Orkuskipti kalla á breytta gjaldtöku í samgöngum Jökull Sólberg Auðunsson skrifar 7. október 2020 06:00 Á dögunum var kynnt ný orkustefna til ársins 2050. Sýnin er fögur og hér eru innviðir til staðar sem gera hana trúverðuga. Til hliðsjónar er stefna stjórnvalda um kolefnishlutleysi árið 2040. Stærsti liðurinn í því er að draga úr notkun innfluttra orkugjafa í vegasamgöngum. Um áramótin tók gildi framlenging á niðurfellingu virðisaukaskatts á ökutækjum sem eru knúin rafmagni. Í þeim fríðindum felst stærsta staka aðgerð ríkisstjórnarinnar í átt að kolefnishlutleysi fram að þessu. Niðurfellingin er að skila ótvíræðum árangri og skipar Ísland annað sæti á eftir Noregi í hlut skráningu rafbíla. Í september voru hreinir rafbílar 49% af öllum nýskráðum fólksbifreiðum (24% það sem af er ári). Á hverju ári lækkar í þokkabót kostnaður á rafhlöðupakkningum. Árið 2011 áætluðu sérfræðingar Bloomberg NEF að verðið yrði komið niður í $350 fyrir hverja kílowattstund árið 2020. Verðið er hinsvegar í dag nær $132 per kílówattstund og lækkar enn. Að þessu öllu gefnu er ekki ljóst hvort meðgjöf af hálfu ríkisins verður þörf innan fárra ára til að gera rafbíla að fýsilegum kosti fyrir neytendur. Tímabært er að endurskoða alla álagningu sem tengist samgöngum til að rétta hlut mismunandi samgöngumáta og orkugjafa, sem og að rétta hlut ríkis og sveitarfélaga í tekjustofnum. Ísland hefur, eins og margar Evrópuþjóðir, tekið stóran hluta af sínum tekjustofni fyrir gatnagerð og önnur bíltengd gjöld í gegnum álögur á eldsneyti. Eftir því sem bensíndælunum fækkar og heimahleðslum fjölgar þarf að endurskoða þessa gjaldtöku og finna nýja tekjustofna. Tafagjöld og vegtollar hafa verið nefndir og ræddir. Sitt sýnist hverjum um sanngirni og útfærslu á slíkri gjaldtöku. Minna hefur verið rætt um að gjaldtaka á bílastæðum geti fyllt í þessar eyður. Að skilgreina bílastæði á vinnustað sem skattskyld hlunnindi væri stórt skref í rétta átt. Í dag er enn mikið framboð af bílastæðum þar sem miklar kvaðir hafa verið í skipulagi um að láta holskeflu bílastæða fylgja mestallri mannvirkjagerð í fjölmörg ár. Reykjavíkurborg steig mikilvægt skref þegar fallið var frá lágmarkskröfum um fjölda bílastæða í skipulagi og hóflegri viðmið innleidd í staðinn. Þessar reglur þarf að samræma í svæðisskipulagi. Þegar kemur að gjaldtöku bílastæða þarf að tileinka sér einfalda hugsun: Ef fólk finnur ekki laust stæði eru þau of ódýr. Ef vel tekst til fækkar stæðum í hlutfalli við byggða fermetra. Þá hækkar verðmat Ríkisskattsstjóra á bílastæði á vinnustað, fólk sækist eftir íbúapössum til að tryggja sitt pláss og koll af kolli. Hægt og rólega verður til gjaldstofn fyrir bæði ríki og sveitarfélög sem kemur í stað eldsneytiskatta sem falla bara á helming nýskráðra bíla. Á meðan enn er nóg af bílastæðum þarf að skoða gjaldtöku sem miðar við ekna kílómetra með upplýsingagjöf frá þjónustuveitendum bifreiða í miðlægan gagnagrunn. Í þessu kerfi mætti hækka kolefnisgjald en lækka heildarálögur á eldsneyti með afnámi olíu- og bensíngjalds. Þá komum við að öðru sjónarmiði; orkuskipti til að draga úr losun. Aðgerðir sem ríma við markmiðið um kolefnishlutlaust Ísland árið 2040 kalla á djarfa áætlun. Til að ná árangri þarf að draga úr heildarferðaþörf, fjölga valkostum í samgöngum og sjá svo til þess að úreld tækni mæti algjörum afgangi í nýskráningum. Í aðdraganda skráningarbanns brunabíla (bifreiðum sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti) þarf að hækka skráningargjöld þeirra. Á móti þarf að draga úr niðurfellingum virðisaukaskatts á hinna hreinu bíla í þrepum. Með þessari aðferð er hægt að tryggja áframhaldandi hækkandi hlut nýskráningar á rafbílum og endurheimta á sama tíma skattstofn sem hleypur á milljörðum króna á hverju ári. Áform eru um að skráningarbannið taki gildi 2030. Með því að færa okkur úr umbun grænna bíla í stigmagnandi gjaldtöku við skráningu brunabíla verða aðrir kostir fyrir utan fólksbílinn meira aðlaðandi gagnvart neytendum þar sem vöruflokkurinn í heild fær minni ívilnun. Með þessum hvötum – gjaldtöku og skattlagningu af bílastæðum ásamt breytingum á skráningum fólksbíla – getum við gert skattheimtu sanngjarna. Heildsteypt aðgerðaráætlun lítur þá svona út: Gerum bílastæði á vinnustað að skattskyldum hlunnindum Lækkum álögur á eldsneyti en hækkum kolefnisgjald Fösum út niðurfellingu virðisaukaskatts á rafbílum Fösum inn auknum álögum við skráningu brunabíla Innleiðum nútímaleg viðmið um bílastæðakröfur í skipulagi, samræmum þau viðmið í svæðisskipulagi Leyfum bílastæðapössum sveitarfélaga að tryggja fólki bílastæði á borgarlandi við heimili Setjum upp miðlægan gagnagrunn þar sem þjónustuaðilar í bílgreinum skjala ekna kílómetra Höfundur er stofnandi Planitor. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Vegtollar Samgöngur Jökull Sólberg Mest lesið Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason Skoðun Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið? Davíð Már Sigurðsson Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Hvað er friður? Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar Skoðun Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Í aðdraganda jóla – hugleiðing Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Leikskólinn – vara á markaði? Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Hugvekja í raforkuskorti Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Gæti Ísland skráð sig í sögubækurnar? Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Allra besta jólagjöfin Tinna Tómasdóttir,Lovísa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvorugt er né hefur verið raunin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar krísa er nýtt til að fyrirtækjavæða menntun Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Efni í nýjan stjórnarsáttmála Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Orkan og álið Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Eru skoðanir ungs fólks þýðingalitlar og ómarktækar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar Skoðun Verður verðmætasköpun í öndvegi á nýju kjörtímabili? Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Geturðu gert betur? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sérréttindablinda BHM og BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Hvað með allt þetta frí? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason skrifar Sjá meira
Á dögunum var kynnt ný orkustefna til ársins 2050. Sýnin er fögur og hér eru innviðir til staðar sem gera hana trúverðuga. Til hliðsjónar er stefna stjórnvalda um kolefnishlutleysi árið 2040. Stærsti liðurinn í því er að draga úr notkun innfluttra orkugjafa í vegasamgöngum. Um áramótin tók gildi framlenging á niðurfellingu virðisaukaskatts á ökutækjum sem eru knúin rafmagni. Í þeim fríðindum felst stærsta staka aðgerð ríkisstjórnarinnar í átt að kolefnishlutleysi fram að þessu. Niðurfellingin er að skila ótvíræðum árangri og skipar Ísland annað sæti á eftir Noregi í hlut skráningu rafbíla. Í september voru hreinir rafbílar 49% af öllum nýskráðum fólksbifreiðum (24% það sem af er ári). Á hverju ári lækkar í þokkabót kostnaður á rafhlöðupakkningum. Árið 2011 áætluðu sérfræðingar Bloomberg NEF að verðið yrði komið niður í $350 fyrir hverja kílowattstund árið 2020. Verðið er hinsvegar í dag nær $132 per kílówattstund og lækkar enn. Að þessu öllu gefnu er ekki ljóst hvort meðgjöf af hálfu ríkisins verður þörf innan fárra ára til að gera rafbíla að fýsilegum kosti fyrir neytendur. Tímabært er að endurskoða alla álagningu sem tengist samgöngum til að rétta hlut mismunandi samgöngumáta og orkugjafa, sem og að rétta hlut ríkis og sveitarfélaga í tekjustofnum. Ísland hefur, eins og margar Evrópuþjóðir, tekið stóran hluta af sínum tekjustofni fyrir gatnagerð og önnur bíltengd gjöld í gegnum álögur á eldsneyti. Eftir því sem bensíndælunum fækkar og heimahleðslum fjölgar þarf að endurskoða þessa gjaldtöku og finna nýja tekjustofna. Tafagjöld og vegtollar hafa verið nefndir og ræddir. Sitt sýnist hverjum um sanngirni og útfærslu á slíkri gjaldtöku. Minna hefur verið rætt um að gjaldtaka á bílastæðum geti fyllt í þessar eyður. Að skilgreina bílastæði á vinnustað sem skattskyld hlunnindi væri stórt skref í rétta átt. Í dag er enn mikið framboð af bílastæðum þar sem miklar kvaðir hafa verið í skipulagi um að láta holskeflu bílastæða fylgja mestallri mannvirkjagerð í fjölmörg ár. Reykjavíkurborg steig mikilvægt skref þegar fallið var frá lágmarkskröfum um fjölda bílastæða í skipulagi og hóflegri viðmið innleidd í staðinn. Þessar reglur þarf að samræma í svæðisskipulagi. Þegar kemur að gjaldtöku bílastæða þarf að tileinka sér einfalda hugsun: Ef fólk finnur ekki laust stæði eru þau of ódýr. Ef vel tekst til fækkar stæðum í hlutfalli við byggða fermetra. Þá hækkar verðmat Ríkisskattsstjóra á bílastæði á vinnustað, fólk sækist eftir íbúapössum til að tryggja sitt pláss og koll af kolli. Hægt og rólega verður til gjaldstofn fyrir bæði ríki og sveitarfélög sem kemur í stað eldsneytiskatta sem falla bara á helming nýskráðra bíla. Á meðan enn er nóg af bílastæðum þarf að skoða gjaldtöku sem miðar við ekna kílómetra með upplýsingagjöf frá þjónustuveitendum bifreiða í miðlægan gagnagrunn. Í þessu kerfi mætti hækka kolefnisgjald en lækka heildarálögur á eldsneyti með afnámi olíu- og bensíngjalds. Þá komum við að öðru sjónarmiði; orkuskipti til að draga úr losun. Aðgerðir sem ríma við markmiðið um kolefnishlutlaust Ísland árið 2040 kalla á djarfa áætlun. Til að ná árangri þarf að draga úr heildarferðaþörf, fjölga valkostum í samgöngum og sjá svo til þess að úreld tækni mæti algjörum afgangi í nýskráningum. Í aðdraganda skráningarbanns brunabíla (bifreiðum sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti) þarf að hækka skráningargjöld þeirra. Á móti þarf að draga úr niðurfellingum virðisaukaskatts á hinna hreinu bíla í þrepum. Með þessari aðferð er hægt að tryggja áframhaldandi hækkandi hlut nýskráningar á rafbílum og endurheimta á sama tíma skattstofn sem hleypur á milljörðum króna á hverju ári. Áform eru um að skráningarbannið taki gildi 2030. Með því að færa okkur úr umbun grænna bíla í stigmagnandi gjaldtöku við skráningu brunabíla verða aðrir kostir fyrir utan fólksbílinn meira aðlaðandi gagnvart neytendum þar sem vöruflokkurinn í heild fær minni ívilnun. Með þessum hvötum – gjaldtöku og skattlagningu af bílastæðum ásamt breytingum á skráningum fólksbíla – getum við gert skattheimtu sanngjarna. Heildsteypt aðgerðaráætlun lítur þá svona út: Gerum bílastæði á vinnustað að skattskyldum hlunnindum Lækkum álögur á eldsneyti en hækkum kolefnisgjald Fösum út niðurfellingu virðisaukaskatts á rafbílum Fösum inn auknum álögum við skráningu brunabíla Innleiðum nútímaleg viðmið um bílastæðakröfur í skipulagi, samræmum þau viðmið í svæðisskipulagi Leyfum bílastæðapössum sveitarfélaga að tryggja fólki bílastæði á borgarlandi við heimili Setjum upp miðlægan gagnagrunn þar sem þjónustuaðilar í bílgreinum skjala ekna kílómetra Höfundur er stofnandi Planitor.
„Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson Skoðun
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar
Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar
„Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson Skoðun