Ballið byrjaði á Ólafsvökudegi 1968 Rakel Sveinsdóttir skrifar 4. október 2020 08:01 Þrjár kynslóðir saman í verslun. Frá vinstri: Ragnheiður Ásmundardóttir (dóttir Rúnu), Bjarma Didriksen, Dagmar Didriksen (móðir Misty-systra) og Rúna Didriksen. Vísir/Vilhelm „Ballið byrjaði 29.júlí árið 1968, sem er Ólafsvökudagur í Færeyjum,“ svara systurnar Bjarma og Rúna Didriksen í kór þegar þær eru spurðar um upphaf verslunarreksturs fjölskyldunnar. Björmu og Rúnu þekkja margir sem Misty-systurnar enda eiga þær undirfataverslunina Misty. Rúna er hætt störfum en segir Ragnheiði dóttur sína hafa tekið við sínu hlutverki. „Hún brennur fyrir starfinu, skoðar brjóstahaldara og undirföt á netinu öll kvöld,“ segir Rúna. Bjarma segist vera eins. Hennar afþreying hafi lengi verið að prjóna. Eftir Covid þýði samt ekki annað en að leggja meiri áherslu á netverslun og samfélagsmiðla. Á kvöldin sitji hún því við tölvuna en prjónaskapurinn bíður um sinn. Í helgarviðtali Atvinnulífsins á Vísi fáum við að heyra söguna á bakvið verslunarrekstur Misty-systranna. Eru innflytjendur, nýbúar og síbúar Bjarma segist einhvern tímann hafa heyrt að innflytjendur væru líklegri til þess en Íslendingar að stofna eigin fyrirtæki. „Ef rétt reynist erum við lifandi sönnun um það því við erum innflytjendur, nýbúar og síbúar,“ segir Bjarma og hlær. Rúna skýrir það út að upphaflega hafi það verið foreldrar þeirra, þá nýkomin frá Færeyjum, sem fóru af stað með verslunarrekstur. Sá rekstur var í skóm. Í þá daga handsöluðu menn samninga, þetta voru kallaðir gentleman's agreements," segir Rúna um samninginn þegar foreldrar þeirra, Schumann og Dagmar Didriksen, keyptu skóverslun Þórðar Péturssonar. Faðir þeirra lést árið 2000 en móðir þeirra hélt rekstri áfram þar til hún varð 85 ára. Systurnar segja að fljótlega hafi skóverslunin flust í nýtt húsnæði í Kirkjustræti þar sem þingið er núna. ,,Það má segja að við höfum alist að hluta til upp á þinginu en þá bara til skamms tíma,“ segir Bjarma. Það húsnæði var þó of stórt og því var hluti rýmisins leigt út fyrir verslun með heimilistæki. „Það voru þeir Höskuldur og Páll Stefánssynir sem ráku þá verslun,“ segir Rúna. Aðrir tímar og önnur viðmið Beint á móti versluninni var miðbæjarmarkaðurinn. Allar verslanir þar hétu nafni sem endaði á deild: Peysudeildin, Matardeildin, Nærfatadeildin o.s.frv. María Halldórsdóttir Laxness rak Nærfatadeildina en þegar Bjarma heyrði að Maríu langaði til að hætta ákvað hún að yfirtaka verslunina og breytti nafninu í Misty. Þetta var árið 1981. „Þetta voru aðrir tímar. Ég man til dæmis eftir ferlega sætum myndum sem við tókum af Vivian systurdóttur okkar þegar hún var bara fimm ára og notuðum í auglýsingar og kynningarefni. Vivian var þar voða krúttleg að klæða sig í föt mömmu sinnar eins og litlar stúlkur gera gjarnan. Á sama tíma kom upp ljótt barnaníðsmál í fréttum sem allir urðu agndofa yfir. Fór svo að við vorum kærð fyrir myndbirtinguna því hún þótti svo ósiðleg,“ segir Bjarma. ,,Eins og þetta voru nú fallegar myndir,“ segir Rúna. Á þessum tíma segja systurnar var samt allt annað mat á því hvað þætti ósiðlegt og hvað ekki. „Manni bara datt svona hlutir ekkert