Katrín Júlíusdóttir verðlaunuð fyrir spennusögu Sylvía Hall skrifar 5. október 2020 21:12 Katrínu Júlíusdóttur er margt til lista lagt. Vísir/Baldur Katrín Júlíusdóttir, fyrrverandi þingmaður og ráðherra, hlaut í dag spennusagnaverðlaunin Svartfuglinn fyrir bókina Sykur. Bókin kom út í dag og er fyrsta skáldsaga Katrínar, en verðlaunin eru einmitt ætluð höfundum sem hafa ekki áður sent frá sér glæpasögu. Katrín starfar í dag sem framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja Yrsa Sigurðardóttir og Ragnar Jónasson rithöfundar stofnuðu til verðlaunanna í samvinnu við útgefanda sinn Veröld. Þau skipuðu jafnframt dómnefnd ásamt Bjarna Þorsteinssyni, útgáfustjóra Veraldar, en þetta er í þriðja skiptið sem verðlaunin eru veitt. Dómnefndin hrósaði textaskrifum Katrínar og sagði söguna jafnframt draga upp mynd af „sérlega trúverðugum persónum sem standa andspænis skelfilegum glæpum“. „Fléttan er ákaflega vel unnin og samhliða henni er sögð átakanleg fjölskyldusaga. Persóna ódæðismannsins er afar haganlega samansett og sumstaðar má sjá að höfundurinn hefur góða innsýn í baksvið íslenskrar stjórnsýslu. Bókin er grípandi strax frá fyrstu síðu og allt til óvæntra endalokanna sem setja söguna í nýtt samhengi.“ Verðlaunaféð nemur 500 þúsund krónum og auk hefðbundinna höfundarlauna. Katrínu býðst einnig samningur við umboðsmanninn David H. Headly í ljósi sigursins, en hann hefur verið útnefndur sem einn af hundrað áhrifamestu mönnum breskrar bókaútgáfu árið 2015 af tímaritinu Bookseller. Eva Björg Ægisdóttir hlaut fyrstur höfunda Svartfuglinn 2018 fyrir spennusögu sína Marrið í stiganum sem fékk mjög góðar móttökur og hefur útgáfurétturinn á bókinni verið seldur til margra landa. Bókin er komin út á Bretlandi og hefur hlotið sérlega góða dóma, var nýlega tilnefnd sem besta frumraunin í Bretlandi 2020. Bókmenntir Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Sjá meira
Katrín Júlíusdóttir, fyrrverandi þingmaður og ráðherra, hlaut í dag spennusagnaverðlaunin Svartfuglinn fyrir bókina Sykur. Bókin kom út í dag og er fyrsta skáldsaga Katrínar, en verðlaunin eru einmitt ætluð höfundum sem hafa ekki áður sent frá sér glæpasögu. Katrín starfar í dag sem framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja Yrsa Sigurðardóttir og Ragnar Jónasson rithöfundar stofnuðu til verðlaunanna í samvinnu við útgefanda sinn Veröld. Þau skipuðu jafnframt dómnefnd ásamt Bjarna Þorsteinssyni, útgáfustjóra Veraldar, en þetta er í þriðja skiptið sem verðlaunin eru veitt. Dómnefndin hrósaði textaskrifum Katrínar og sagði söguna jafnframt draga upp mynd af „sérlega trúverðugum persónum sem standa andspænis skelfilegum glæpum“. „Fléttan er ákaflega vel unnin og samhliða henni er sögð átakanleg fjölskyldusaga. Persóna ódæðismannsins er afar haganlega samansett og sumstaðar má sjá að höfundurinn hefur góða innsýn í baksvið íslenskrar stjórnsýslu. Bókin er grípandi strax frá fyrstu síðu og allt til óvæntra endalokanna sem setja söguna í nýtt samhengi.“ Verðlaunaféð nemur 500 þúsund krónum og auk hefðbundinna höfundarlauna. Katrínu býðst einnig samningur við umboðsmanninn David H. Headly í ljósi sigursins, en hann hefur verið útnefndur sem einn af hundrað áhrifamestu mönnum breskrar bókaútgáfu árið 2015 af tímaritinu Bookseller. Eva Björg Ægisdóttir hlaut fyrstur höfunda Svartfuglinn 2018 fyrir spennusögu sína Marrið í stiganum sem fékk mjög góðar móttökur og hefur útgáfurétturinn á bókinni verið seldur til margra landa. Bókin er komin út á Bretlandi og hefur hlotið sérlega góða dóma, var nýlega tilnefnd sem besta frumraunin í Bretlandi 2020.
Bókmenntir Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Sjá meira