Tveggja metra regla, veitingastaðir loka fyrr og hert á grímuskyldu Kjartan Kjartansson skrifar 6. október 2020 15:19 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, á upplýsingafundi þriðjudaginn 6. október 2020. Vísir/Vilhelm Tekin verður aftur upp tveggja metra fjarlægðarregla á höfuðborgarsvæðinu, ýmis starfsemi verður stöðvuð og hert verður á grímuskyldu í tillögum sem Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sendir heilbrigðisráðherra í dag. Hann varar við því að faraldurinn virðist í veldisvexti á höfuðborgarsvæðinu. Síðasta sólarhringinn greindust 99 manns smitaðir af kórónuveirunni innanlands og hafa þeir ekki verið fleiri frá því um mánaðamótin mars-apríl þegar fyrsta bylgja faraldursins var í gangi. Þórólfur sagði á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag að í ljósi þess væri nauðsynlegt að grípa til harðari aðgerða á höfuðborgarsvæðinu þar sem langflest tilfellin greinast nú. Í tillögum sem Þórólfur sendir heilbrigðisráðherra í dag sagði hann að verði lagt til að fjarlægðarreglu verði breytt úr einum metra í tvo metra eins og var í aðgerðum í vor. Eins metra regla verður áfram í gildi utan höfuðborgarsvæðisins. Fjöldatakmörk verða áfram tuttugu manns á höfuðborgarsvæðinu. Undanþága verður fyrir útfarir þar sem fimmtíu manns fá að koma saman og þrjátíu manns fá að koma saman í framhalds- og háskólum. Þá sagðist hann ætla að leggja til að ýmis konar starfsemi sem var lokað tímabundið í vor verði aftur lokað og að mælt yrði með því að öllu keppnisstarfi í íþróttum yrði frestað um tvær vikur á höfuðborgarsvæðinu. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, sagði það ráðast af reglum sem ráðherra gæfi út hvort landsleikur Íslands og Rúmeníu gæti farið fram í borginni. Útilokaði hann ekki að gefið yrði leyfi fyrir honum með vísan til þjóðhagslegs mikilvægis viðburðarins. Veitingahús þurfa nú að loka klukkan 21:00 á kvöldin í stað klukkan 23:00 áður og hert verður á grímuskyldu fallist ráðherra á tillögurnar. Þórólfur sagði að grímunotkun verði gerð að skyldu í sumum tilfellum en ekki sé þó almennt hvatt til þess að fólk sé með grímu á almannafæri. Má búast við enn meiri fjölgun smitaðra Þórólfur ræddi um fjölgun smitaðra undanfarna daga. Nú séu um 750 manns í einangrun og um 3.500 manns í sóttkví. Út frá þeim tölum megi búast við töluverðum fjölda veikinda á næstunni. „Faraldurinn virðist í veldisvexti,“ sagði sóttvarnalæknir. Haldi faraldurinn áfram í sama takti geti fjöldi veikra einstaklinga hæglega yfirkeyrt þol heilbrigðiskerfisins með ófyrirséðum afleiðingum fyrir bæði Covid-sjúklinga og aðra þá sem þurfa að leita sér heilbrigðisþjónustu. Markmið hertra aðgerða nú sé að sveigja kúrfuna eins mikið niður og hægt er til að koma í veg fyrir alvarlegar afleiðingar. Sagði hann það vonbrigði að þurfa að leggja til að hert verði aftur á aðgerðunum en í ljósi þróunar faraldursins á höfuðborgarsvæðinu hafi það verið nauðsynlegt. Kallaði Þórólfur eftir samstöðu um aðgerðirnar en varaði við að það gæti sem fyrr tekið eina til tvær vikur að sjá árangur af þeim. „Samstaðan er besta sóttvörnin,“ sagði Þórólfur. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Sjá meira
Tekin verður aftur upp tveggja metra fjarlægðarregla á höfuðborgarsvæðinu, ýmis starfsemi verður stöðvuð og hert verður á grímuskyldu í tillögum sem Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sendir heilbrigðisráðherra í dag. Hann varar við því að faraldurinn virðist í veldisvexti á höfuðborgarsvæðinu. Síðasta sólarhringinn greindust 99 manns smitaðir af kórónuveirunni innanlands og hafa þeir ekki verið fleiri frá því um mánaðamótin mars-apríl þegar fyrsta bylgja faraldursins var í gangi. Þórólfur sagði á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag að í ljósi þess væri nauðsynlegt að grípa til harðari aðgerða á höfuðborgarsvæðinu þar sem langflest tilfellin greinast nú. Í tillögum sem Þórólfur sendir heilbrigðisráðherra í dag sagði hann að verði lagt til að fjarlægðarreglu verði breytt úr einum metra í tvo metra eins og var í aðgerðum í vor. Eins metra regla verður áfram í gildi utan höfuðborgarsvæðisins. Fjöldatakmörk verða áfram tuttugu manns á höfuðborgarsvæðinu. Undanþága verður fyrir útfarir þar sem fimmtíu manns fá að koma saman og þrjátíu manns fá að koma saman í framhalds- og háskólum. Þá sagðist hann ætla að leggja til að ýmis konar starfsemi sem var lokað tímabundið í vor verði aftur lokað og að mælt yrði með því að öllu keppnisstarfi í íþróttum yrði frestað um tvær vikur á höfuðborgarsvæðinu. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, sagði það ráðast af reglum sem ráðherra gæfi út hvort landsleikur Íslands og Rúmeníu gæti farið fram í borginni. Útilokaði hann ekki að gefið yrði leyfi fyrir honum með vísan til þjóðhagslegs mikilvægis viðburðarins. Veitingahús þurfa nú að loka klukkan 21:00 á kvöldin í stað klukkan 23:00 áður og hert verður á grímuskyldu fallist ráðherra á tillögurnar. Þórólfur sagði að grímunotkun verði gerð að skyldu í sumum tilfellum en ekki sé þó almennt hvatt til þess að fólk sé með grímu á almannafæri. Má búast við enn meiri fjölgun smitaðra Þórólfur ræddi um fjölgun smitaðra undanfarna daga. Nú séu um 750 manns í einangrun og um 3.500 manns í sóttkví. Út frá þeim tölum megi búast við töluverðum fjölda veikinda á næstunni. „Faraldurinn virðist í veldisvexti,“ sagði sóttvarnalæknir. Haldi faraldurinn áfram í sama takti geti fjöldi veikra einstaklinga hæglega yfirkeyrt þol heilbrigðiskerfisins með ófyrirséðum afleiðingum fyrir bæði Covid-sjúklinga og aðra þá sem þurfa að leita sér heilbrigðisþjónustu. Markmið hertra aðgerða nú sé að sveigja kúrfuna eins mikið niður og hægt er til að koma í veg fyrir alvarlegar afleiðingar. Sagði hann það vonbrigði að þurfa að leggja til að hert verði aftur á aðgerðunum en í ljósi þróunar faraldursins á höfuðborgarsvæðinu hafi það verið nauðsynlegt. Kallaði Þórólfur eftir samstöðu um aðgerðirnar en varaði við að það gæti sem fyrr tekið eina til tvær vikur að sjá árangur af þeim. „Samstaðan er besta sóttvörnin,“ sagði Þórólfur. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Sjá meira