í hug,“ segir Bjarma um barnaníðsmálið sem fjölmiðlar fjölluðu þá um. Rúna og Bjarma Didriksen eru af mörgum kallaðar Misty-systurnar.Vísir/Vilhelm Misty fluttist á Óðinsgötu og Laugaveg en mjög fljótlega kom upp sú hugmynd að sameinast um rými fyrir skóverslunina og Misty. Fór svo að verslanirnar fluttust á Laugaveg 40, þar sem Misty var fremst í rýminu en skóverslunin innan við. Á annarri hæðinni rak dóttir Rúnu, Hanna Didriksen, snyrtistofu. Stórbruni og mæðgur í fangelsi En Adam var ekki lengi í Paradís því þann 19.október árið 2002 kviknaði í um nótt. Systurnar segja að líklega hafi bruninn verið íkveikja. Það hafi þó aldrei sannast. Bjarma og mamma hennar voru fluttar í fangageymslur því þegar grunur leikur á íkveikju eru alltaf taldar líkur á tryggingasvindli. Maður fór í svona klefa og beltið var meira að segja tekið af manni,“ segir Bjarma um upplifunina. Rúna hristir höfuðið og segir að þetta hafi verið alger skelfing. Að vita af þeim mæðgum í fangelsi til viðbótar við áfallið vegna brunans. Mæðgurnar þurftu þó ekki að dúsa þar nema örstutta stund því fljótt kom í ljós að verslanirnar voru ekki tryggðar. „Það getur auðvitað ekkert tryggingasvindl verið nema maður sé þá tryggður en fyrir misskilning héldum við að það þyrfti að uppfæra verðmat á lagernum til að endurnýja tryggingarnar. Ég var síðan kölluð inn í aðgerð sem ég hafði verið að bíða eftir og fyrir vikið frestaði ég því að fara í þessi tryggingarmál. Ég var bara svo var svo sannfærð um að það gæti beðið,“ segir Bjarma. Undirfötin skemmdust en sem betur fer komst lítið súrefni innst inn í rými verslunarinnar sem þýddi að nokkuð af skópörum björguðust. Þau pör enduðu á brunaútsölu. En datt Björmu ekkert í hug að hætta bara eftir brunann? „Jú, ég hætti,“ segir Bjarma og Rúna tekur undir. Já, já, Bjarma ákvað strax að hætta algerlega og ætlaði aldrei að koma nálægt rekstri aftur. En mamma var alveg harðákveðin að halda áfram og þó var hún orðin 71 árs þegar þetta var,“ segir Rúna. Rúna skúrar „fjandann ráðalausan“ Árin sem Bjarma rak Misty starfaði Rúna við þrif. „Ég skúraði fjandann ráðalausan“ segir Rúna sem síðan fékk þá hugmynd að setja á laggirnar sértæka þjónustu með þvott. „Ég setti saman í pakka að ég myndi sækja, þvo, þrífa og skila þvottinum til viðskiptavina. Bæði fyrirtæki og efnameiri einstaklinga,“ segir Rúna sem byrjaði starfsemina með því að hlaupa upp og niður þrjár hæðir því þvottinn þvoði hún með venjulegum heimilisþvottavélum í kjallaranum, ekki iðnaðarvélum. Umsvifin jukust og þótt Bjarma væri á þessum tíma orðin ræstingastjóri hjá ÍSS vissi Rúna að konur voru alltaf að spyrja hana um hitt og þetta tengt undirfötum. Rúna fer því að ýja að því við Björmu hvort þær ættu að endurvekja reksturinn saman. „Ég átti þá einhverja aura og var alltaf að spyrja Björmu, hvað þurfum við eiginlega að eiga mikið til að geta byrjað?