Erlent

Segir Tyrki halda þjóðar­morðinu á­fram

Atli Ísleifsson skrifar
Armenski forsætisráðherrann Nikol Pashinyan.
Armenski forsætisráðherrann Nikol Pashinyan. EPA/Ríkisstjórn Armeníu

Aðgerðir Tyrkja og Asera í deilunni við Armena um héraðið Nagorno-Karabakh eru hryðjuverk og framhald á þjóðarmorði Tyrkja á Armenum. Þetta segir armenski forsætisráðherrann Nikol Pashinyan í samtali við Sky News.

„Í mínum huga er ekki nokkur vafi á því að þetta er pólitík sem gengur út á að halda áfram þjóðarmorðinu á Armenum og að endurvekja tyrkneska heimsveldið,“ sagði Pashinyan og vísar þar í þegar Tyrkir drápu um 1,5 milljónir manna í fyrri heimsstyrjöldinni.

Umræður um þjóðarmorðið er mjög viðkvæmt í Tyrklandi, en stjórnvöld þar í landi hafna því að um kerfisbundin morð hafi verið að ræða, heldur hafi Armenarnir látið lífið í átökum tyrkneskra og armenskra hersveita.

Síðustu daga hafa mikil átök staðið milli Armena og Asera, sem njóta stuðnings Tyrkja, og hafa vel á þriðja hundrað fallið.

Deilurnar snúa að héraðinu Nagorno-Karabakh sem er að finna innan landamæra Aserbaídsjan, en þar eru Armenar í miklum meirihluta og ráða þar ríkjum. Deilur hafa staðið um héraðið allt frá níunda áratugnum.


Tengdar fréttir

Hafa á­hyggjur af sýr­lenskum mála­liðum í ná­granna­erjum

Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hefur áhyggjur af því að tyrknesk stjórnvöld sendi nú sýrlenska málaliða til að leggja Aserum lið í átökum þeirra við nágranna sína Armena um fjallahéraðið Nagorno-Karabakh. Tyrkir styðja Asera í átökunum en neita því að hafa sent erlenda málaliða þangað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×