„Helgin mun ráða úrslitum“ Sylvía Hall skrifar 2. október 2020 22:45 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Vísir/vilhelm Ríkisstjórnin fundaði með þríeykinu í dag vegna stöðu mála í kórónuveirufaraldrinum hér á landi. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ástæðu til að hafa áhyggjur, enda sé fjöldi nýrra smita verulegt áhyggjuefni. Helgin ráði þó úrslitum um næstu skref. „Þó það sé ekki beinlínis veldisvöxtur í faraldrinum þá er vöxturinn töluverður línulegur vöxtur. Við vorum að fara yfir, með þríeykinu ágæta, hvaða kostir eru í stöðunni ef gripið verður til hertra aðgerða og hvers megi vænta í þeim efnum,“ sagði Katrín í samtali við fréttastofu eftir fundinn í dag. Hún segir ýmsa möguleika vera uppi á borðinu en sóttvarnalæknir hafi enn sem komið er ekki skilað tillögum til heilbrigðisráðherra. Þórólfur Guðnason sagðist þó vera sterklega að íhuga hertari aðgerðir hér innanlands til þess að sporna gegn þeim vexti sem faraldurinn er í. Ástæða fundarins var að sögn Katrínar að gefa ráðherrum kost á að heyra mat sérfræðinganna á stöðu mála og hvaða valkostir væru fyrir hendi. Ferlið væri þó skýrt varðandi það að það væri sóttvarnalæknir sem hefði lokaorðið með því að skila tillögum til heilbrigðisráðherra. „Ég held að það sé full ástæða til þess að hafa áhyggjur. Við höfum hins vegar verið í okkar stefnumótun að lágmarka samfélagsleg áhrif af faraldrinum, og það höfum við gert með því að beita vægari aðgerðum en til að mynda mörg nágrannalönd okkar þegar kemur að fjöldatakmörkunum og öðru,“ sagði Katrín en bætti þó við að kannski kallaði núverandi ástand á stærri skref. „Nú er kannski komið að þeim tímapunkti að við þurfum að vega og meta hvort við metum að það sé viðunandi árangur sem er að nást af því.“ Sóttvarnalæknir liggur nú undir feldi og íhugar næstu skref varðandi aðgerðir innanlands.Vísir/Vilhelm Höfum verið að keyra eftir hárréttri braut Slakað var á samkomutakmörkunum í byrjun september eftir að smitum fór að fækka í annarri bylgju faraldursins. Þann 7. september var nálægðarreglunni breytt úr tveimur metrum í einn metra og máttu þá 200 manns koma saman í stað 100 manns áður. Nú hafa tugir smita greinst daglega undanfarnar vikur og sveiflast á milli daga hvort meiri- eða minnihluti sé í sóttkví. Ekki hefur verið gripið til þess að herða aðgerðir innanlands en aðspurð segir Katrín ekki líta svo á að yfirvöldum hafi mistekist í þessari þriðju bylgju. „Ég held nú að ekkert hafi mistekist í þessu. Ég held að við höfum verið að keyra í raun og veru eftir hárréttri braut, það er að segja að ganga aldrei lengra en við höfum metið að þörf krefði.“ Hún segir stöðuna síbreytilega og það hafi alltaf verið ljóst að yfirvöld þurfi að vera reiðubúin að grípa til þeirra aðgerða sem nauðsynlegar eru. „Við höfum alltaf verið mjög meðvituð um það að við þurfum að vera sveigjanleg í öllum okkar aðgerðum, það hefur legið fyrir eiginlega frá upphafi þessa faraldurs.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Sjá meira
Ríkisstjórnin fundaði með þríeykinu í dag vegna stöðu mála í kórónuveirufaraldrinum hér á landi. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ástæðu til að hafa áhyggjur, enda sé fjöldi nýrra smita verulegt áhyggjuefni. Helgin ráði þó úrslitum um næstu skref. „Þó það sé ekki beinlínis veldisvöxtur í faraldrinum þá er vöxturinn töluverður línulegur vöxtur. Við vorum að fara yfir, með þríeykinu ágæta, hvaða kostir eru í stöðunni ef gripið verður til hertra aðgerða og hvers megi vænta í þeim efnum,“ sagði Katrín í samtali við fréttastofu eftir fundinn í dag. Hún segir ýmsa möguleika vera uppi á borðinu en sóttvarnalæknir hafi enn sem komið er ekki skilað tillögum til heilbrigðisráðherra. Þórólfur Guðnason sagðist þó vera sterklega að íhuga hertari aðgerðir hér innanlands til þess að sporna gegn þeim vexti sem faraldurinn er í. Ástæða fundarins var að sögn Katrínar að gefa ráðherrum kost á að heyra mat sérfræðinganna á stöðu mála og hvaða valkostir væru fyrir hendi. Ferlið væri þó skýrt varðandi það að það væri sóttvarnalæknir sem hefði lokaorðið með því að skila tillögum til heilbrigðisráðherra. „Ég held að það sé full ástæða til þess að hafa áhyggjur. Við höfum hins vegar verið í okkar stefnumótun að lágmarka samfélagsleg áhrif af faraldrinum, og það höfum við gert með því að beita vægari aðgerðum en til að mynda mörg nágrannalönd okkar þegar kemur að fjöldatakmörkunum og öðru,“ sagði Katrín en bætti þó við að kannski kallaði núverandi ástand á stærri skref. „Nú er kannski komið að þeim tímapunkti að við þurfum að vega og meta hvort við metum að það sé viðunandi árangur sem er að nást af því.“ Sóttvarnalæknir liggur nú undir feldi og íhugar næstu skref varðandi aðgerðir innanlands.Vísir/Vilhelm Höfum verið að keyra eftir hárréttri braut Slakað var á samkomutakmörkunum í byrjun september eftir að smitum fór að fækka í annarri bylgju faraldursins. Þann 7. september var nálægðarreglunni breytt úr tveimur metrum í einn metra og máttu þá 200 manns koma saman í stað 100 manns áður. Nú hafa tugir smita greinst daglega undanfarnar vikur og sveiflast á milli daga hvort meiri- eða minnihluti sé í sóttkví. Ekki hefur verið gripið til þess að herða aðgerðir innanlands en aðspurð segir Katrín ekki líta svo á að yfirvöldum hafi mistekist í þessari þriðju bylgju. „Ég held nú að ekkert hafi mistekist í þessu. Ég held að við höfum verið að keyra í raun og veru eftir hárréttri braut, það er að segja að ganga aldrei lengra en við höfum metið að þörf krefði.“ Hún segir stöðuna síbreytilega og það hafi alltaf verið ljóst að yfirvöld þurfi að vera reiðubúin að grípa til þeirra aðgerða sem nauðsynlegar eru. „Við höfum alltaf verið mjög meðvituð um það að við þurfum að vera sveigjanleg í öllum okkar aðgerðum, það hefur legið fyrir eiginlega frá upphafi þessa faraldurs.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Sjá meira