“ segir Rúna. Bjarma og Rúna með móður sinni Dagmar sem stóð í rekstri þar til hún varð 85 ára.Vísir/Vilhelm Þegar systurnar ákváðu loks að láta á það reyna segir Bjarma að það hafi líka spilað inn í að hún átti inni eina undirfatasendingu frá birgja erlendis frá. Þessa sendingu hafði hún greitt áður en kviknaði í. Við vorum með hugmyndir um að fara bara af stað í tölvunni þótt netverslun væri ekki orðin til á þessum tíma. Töluðum strax við einhverja tölvudúdda,“ segir Rúna. „Opnunartíminn átti að vera tvö kvöld í viku og í fjóra tíma á laugardögum,“ segir Bjarma. Systurnar leigðu sér skrifstofu í Borgartúni en áttuðu sig fljótlega á því að þær þyrftu verslunarhúsnæði. Þá var það líka orðið of mikið að ætla að sinna undirfataverslun samhliða fullu starfi í öðru. „Við enduðum með að flytja undirfötin og þvottaþjónustuna og nýta með skóversluninni í rúmlega 100 fermetrum, “ segir Rúna sem þá var líka farin að þvo fyrir Íslandsbanka og því nóg að gera í þvottinum. „Fljótlega þurftum við að fara að klofa yfir allt draslið,“ segir Bjarma og bætir við: „Við vorum með undirföt, skó, lager, þvottavélar, strauborð og skrifstofu þarna á bakvið.“ En sem betur fer var þetta ekki langur tími segja systurnar því rúmu ári síðar sáu þær laust húsnæði að Laugavegi 178. Þangað flutti skóverslunin, Misty og þvottaþjónustan. Rúna hætti síðan með þvottaþjónustuna skömmu fyrir hrun og segist þakka guði fyrir þá ákvörðun. “Eflaust hefðu fáir haft efni á svona þjónustu eftir hrun,“ segir Rúna. Bankahrun og Covid-19 Áfram gengu þó undirfötin og skóverslunin hlið við hlið. Líka erfiðu árin eftir bankahrun þar sem systurnar gengu meðal annars í það að endursemja um verð og greiðslufyrirkomulag við erlenda birgja. Því á þessum tíma vissi allur heimurinn hver staðan á Íslandi var. Skórnir hættu síðan fyrir rúmum tveimur árum síðan. „Það má segja að mamma hafi ákveðið að hætta endanlega þegar hún varð 85 ára,“ segir Rúna. En hvernig er staðan núna eftir Covid? „Frábær“ svara systurnar samtímis. „Ég held að Íslendingar hafi bæði ferðast og verslað innanlands í sumar,“ segir Bjarma og bætir við: „Ég vona að Íslendingum sé að lærast að við þurfum ekki að fara til Glasgow eða Ameríku til að versla. Við getum gert svo hagstæð kaup hér heima og eigum mikið af flottum verslunum.“ Fjölskyldan hefur nánast öll komið að rekstri frá því að ballið hófst árið 1968. Frænkur, dætur og stjúpdætur sem hafa starfað á einhverjum tímapunkti í Misty telja um 13 talsins.Vísir/Vilhelm Mamman, frænkur, dætur og stjúpdætur Eins og áður segir, hefur Ragnheiður dóttir Rúnu nú tekið við kefli móður sinnar í Misty. Ragnheiður er útskrifuð sem viðskiptafræðingur með áherslu á markaðsfræði. Systurnar segja Ragnheiði brenna fyrir undirfötum sem skiptir miklu máli. „Ástríðan og eldmóðurinn þarf að vera til staðar,“ segir Rúna. Verslunarrýmið var tekið í gegn eftir að skórnir hættu. Meira rými er fyrir undirföt og búningsklefa og þar sem lagerplássið hýsir ekki lengur skó, hefur Misty getað tekið inn ýmsar nýjar vörur, s.s. töskur, herranærbuxur og fleira. Um ellefu þúsund konur hafa skráð sig með brjóstamál og fleira hjá Misty en systurnar segja afar mikilvægt að þjónusta með undirföt sé persónuleg. „Alla daga erum við að hugsa hvað getum við gert öðruvísi til að gera það betur,“ segir Bjarma og bætir við að það þýði ekkert fyrir atvinnurekendur að hanga alltaf í sama farinu eða halda að þeir geti gert hlutina eins og þeir gerðu þá einu