Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Kristín Ólafsdóttir skrifar

Tveggja metra reglan tekur gildi á ný, sundlaugum, hárgreiðslustofum og snyrtistofum verður lokað og fólk hvatt til að vera sem minnst á ferðinni í höfuðborginni þegar hertar reglur taka gildi. Fjallað verður um hertar aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Rætt verður við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og Dag B. Eggertsson borgarstjóra í beinni útsendingu um stöðuna.

Í fréttatímanum fjöllum við einnig um andlega heilsu landans - sérstaklega nú þegar kórónuveirufaraldrinum virðist aldrei ætla að ljúka.

Rætt verður við forstjóra Icelandair um fækkun farþegar í september - fækkunin er 97% milli ára. Að auki kíkjum við á leikskólabörn sem fengu hænur til að hugsa um og læra allt um matarsóun í leiðinni.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis kl. 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×