Innlent

Starfs­menn Krónunnar í Flata­hrauni í sótt­kví eftir smit starfs­manns

Atli Ísleifsson skrifar
Verslun Krónunnar í Flatahrauni.
Verslun Krónunnar í Flatahrauni. Krónan

Fimm starfsmenn Krónunnar í Flatahrauni í Hafnarfirði hafa verið sendir í sóttkví eftir að starfsmaður greindist með Covid-19. Er um að ræða alla þá starfsmenn sem voru í samskiptum við umræddan starfsmann. 

Í tilkynningu frá Krónunni segir að athygli sé vaktin á því að starfsmaðurinn hafi ekki verið í nánu samneyti við viðskiptavini.

„Verslunin opnar ekki fyrr en 11 í dag því unnið er að því að sótthreinsa verslunina hátt og lágt.

Starfsmenn úr öðrum verslunum Krónunnar koma til með að leysa þá af sem fóru í sóttkví,“ segir í tilkynningunni.

Fyllstu varúðar gætt

Ástu S. Fjeldsted, framkvæmdastjóra Krónunnar, segir að lögð sé áhersla á að fylgja öllum ráðleggingum rakningateymis og fyllstu varúðar sé gætt. Viðkomandi starfsmaður hafi unnið við áfyllingar og hafi því ekki verið á kassa eða í öðrum samneyti við viðskiptavini. 

„Unnið er að því að sótthreinsa verslunina hátt og lágt til að tryggja öryggi starfsmanna og viðskiptavina okkar. Við viljum þakka rakningarteyminu og starfsfólki okkar fyrir snör viðbrögð og gott samstarf, sem og viðskiptavinum fyrir biðlund og samvinnu á þessum flóknu tímum. Krónan heldur áfram að leggja áherslu á sóttvarnir í verslunum sínum og minnir viðskiptavini á að handspritt er að finna víða í öllum verslunum okkar,“ er haft eftir Ástu.

Fréttin hefur verið uppfærð




Fleiri fréttir

Sjá meira


×