sinni. „Maður þarf alltaf að vera að breyta og bæta,“ segir Bjarma. Á meðan á viðtalinu stendur situr blaðamaður með systrunum á bakvið lagerinn inni á kaffistofunni, en í því rými er líka skrifstofusvæði. Eiginmaður Björmu er að ditta að og sendast. Á hæðinni fyrir ofan Misty starfrækir bróðir þeirra, Schumann, bókhaldsþjónustuna Abaki. Frammi í búð er Siri systir þeirra að afgreiða og einnig 18 ára systurdóttir þeirra, Eldey. Von er á Ragnheiði inn í búð hvað úr hverju. En hversu margir í fjölskyldunni hafa unnið hjá þeim? „Tja þú spyrð nokkuð….“ segir Bjarma, lyftir brúnum og horfir á Rúnu sem byrjar að telja á fingrum sér. „13!“ segir Rúna sigri hrósandi eftir þó nokkra nafnaupptalningu. Segja systurnar að flestar frænkur, dætur og stjúpdætur hafa starfað á einum eða öðrum tíma í búðinni. Meira að segja Fríða frænka þeirra frá Færeyjum. Schumann bróðir þeirra sér síðan um bókhaldið. Og von er á fleirum segir Bjarma: Lára Marín dóttir Ragnheiðar er bara 8 ára. Hana dreymir um að vinna í Misty þegar hún er orðin stór.“ Gamla myndin Í þá daga sem fjölskyldan var með verslun í Kirkjustræti var hálf vonlaust að fá leikskólapláss. Sérstaklega ef fólk var í hjónabandi. Því var brugðið á það ráð að útbúa barnaheimili á efri hæð húsnæðisins. Barnfóstra, sem sjálf var með tvö börn, gætti þá yngstu barna Schumanns og Dagmars og nokkurra barnabarna. Svona voru málin bara leyst á þessum tíma segja Misty-systurnar um Gömlu myndina. Verslun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Stjórnun Helgarviðtal Atvinnulífsins Mest lesið Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Discover hefur flug milli München og Íslands Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
„Ballið byrjaði 29.júlí árið 1968, sem er Ólafsvökudagur í Færeyjum,“ svara systurnar Bjarma og Rúna Didriksen í kór þegar þær eru spurðar um upphaf verslunarreksturs fjölskyldunnar. Björmu og Rúnu þekkja margir sem Misty-systurnar enda eiga þær undirfataverslunina Misty. Rúna er hætt störfum en segir Ragnheiði dóttur sína hafa tekið við sínu hlutverki. „Hún brennur fyrir starfinu, skoðar brjóstahaldara og undirföt á netinu öll kvöld,“ segir Rúna. Bjarma segist vera eins. Hennar afþreying hafi lengi verið að prjóna. Eftir Covid þýði samt ekki annað en að leggja meiri áherslu á netverslun og samfélagsmiðla. Á kvöldin sitji hún því við tölvuna en prjónaskapurinn bíður um sinn. Í helgarviðtali Atvinnulífsins á Vísi fáum við að heyra söguna á bakvið verslunarrekstur Misty-systranna. Eru innflytjendur, nýbúar og síbúar Bjarma segist einhvern tímann hafa heyrt að innflytjendur væru líklegri til þess en Íslendingar að stofna eigin fyrirtæki. „Ef rétt reynist erum við lifandi sönnun um það því við erum innflytjendur, nýbúar og síbúar,“ segir Bjarma og hlær. Rúna skýrir það út að upphaflega hafi það verið foreldrar þeirra, þá nýkomin frá Færeyjum, sem fóru af stað með verslunarrekstur. Sá rekstur var í skóm. Í þá daga handsöluðu menn samninga, þetta voru kallaðir gentleman's agreements," segir Rúna um samninginn þegar foreldrar þeirra, Schumann og Dagmar Didriksen, keyptu skóverslun Þórðar Péturssonar. Faðir þeirra lést árið 2000 en móðir þeirra hélt rekstri áfram þar til hún varð 85 ára. Systurnar segja að fljótlega hafi skóverslunin flust í nýtt húsnæði í Kirkjustræti þar sem þingið er núna. ,,Það má segja að við höfum alist að hluta til upp á þinginu en þá bara til skamms tíma,“ segir Bjarma. Það húsnæði var þó of stórt og því var hluti rýmisins leigt út fyrir verslun með heimilistæki. „Það voru þeir Höskuldur og Páll Stefánssynir sem ráku þá verslun,“ segir Rúna. Aðrir tímar og önnur viðmið Beint á móti versluninni var miðbæjarmarkaðurinn. Allar verslanir þar hétu nafni sem endaði á deild: Peysudeildin, Matardeildin, Nærfatadeildin o.s.frv. María Halldórsdóttir Laxness rak Nærfatadeildina en þegar Bjarma heyrði að Maríu langaði til að hætta ákvað hún að yfirtaka verslunina og breytti nafninu í Misty. Þetta var árið 1981. „Þetta voru aðrir tímar. Ég man til dæmis eftir ferlega sætum myndum sem við tókum af Vivian systurdóttur okkar þegar hún var bara fimm ára og notuðum í auglýsingar og kynningarefni. Vivian var þar voða krúttleg að klæða sig í föt mömmu sinnar eins og litlar stúlkur gera gjarnan. Á sama tíma kom upp ljótt barnaníðsmál í fréttum sem allir urðu agndofa yfir. Fór svo að við vorum kærð fyrir myndbirtinguna því hún þótti svo ósiðleg,“ segir Bjarma. ,,Eins og þetta voru nú fallegar myndir,“ segir Rúna. Á þessum tíma segja systurnar var samt allt annað mat á því hvað þætti ósiðlegt og hvað ekki. „Manni bara datt svona hlutir ekkert í hug,“ segir Bjarma um barnaníðsmálið sem fjölmiðlar fjölluðu þá um. Rúna og Bjarma Didriksen eru af mörgum kallaðar Misty-systurnar.Vísir/Vilhelm Misty fluttist á Óðinsgötu og Laugaveg en mjög fljótlega kom upp sú hugmynd að sameinast um rými fyrir skóverslunina og Misty. Fór svo að verslanirnar fluttust á Laugaveg 40, þar sem Misty var fremst í rýminu en skóverslunin innan við. Á annarri hæðinni rak dóttir Rúnu, Hanna Didriksen, snyrtistofu. Stórbruni og mæðgur í fangelsi En Adam var ekki lengi í Paradís því þann 19.október árið 2002 kviknaði í um nótt. Systurnar segja að líklega hafi bruninn verið íkveikja. Það hafi þó aldrei sannast. Bjarma og mamma hennar voru fluttar í fangageymslur því þegar grunur leikur á íkveikju eru alltaf taldar líkur á tryggingasvindli. Maður fór í svona klefa og beltið var meira að segja tekið af manni,“ segir Bjarma um upplifunina. Rúna hristir höfuðið og segir að þetta hafi verið alger skelfing. Að vita af þeim mæðgum í fangelsi til viðbótar við áfallið vegna brunans. Mæðgurnar þurftu þó ekki að dúsa þar nema örstutta stund því fljótt kom í ljós að verslanirnar voru ekki tryggðar. „Það getur auðvitað ekkert tryggingasvindl verið nema maður sé þá tryggður en fyrir misskilning héldum við að það þyrfti að uppfæra verðmat á lagernum til að endurnýja tryggingarnar. Ég var síðan kölluð inn í aðgerð sem ég hafði verið að bíða eftir og fyrir vikið frestaði ég því að fara í þessi tryggingarmál. Ég var bara svo var svo sannfærð um að það gæti beðið,“ segir Bjarma. Undirfötin skemmdust en sem betur fer komst lítið súrefni innst inn í rými verslunarinnar sem þýddi að nokkuð af skópörum björguðust. Þau pör enduðu á brunaútsölu. En datt Björmu ekkert í