Líflína til dauðadæmdra fyrirtækja umdeild Rakel Sveinsdóttir skrifar 2. október 2020 10:35 Eiga aðgerðir sem forða fyrirtækjum frá þroti alltaf rétt á sér? Vísir/Getty Árum saman hefur verið deilt um ágæti þess þegar hið opinbera og seðlabankar grípa til aðgerða í þágu atvinnulífs. Benda gagnrýnendur þá helst á að með aðgerðum geti inngrip leitt til þess að fyrirtæki sem að öllu jöfnu ættu að fara í þrot, halda áfram rekstri. Það skekki síðan stöðu á markaði. Um þetta er fjallað í grein Economist í vikunni þar sem þessi dauðadæmdu fyrirtæki eru kölluð „zombie‘s“ eða uppvakningar. Umræður í þessa veru voru nokkrar í kjölfar bankahruns. Þær hafa nú fengið byr undir báða vængi enda hafa flestar þjóðir heims gripið með einhverjum hætti til aðgerða og gera enn. Að mati greinahöfunda var það skiljanlegt síðastliðið vor þegar atvinnulíf heimsins lamaðist á augabragði. En nú segja þeir rétt að staldra aðeins við. Að því er fram kemur í greininni hefur sagan sýnt að aðgerðir sem afstýra eðlilegum gjaldþrotum, hægi á endanum á efnahagslegum bata. Sem dæmi nefna þeir stöðuna í Japan á tíunda áratugnum sem stundum er kallaður ,,týndi áratugurinn.“ Aðgerðir í þágu atvinnulífsins fólust þá í því að bankar reyndu að sporna við bágri stöðu fyrirtækja með því að halda uppi lánstrauti til fyrirtækja sem að öllu jöfnu hefðu átt að fara í þrot. Á endanum mátti hins vegar sjá að aðgerðirnar gerðu lítið annað en að hægja á batanum þar sem framleiðniaukning mældist nánast engin í langan tíma á eftir. Aðgerðirnar urðu því á endanum líflína dauðadæmdra fyrirtækja, eða uppvakninga, sem skekktu markaðinn lengi vel á eftir. En á þá ekki að gera neitt? Jú, vissulega segja greinahöfundar. Að þeirra mati snýst umræðan hins vegar um það hverjar aðgerðirnar ættu helst að vera. Mikilvægt sé að huga að öllum áhrifaþáttum þannig að „göngu hinna dauðra“ verði haldið í skefjum. Er þar bent á ýmsa útreikninga eftir bankahrun. Meðal annars það mat OECD að ef ekki hefði verið fyrir aðgerðir af hálfu hins opinbera, hefði framleiðni á Spáni og Ítalíu verið 1% meir en hún hefur verið síðustu ár. En hverjar eru þá lausnirnar? Að mati greinahöfunda ættu ríkisstjórnir frekar að styðja við starfsfólk en störf því annars er hætta á að verið sé að styrkja stöðugildi innan fyrirtækja sem í raun ættu að fara í þrot. Þá telja höfundar aðgerðir í þágu ferðaþjónustunnar réttlætanlegar séu miklar líkur á að atvinnugreinin rísi upp á ný. Þær aðgerðir þurfi þó að vera í styrktarformi enda sé skaði faraldursins nú þegar óafturkræfur. Þá vara þeir við nýrri bankakreppu og segja ákveðinn hvata geta myndast hjá fjármálafyrirtækjum í ástandi sem þessu. Sá hvati felist í því að lánveitingar sem hluti af aðgerðum í kjölfar kórónufaraldurs, geti orðið að hvata til að fela önnur mistök í útlánum. Eins er það nefnt sérstaklega að mikilvægt sé að takmarka möguleika banka á að greiða sér arð. Að þeirra mati eru ósérhlífnar aðgerðir betri leið að fara til langs tíma litið. Æskilegra sé að fyrirtæki fari í þrot nú og markaðurinn ákveði hvaða fyrirtæki lifa og hver deyja. Eru aðgerðir Þjóðverja og Ástrala sérstaklega gagnrýndar þar sem þær ganga út á að koma í veg fyrir gjaldþrot fyrirtækja í nokkuð langan tíma í kjölfar heimsfaraldurs. Lítil fyrirtæki eru einnig nefnd sérstaklega og á það bent að þau fái svigrúm til að fara í þrot án þess að kröfuhafar eltist við sviðna jörð of lengi. Í þrotameðferðum þurfi einnig að leggja áherslu á hraða, sveigjanleika og gagnsæi þannig að markaðinum sjálfum sé betur gert kleift að endurreisa þá starfsemi sem ástæða er til. Vinnumarkaður Viðskipti Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Árum saman hefur verið deilt um ágæti þess þegar hið opinbera og seðlabankar grípa til aðgerða í þágu atvinnulífs. Benda gagnrýnendur þá helst á að með aðgerðum geti inngrip leitt til þess að fyrirtæki sem að öllu jöfnu ættu að fara í þrot, halda áfram rekstri. Það skekki síðan stöðu á markaði. Um þetta er fjallað í grein Economist í vikunni þar sem þessi dauðadæmdu fyrirtæki eru kölluð „zombie‘s“ eða uppvakningar. Umræður í þessa veru voru nokkrar í kjölfar bankahruns. Þær hafa nú fengið byr undir báða vængi enda hafa flestar þjóðir heims gripið með einhverjum hætti til aðgerða og gera enn. Að mati greinahöfunda var það skiljanlegt síðastliðið vor þegar atvinnulíf heimsins lamaðist á augabragði. En nú segja þeir rétt að staldra aðeins við. Að því er fram kemur í greininni hefur sagan sýnt að aðgerðir sem afstýra eðlilegum gjaldþrotum, hægi á endanum á efnahagslegum bata. Sem dæmi nefna þeir stöðuna í Japan á tíunda áratugnum sem stundum er kallaður ,,týndi áratugurinn.“ Aðgerðir í þágu atvinnulífsins fólust þá í því að bankar reyndu að sporna við bágri stöðu fyrirtækja með því að halda uppi lánstrauti til fyrirtækja sem að öllu jöfnu hefðu átt að fara í þrot. Á endanum mátti hins vegar sjá að aðgerðirnar gerðu lítið annað en að hægja á batanum þar sem framleiðniaukning mældist nánast engin í langan tíma á eftir. Aðgerðirnar urðu því á endanum líflína dauðadæmdra fyrirtækja, eða uppvakninga, sem skekktu markaðinn lengi vel á eftir. En á þá ekki að gera neitt? Jú, vissulega segja greinahöfundar. Að þeirra mati snýst umræðan hins vegar um það hverjar aðgerðirnar ættu helst að vera. Mikilvægt sé að huga að öllum áhrifaþáttum þannig að „göngu hinna dauðra“ verði haldið í skefjum. Er þar bent á ýmsa útreikninga eftir bankahrun. Meðal annars það mat OECD að ef ekki hefði verið fyrir aðgerðir af hálfu hins opinbera, hefði framleiðni á Spáni og Ítalíu verið 1% meir en hún hefur verið síðustu ár. En hverjar eru þá lausnirnar? Að mati greinahöfunda ættu ríkisstjórnir frekar að styðja við starfsfólk en störf því annars er hætta á að verið sé að styrkja stöðugildi innan fyrirtækja sem í raun ættu að fara í þrot. Þá telja höfundar aðgerðir í þágu ferðaþjónustunnar réttlætanlegar séu miklar líkur á að atvinnugreinin rísi upp á ný. Þær aðgerðir þurfi þó að vera í styrktarformi enda sé skaði faraldursins nú þegar óafturkræfur. Þá vara þeir við nýrri bankakreppu og segja ákveðinn hvata geta myndast hjá fjármálafyrirtækjum í ástandi sem þessu. Sá hvati felist í því að lánveitingar sem hluti af aðgerðum í kjölfar kórónufaraldurs, geti orðið að hvata til að fela önnur mistök í útlánum. Eins er það nefnt sérstaklega að mikilvægt sé að takmarka möguleika banka á að greiða sér arð. Að þeirra mati eru ósérhlífnar aðgerðir betri leið að fara til langs tíma litið. Æskilegra sé að fyrirtæki fari í þrot nú og markaðurinn ákveði hvaða fyrirtæki lifa og hver deyja. Eru aðgerðir Þjóðverja og Ástrala sérstaklega gagnrýndar þar sem þær ganga út á að koma í veg fyrir gjaldþrot fyrirtækja í nokkuð langan tíma í kjölfar heimsfaraldurs. Lítil fyrirtæki eru einnig nefnd sérstaklega og á það bent að þau fái svigrúm til að fara í þrot án þess að kröfuhafar eltist við sviðna jörð of lengi. Í þrotameðferðum þurfi einnig að leggja áherslu á hraða, sveigjanleika og gagnsæi þannig að markaðinum sjálfum sé betur gert kleift að endurreisa þá starfsemi sem ástæða er til.
Vinnumarkaður Viðskipti Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira