Innlent

Höfðu afskipti af fólki sem átti að vera í sóttkví

Samúel Karl Ólason skrifar
Í dagbók lögreglunnar segir að ekki hafi verið hægt að heimsækja veitingahús og kanna ástandið þar og hvort smitreglur væru í lagi vegna anna.
Í dagbók lögreglunnar segir að ekki hafi verið hægt að heimsækja veitingahús og kanna ástandið þar og hvort smitreglur væru í lagi vegna anna. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í gærkvöldi og í nótt. Mikið var um útköll vegna hávaða frá heimahúsum og sömuleiðis þurfti lögregla að hafa afskipti af nokkrum einstaklingum sem áttu að vera í sóttkví. Í dagbók lögreglunnar segir að ekki hafi verið hægt að heimsækja veitingahús og kanna ástandið þar og hvort smitreglur væru í lagi vegna anna.

Lögreglan hafði afskipti af manni í nótt sem var stöðvaður á leið úr verslun með snyrtivörur fyrir um það bil tíu þúsund krónur sem hann hafði ekki greitt fyrir. Skýrlsa var tekin á vettvangi og manninum vísað út úr versluninni. Hann neitaði þó að fara og var á endanum handtekinn.

Maðurinn var færður á lögreglustöð, þar sem reynt var að ræða við hann frekar. honum var svo sleppt úr haldi og vísað út af lögreglustöðinni. Hann neitaði þó einnig að yfirgefa lögreglustöðina og þurfti að endingu að fylgja honum út.

Þá stöðvaði lögreglan erlenda mann í miðbænum í nótt. Sá var ekki með gild ökuréttindi og gat maðurinn, sem er erlendur ekki gert grein fyrir sér. Hann var ekki með skilgríki og vildi ekki segja hve lengi hann hefði verið á landinu. Því var hann færður á lögreglustöð svo hægt væri að staðfesta hver hann væri.

Bíll var sömuleiðis stöðvaður í Breiðholti í nótt en þar voru þrír erlendir aðilar. Ökumaðurinn var nýkominn til landsins og átti að vera í sóttkví. Þeim voru gefin fyrirmæli um að halda sig heima þar til niðurstaða væri komin úr skimunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×