hug að hætta bara eftir brunann? „Jú, ég hætti,“ segir Bjarma og Rúna tekur undir. Já, já, Bjarma ákvað strax að hætta algerlega og ætlaði aldrei að koma nálægt rekstri aftur. En mamma var alveg harðákveðin að halda áfram og þó var hún orðin 71 árs þegar þetta var,“ segir Rúna. Rúna skúrar „fjandann ráðalausan“ Árin sem Bjarma rak Misty starfaði Rúna við þrif. „Ég skúraði fjandann ráðalausan“ segir Rúna sem síðan fékk þá hugmynd að setja á laggirnar sértæka þjónustu með þvott. „Ég setti saman í pakka að ég myndi sækja, þvo, þrífa og skila þvottinum til viðskiptavina. Bæði fyrirtæki og efnameiri einstaklinga,“ segir Rúna sem byrjaði starfsemina með því að hlaupa upp og niður þrjár hæðir því þvottinn þvoði hún með venjulegum heimilisþvottavélum í kjallaranum, ekki iðnaðarvélum. Umsvifin jukust og þótt Bjarma væri á þessum tíma orðin ræstingastjóri hjá ÍSS vissi Rúna að konur voru alltaf að spyrja hana um hitt og þetta tengt undirfötum. Rúna fer því að ýja að því við Björmu hvort þær ættu að endurvekja reksturinn saman. „Ég átti þá einhverja aura og var alltaf að spyrja Björmu, hvað þurfum við eiginlega að eiga mikið til að geta byrjað?“ segir Rúna. Bjarma og Rúna með móður sinni Dagmar sem stóð í rekstri þar til hún varð 85 ára.Vísir/Vilhelm Þegar systurnar ákváðu loks að láta á það reyna segir Bjarma að það hafi líka spilað inn í að hún átti inni eina undirfatasendingu frá birgja erlendis frá. Þessa sendingu hafði hún greitt áður en kviknaði í. Við vorum með hugmyndir um að fara bara af stað í tölvunni þótt netverslun væri ekki orðin til á þessum tíma. Töluðum strax við einhverja tölvudúdda,“ segir Rúna. „Opnunartíminn átti að vera tvö kvöld í viku og í fjóra tíma á laugardögum,“ segir Bjarma. Systurnar leigðu sér skrifstofu í Borgartúni en áttuðu sig fljótlega á því að þær þyrftu verslunarhúsnæði. Þá var það líka orðið of mikið að ætla að sinna undirfataverslun samhliða fullu starfi í öðru. „Við enduðum með að flytja undirfötin og þvottaþjónustuna og nýta með skóversluninni í rúmlega 100 fermetrum, “ segir Rúna sem þá var líka farin að þvo fyrir Íslandsbanka og því nóg að gera í þvottinum. „Fljótlega þurftum við að fara að klofa yfir allt draslið,“ segir Bjarma og bætir við: „Við vorum með undirföt, skó, lager, þvottavélar, strauborð og skrifstofu þarna á bakvið.“ En sem betur fer var þetta ekki langur tími segja systurnar því rúmu ári síðar sáu þær laust húsnæði að Laugavegi 178. Þangað flutti skóverslunin, Misty og þvottaþjónustan. Rúna hætti síðan með þvottaþjónustuna skömmu fyrir hrun og segist þakka guði fyrir þá ákvörðun. “Eflaust hefðu fáir haft efni á svona þjónustu eftir hrun,“ segir Rúna. Bankahrun og Covid-19 Áfram gengu þó undirfötin og skóverslunin hlið við hlið. Líka erfiðu árin eftir bankahrun þar sem systurnar gengu meðal annars í það að endursemja um verð og greiðslufyrirkomulag við erlenda birgja. Því á þessum tíma vissi allur heimurinn hver staðan á Íslandi var. Skórnir hættu síðan fyrir rúmum tveimur árum síðan. „Það má segja að mamma hafi ákveðið að hætta endanlega þegar hún varð 85 ára,“ segir Rúna. En hvernig er staðan núna eftir Covid? „Frábær“ svara systurnar samtímis. „Ég held að Íslendingar hafi bæði ferðast og verslað innanlands í sumar,“ segir Bjarma og bætir við: „Ég vona að Íslendingum sé að lærast að við þurfum ekki að fara til Glasgow eða Ameríku til að versla. Við getum gert svo hagstæð kaup hér heima og eigum mikið af flottum verslunum.“ Fjölskyldan hefur nánast öll komið að rekstri frá því að ballið hófst árið 1968. Frænkur, dætur og stjúpdætur sem hafa starfað á einhverjum tímapunkti í Misty telja um 13 talsins.Vísir/Vilhelm Mamman, frænkur, dætur og stjúpdætur Eins og áður segir, hefur Ragnheiður dóttir Rúnu nú tekið við kefli móður sinnar í Misty. Ragnheiður er útskrifuð sem viðskiptafræðingur með áherslu á markaðsfræði. Systurnar segja Ragnheiði brenna fyrir undirfötum sem skiptir miklu máli. „Ástríðan og eldmóðurinn þarf að vera til staðar,“ segir Rúna. Verslunarrýmið var tekið í gegn eftir að skórnir hættu. Meira rými er fyrir undirföt og búningsklefa og þar sem lagerplássið hýsir ekki lengur skó, hefur Misty getað tekið inn ýmsar nýjar vörur, s.s. töskur, herranærbuxur og fleira. Um ellefu þúsund konur hafa skráð sig með brjóstamál og fleira hjá Misty en systurnar segja afar mikilvægt að þjónusta með undirföt sé persónuleg. „Alla daga erum við að hugsa hvað getum við gert öðruvísi til að gera það betur,“ segir Bjarma og bætir við að það þýði ekkert fyrir atvinnurekendur að hanga alltaf í sama farinu eða halda að þeir geti gert hlutina eins og þeir gerðu þá einu sinni. „Maður þarf alltaf að vera að breyta og bæta,“ segir Bjarma. Á meðan á viðtalinu stendur situr blaðamaður með systrunum á bakvið lagerinn inni á kaffistofunni, en í því rými er líka skrifstofusvæði. Eiginmaður Björmu er að ditta að og sendast. Á hæðinni fyrir ofan Misty starfrækir bróðir þeirra, Schumann, bókhaldsþjónustuna Abaki. Frammi í búð er Siri systir þeirra að afgreiða og einnig 18 ára systurdóttir þeirra, Eldey. Von er á Ragnheiði inn í búð hvað úr hverju. En hversu margir í fjölskyldunni hafa unnið hjá þeim? „Tja þú spyrð nokkuð….“ segir Bjarma, lyftir brúnum og horfir á Rúnu sem byrjar að telja á fingrum sér. „13!“ segir Rúna sigri hrósandi eftir þó nokkra nafnaupptalningu. Segja systurnar að flestar frænkur, dætur og stjúpdætur hafa starfað á einum eða öðrum tíma í búðinni. Meira að segja Fríða frænka þeirra frá Færeyjum. Schumann bróðir þeirra sér síðan um bókhaldið. Og von er á fleirum segir Bjarma: Lára Marín dóttir Ragnheiðar er bara 8 ára. Hana dreymir um að vinna í Misty þegar hún er orðin stór.“ Gamla myndin Í þá daga sem fjölskyldan var með verslun í Kirkjustræti var hálf vonlaust að fá leikskólapláss. Sérstaklega ef fólk var í hjónabandi. Því var brugðið á það ráð að útbúa barnaheimili á efri hæð húsnæðisins. Barnfóstra, sem sjálf var með tvö börn, gætti þá yngstu barna Schumanns og Dagmars og nokkurra barnabarna. Svona voru málin bara leyst á þessum tíma segja Misty-systurnar um Gömlu myndina.
Verslun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Stjórnun Helgarviðtal Atvinnulífsins Mest lesið Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Discover hefur flug milli München og Íslands Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira