Ummæli bæjarstjóra um hlýðna Akureyringa vekja undrun og furðu Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. október 2020 22:42 Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrar. Akureyrarbær Netverjar hafa margir furðað sig á ummælum sem Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrarbæjar, lét falla í sjónvarpsfréttum Ríkisútvarpsins í kvöld, og sumir sagt þau merki um yfirlæti. Ásthildur kveðst í Facebook-færslu í kvöld harma það að hafa stuðað fólk með ummælum sínum. Hertar kórónuveiruaðgerðir fyrir höfuðborgarsvæðið taka gildi á morgun. Þá hefur landsmönnum öllum verið ráðið frá því að ferðast til og frá höfuðborginni næstu vikur. Ásthildur sagði í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins að hún óttaðist ekki að höfuðborgarbúar flykkist út á land þegar aðgerðir verða hertar. Þá sagði hún að ein ástæðan fyrir því að ekki væru jafnmörg smit í bænum og raun ber vitni væri sú að Akureyringar fylgi reglum. „Það er ástæða fyrir því að hér er lítið um smit. Fólk fer mjög varlega. Akureyringar fylgja reglum. Og það er ástæða fyrir því að faraldurinn hefur ekki leikið okkur verr en hann hefur gert hingað til,“ sagði Ásthildur. Þessi ummæli bæjarstjórans hafa vakið undrun og furðu margra netverja. Sumir telja orð hennar merki um hroka og aðrir segja Akureyringa alls ekki betri en aðra í því að fylgja reglum, líkt og Ásthildur virðist hafa gefið í skyn. „Akureyringar eru sko bestir...í að verða ekki lasnir. Langbestir,“ skrifar Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, á Twitter-reikning sínum í kvöld. Akureyringar eru sko bestir...í að verða ekki lasnir. Langbestir. https://t.co/PXFY4BahA1— Þórður S. Júlíusson (@thordursnaer) October 6, 2020 Rakel Lúðvíksdóttir kveðst ekki þola svona „yfirlæti“ og þá bendir Tinna Haraldsdóttir á að það minni sveitarfélög eigi auðveldara með að standa sig vel með tilliti til sóttvarna en þau stærri. Þoli ekki svona yfirlæti!„Það er ástæða fyrir því að hér er lítið um smit. Fólk fer mjög varlega. Akureyringar fylgja reglum. Og það er ástæða fyrir því að faraldurinn hefur ekki leikið okkur verr en hann hefur gert hingað til,“ segir Ásthildur bæjarstjóri Akureyrar.— Rakel Lúðvíksdóttir (@lu_rakel) October 6, 2020 Væntanlega "standa" minni bæjarfélög en höfuðborgarsvæðið sig "betur" af því doj, þar er færra fólk og oft auðveldara að hægja á, halda fjarlægð etc, færri búbblur sem geta smitast á milli o. sv. frv. getum við bara PLÍS hætt þessari samkeppni og blame game þetta er VEIRA ÓKEI— Tinna, öfgafemínisti 💥 (@tinnaharalds) October 6, 2020 Ásthildur segir sjálf í færslu á Facebook-síðu sinni í kvöld að sér þyki leitt að hafa stuðað fólk með ummælum sínum. Hún hafi alls ekki verið að halda því fram að íbúar annarra landshluta fylgi reglum síður en Akureyringar, þó að trú hennar á þeim síðarnefndu sé óbilandi. Færslu Ásthildar má sjá hér fyrir neðan. Fleiri tíst vegna ummæla Ásthildar má sjá hér fyrir neðan. Bæjarstjóri Akureyrar gat ekki stillt sig um að gorta sig að norðlenskum sið, vona svo sannarlega að þetta komi ekki í bakið á þeim."Akureyringar fylgi reglum og þess vegna sé lítið um smit í bæjarfélaginu."https://t.co/IuPoCr25pw— Arngrimur Magnusson (@ArngrimurM) October 6, 2020 Sem Akureyringur get ég vottað að Akureyringar eru allls ekki betri en aðrir í að passa sig eða fylgja reglum; þeir eru bara "heppnari" að útbreiðslan þar er ekki jafn hröð og fyrir sunnan https://t.co/JQspYHagfE— Eydal (@ageydal26) October 6, 2020 Pælið í að bæjarstjóri Akureyrar hafi mætt í sjónvarpsviðtal og sagt að Akureyringar séu betri en aðrir í því að passa sig á veirusmitum og fylgja reglum.— Haukur Bragason (@HaukurBragason) October 6, 2020 Akureyrar-hrokinn kominn upp á nýtt stig. "Akureyringar fylgja reglum..."Jinx?— Stuðný (@gudnyrp) October 6, 2020 Þegar fólk spyr mig enn eina ferðina afhverju mig langi ekki að flytja aftur til Akureyrar mun ég sýna þeim einmitt þetta tíst.— Nína Richter (@Kisumamma) October 6, 2020 Það var þetta um að Akureyringar væru góðir í að fylgja reglum. pic.twitter.com/uyqJZllzYK— €irikur Jónsson (@Eirikur_J) October 6, 2020 Akureyringar lýstu margir yfir óánægju með það að hertar veiruaðgerðir sem boðaðar voru um helgina og tóku gildi í dag skyldu vera látnar yfir alla ganga, ekki aðeins höfuðborgarsvæðið. Tryggvi Kristjánsson eigandi líkamsræktarstöðvarinnar Bjargs á Akureyri furðaði sig til að mynda á þessu í færslu á Facebook á laugardag. Samkvæmt tölum á Covid.is eru 747 í einangrun vegna Covid-19 á landinu öllu, þar af 640 á höfuðborgarsvæðinu. Aðeins þrír eru í einangrun á Norðurlandi eystra. Fréttin hefur verið uppfærð með viðbrögðum Ásthildar Sturludóttur, bæjarstjóra. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samfélagsmiðlar Akureyri Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Fleiri fréttir Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Sjá meira
Netverjar hafa margir furðað sig á ummælum sem Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrarbæjar, lét falla í sjónvarpsfréttum Ríkisútvarpsins í kvöld, og sumir sagt þau merki um yfirlæti. Ásthildur kveðst í Facebook-færslu í kvöld harma það að hafa stuðað fólk með ummælum sínum. Hertar kórónuveiruaðgerðir fyrir höfuðborgarsvæðið taka gildi á morgun. Þá hefur landsmönnum öllum verið ráðið frá því að ferðast til og frá höfuðborginni næstu vikur. Ásthildur sagði í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins að hún óttaðist ekki að höfuðborgarbúar flykkist út á land þegar aðgerðir verða hertar. Þá sagði hún að ein ástæðan fyrir því að ekki væru jafnmörg smit í bænum og raun ber vitni væri sú að Akureyringar fylgi reglum. „Það er ástæða fyrir því að hér er lítið um smit. Fólk fer mjög varlega. Akureyringar fylgja reglum. Og það er ástæða fyrir því að faraldurinn hefur ekki leikið okkur verr en hann hefur gert hingað til,“ sagði Ásthildur. Þessi ummæli bæjarstjórans hafa vakið undrun og furðu margra netverja. Sumir telja orð hennar merki um hroka og aðrir segja Akureyringa alls ekki betri en aðra í því að fylgja reglum, líkt og Ásthildur virðist hafa gefið í skyn. „Akureyringar eru sko bestir...í að verða ekki lasnir. Langbestir,“ skrifar Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, á Twitter-reikning sínum í kvöld. Akureyringar eru sko bestir...í að verða ekki lasnir. Langbestir. https://t.co/PXFY4BahA1— Þórður S. Júlíusson (@thordursnaer) October 6, 2020 Rakel Lúðvíksdóttir kveðst ekki þola svona „yfirlæti“ og þá bendir Tinna Haraldsdóttir á að það minni sveitarfélög eigi auðveldara með að standa sig vel með tilliti til sóttvarna en þau stærri. Þoli ekki svona yfirlæti!„Það er ástæða fyrir því að hér er lítið um smit. Fólk fer mjög varlega. Akureyringar fylgja reglum. Og það er ástæða fyrir því að faraldurinn hefur ekki leikið okkur verr en hann hefur gert hingað til,“ segir Ásthildur bæjarstjóri Akureyrar.— Rakel Lúðvíksdóttir (@lu_rakel) October 6, 2020 Væntanlega "standa" minni bæjarfélög en höfuðborgarsvæðið sig "betur" af því doj, þar er færra fólk og oft auðveldara að hægja á, halda fjarlægð etc, færri búbblur sem geta smitast á milli o. sv. frv. getum við bara PLÍS hætt þessari samkeppni og blame game þetta er VEIRA ÓKEI— Tinna, öfgafemínisti 💥 (@tinnaharalds) October 6, 2020 Ásthildur segir sjálf í færslu á Facebook-síðu sinni í kvöld að sér þyki leitt að hafa stuðað fólk með ummælum sínum. Hún hafi alls ekki verið að halda því fram að íbúar annarra landshluta fylgi reglum síður en Akureyringar, þó að trú hennar á þeim síðarnefndu sé óbilandi. Færslu Ásthildar má sjá hér fyrir neðan. Fleiri tíst vegna ummæla Ásthildar má sjá hér fyrir neðan. Bæjarstjóri Akureyrar gat ekki stillt sig um að gorta sig að norðlenskum sið, vona svo sannarlega að þetta komi ekki í bakið á þeim."Akureyringar fylgi reglum og þess vegna sé lítið um smit í bæjarfélaginu."https://t.co/IuPoCr25pw— Arngrimur Magnusson (@ArngrimurM) October 6, 2020 Sem Akureyringur get ég vottað að Akureyringar eru allls ekki betri en aðrir í að passa sig eða fylgja reglum; þeir eru bara "heppnari" að útbreiðslan þar er ekki jafn hröð og fyrir sunnan https://t.co/JQspYHagfE— Eydal (@ageydal26) October 6, 2020 Pælið í að bæjarstjóri Akureyrar hafi mætt í sjónvarpsviðtal og sagt að Akureyringar séu betri en aðrir í því að passa sig á veirusmitum og fylgja reglum.— Haukur Bragason (@HaukurBragason) October 6, 2020 Akureyrar-hrokinn kominn upp á nýtt stig. "Akureyringar fylgja reglum..."Jinx?— Stuðný (@gudnyrp) October 6, 2020 Þegar fólk spyr mig enn eina ferðina afhverju mig langi ekki að flytja aftur til Akureyrar mun ég sýna þeim einmitt þetta tíst.— Nína Richter (@Kisumamma) October 6, 2020 Það var þetta um að Akureyringar væru góðir í að fylgja reglum. pic.twitter.com/uyqJZllzYK— €irikur Jónsson (@Eirikur_J) October 6, 2020 Akureyringar lýstu margir yfir óánægju með það að hertar veiruaðgerðir sem boðaðar voru um helgina og tóku gildi í dag skyldu vera látnar yfir alla ganga, ekki aðeins höfuðborgarsvæðið. Tryggvi Kristjánsson eigandi líkamsræktarstöðvarinnar Bjargs á Akureyri furðaði sig til að mynda á þessu í færslu á Facebook á laugardag. Samkvæmt tölum á Covid.is eru 747 í einangrun vegna Covid-19 á landinu öllu, þar af 640 á höfuðborgarsvæðinu. Aðeins þrír eru í einangrun á Norðurlandi eystra. Fréttin hefur verið uppfærð með viðbrögðum Ásthildar Sturludóttur, bæjarstjóra.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samfélagsmiðlar Akureyri Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Fleiri fréttir Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Sjá meira
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent