Hefði mátt grípa til harðari aðgerða strax í síðustu viku Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. október 2020 12:07 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir er hér fyrir miðju. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn og Alma Möller landlæknir standa honum við hlið. Lögreglan Sóttvarnalæknir segir að vissulega hefði mátt grípa til hertra kórónuveiruaðgerða strax fyrir helgi eða jafnvel fyrir viku síðan. Hann telur þó að það hefði ekki skipt sköpum í þróun faraldursins. Þá kveðst hann skilja vel þá gagnrýni sem sett hefur verið fram vegna aðgerðanna. Margir hafa stigið fram og gagnrýnt sóttvarnaraðgerðir stjórnvalda sem boðaðar voru um helgina og tóku gildi í dag. Sumum þykir ekki nógu langt gengið á meðan aðrir telja aðgerðirnar of takmarkandi. Þá sagði Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar í Víglínunni á Stöð 2 í gær að það væri óréttlætanlegt að bíða í tvo sólarhringa frá því ákvörðun um hertar aðgerðir var tekin og þar til þær tækju gildi. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir var inntur eftir því á upplýsingafundi almannavarna fyrir hádegi í dag hvort eitthvað hefði komið í veg fyrir að grípa til hertra aðgerða fyrr. „Það kom ekkert sérstakt í veg fyrir það,“ sagði Þórólfur. „Það þarf ákveðinn undirbúning til að koma með svona tillögur, sérstaklega svona hertar tillögur.“ Þá sagði Þórólfur aðspurður að vissulega hefði mátt grípa til harðari aðgerða strax fyrir helgi. „Það má alveg segja það jú, og jafnvel fyrr. Það má alveg gagnrýna það að það hafi ekki verið gripið til þessara aðgerða fyrir viku síðan, jafnvel. En þannig er alltaf hægt að vera vitur eftir á. En ég held að þetta hafi ekki skipt sköpum,“ sagði Þórólfur. Þá væri verið að vinna allt eins hratt og hægt er og sóttvarnaryfirvöld væru að gera sitt besta. Það sem mestu máli skipti væri að fólk stæði saman í baráttunni gegn veirunni. Þórólfur kvaðst jafnframt skilja gagnrýnina sem komið hefði fram. Á endanum þurfi þó alltaf að taka ákvörðun og lendingin hefði verið þessi núna. Þá ítrekaði hann að sér þætti óráðlegt að undanskilja tiltekna landshluta þegar kæmi að takmörkunum. Slíkt gæti leitt af sér smit á afmörkuðum svæðum. Aðgerðirnar nú, sem gilda fyrir allt landið, muni leiða til þess að hægt verði að kveða faraldurinn hraðar í kútinn. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Blóðug slagsmál tveggja landsfundagesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun „Við ætlum að tryggja að það verði flogið til Ísafjarðar“ Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Sjá meira
Sóttvarnalæknir segir að vissulega hefði mátt grípa til hertra kórónuveiruaðgerða strax fyrir helgi eða jafnvel fyrir viku síðan. Hann telur þó að það hefði ekki skipt sköpum í þróun faraldursins. Þá kveðst hann skilja vel þá gagnrýni sem sett hefur verið fram vegna aðgerðanna. Margir hafa stigið fram og gagnrýnt sóttvarnaraðgerðir stjórnvalda sem boðaðar voru um helgina og tóku gildi í dag. Sumum þykir ekki nógu langt gengið á meðan aðrir telja aðgerðirnar of takmarkandi. Þá sagði Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar í Víglínunni á Stöð 2 í gær að það væri óréttlætanlegt að bíða í tvo sólarhringa frá því ákvörðun um hertar aðgerðir var tekin og þar til þær tækju gildi. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir var inntur eftir því á upplýsingafundi almannavarna fyrir hádegi í dag hvort eitthvað hefði komið í veg fyrir að grípa til hertra aðgerða fyrr. „Það kom ekkert sérstakt í veg fyrir það,“ sagði Þórólfur. „Það þarf ákveðinn undirbúning til að koma með svona tillögur, sérstaklega svona hertar tillögur.“ Þá sagði Þórólfur aðspurður að vissulega hefði mátt grípa til harðari aðgerða strax fyrir helgi. „Það má alveg segja það jú, og jafnvel fyrr. Það má alveg gagnrýna það að það hafi ekki verið gripið til þessara aðgerða fyrir viku síðan, jafnvel. En þannig er alltaf hægt að vera vitur eftir á. En ég held að þetta hafi ekki skipt sköpum,“ sagði Þórólfur. Þá væri verið að vinna allt eins hratt og hægt er og sóttvarnaryfirvöld væru að gera sitt besta. Það sem mestu máli skipti væri að fólk stæði saman í baráttunni gegn veirunni. Þórólfur kvaðst jafnframt skilja gagnrýnina sem komið hefði fram. Á endanum þurfi þó alltaf að taka ákvörðun og lendingin hefði verið þessi núna. Þá ítrekaði hann að sér þætti óráðlegt að undanskilja tiltekna landshluta þegar kæmi að takmörkunum. Slíkt gæti leitt af sér smit á afmörkuðum svæðum. Aðgerðirnar nú, sem gilda fyrir allt landið, muni leiða til þess að hægt verði að kveða faraldurinn hraðar í kútinn.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Blóðug slagsmál tveggja landsfundagesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun „Við ætlum að tryggja að það verði flogið til Ísafjarðar“ Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Sjá meira