Sport

Dagskráin: Pepsi Max Stúkan og Lengjudeild kvenna

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Gummi Ben verður með einvalalið sérfræðinga með sér í stúkunni í dag.
Gummi Ben verður með einvalalið sérfræðinga með sér í stúkunni í dag.

Eftir ótrúlega helgi er heldur rólegt um að litast hjá okkur í dag. Við bjóðum samt upp á leik í Lengjudeild kvenna, Gummi Ben mætir með Pepsi Max Stúkuna, hver veit hvaða slúður bíður upp á í dag.

Leikur Augnabliks og Víkings Reykjavíkur í Lengjudeild kvenna er á dagskrá klukkan 19.05. Hefst leikurinn tíu mínútum síðar. Að honum loknum, klukkan 21.15 er Pepsi Max Stúkan á dagskrá.

Stöð 2 Sport 2

Við erum með Football League Show fyrir forfallna fótboltafíkla en þar er farið yfir mörk helgarinnar í ensku B-deildinni. Hefst þátturinn klukkan 18.55 og að honum loknum eru ítölsku mörkin á dagskrá.

Stöð 2 E-Sport

GameTíví er á dagskrá frá 20.00 til 23.00.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×