjórnarinnar raunar vera „uppfulla af furðumálum“ „Hún boðar lögleiðingu fíkniefna, hvorki meira né minna, en virðist í staðinn ætla að beita sér gegn nikótínpúðum og rafrettum. Gerð verður önnur tilraun til að vega að starfi íslenskra leigubílstjóra á sama tíma og þeir hafa orðið fyrir verulegri tekjuskerðingu án þess að fá mikla aðstoð. Nú á að rústa íslenskri nafnahefð sem hefur varðveist frá landnámi og þar til þessi ríkisstjórn tók við. Ríkisstjórnin hefur heldur ekki gleymt áformum sínum um lögþvingaða sameiningu sveitarfélaga,“ sagði Sigmundur. Að lokum spurði hann til hvers ríkisstjórnin hafi eiginlega verið mynduð. „Er eitthvað í síðustu málaskrá ríkisstjórnarinnar sem hefði ekki átt jafnvel við og reyndar enn betur ef Vinstri græn væru í ríkisstjórn með t.d. Pírötum og Viðreisn? Þetta þarf ekki að vera svona, það er annar valkostur, og það munu þingmenn Miðflokksins sýna nú á nýju þingi.“
Alþingi Miðflokkurinn Mest lesið Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Hreindýr í sjónum við Djúpavog Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af rekstri skólans Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Sjá meira