Verulegar efasemdir um lögmæti smitrakningar Sunna Sæmundsdóttir skrifar 7. október 2020 10:14 Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur sóttvarnayfirvöld mögulega hafa gengið of langt. „Ég verð að viðurkenna að ég hef verulegar efasemdir um að það sé lagaheimild fyrir þessu,“ sagði Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðiflokksins, á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun þegar fjallað var um valdheimildir sóttvarnaryfirvalda. Þar vísaði hann til þess að greiðslukortafærslur hafa verið nýttar við smitrakningu í nokkrum tilvikum. Til að mynda til að finna út hverjir voru útsettir fyrir smiti á Irishman Pub. Í viðtali við fréttastofu á dögunum sagði Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, að sóttvarnalæknir hefði heimild til að óska allra þeirra gagna sem hann telur sig þurfa til að hemja farsótt eða hópsýkingu. „Það sem þarf að huga í því sambandi er að hann þarf að fara eftir almennum reglum persónuverndarlaga sem varða gagnsæi. Að allir viti hvernig þetta er unnið,“ sagði Helga. Brynjar sagði á fundinum í morgun ljóst að þarna væri gengið á rétt þeirra sem ekki eru grunaðir um að vera smitaðir. „En við látum það kannski yfir okkur ganga vegna þess að aðstæður eru sérstakar. En við erum samt bara með veiru, ekkert ósvipað því sem gengur yfir á hverju ári, bara hættulega þröngum hópi sem sjálfir eru veikir fyrir. Þannig einhver myndi segja við séum algjörlega á ystu nöf lagalega séð og kannski komin út fyrir öll mörk,“ sagði hann. Alla jafna þurfi dómsúrskurð fyrir aðgang að þessum upplýsingum. Fólk eldra en sextugt og fólk með undirliggjandi sjúkdóma er talið í mestri hættu á að veikjast alvarlega af Covid-19. Alþjóðaheilbrigðisstofunin segir þó fólk á öllum aldri geta smitast og að hættan á alvarlegum veikindum fari vaxandi með aldri frá fertugu. Fólk var rakið til Irishman pub með kortafærslum eftir að smit kom þar upp.Vísir/Vilhelm Páll Hreinsson, sem skrifaði nýlega álitsgerð um valdheimildir sóttvarnaryfirvalda, sat fyrir svörum á fundinum. Páll vísaði til þess að sóttvarnalækni bæri lagaleg skylda til að rannsaka hópsmit og að heimildir væru fyrir smitrakningu í lögum. Hins vegar þurfi einnig að taka tillit til reglna um persónuvernd. „Það yrði að fá úrskurð ef sá sem heldur á upplýsingunum neitar að láta þær af hendi og þá reynir á þetta,“ sagði Páll Hreinsson. „Þetta er skoðunar virði og það heyrir undir persónuverd að skoða hvort þarna sé farið lengra en efni eru til.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
„Ég verð að viðurkenna að ég hef verulegar efasemdir um að það sé lagaheimild fyrir þessu,“ sagði Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðiflokksins, á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun þegar fjallað var um valdheimildir sóttvarnaryfirvalda. Þar vísaði hann til þess að greiðslukortafærslur hafa verið nýttar við smitrakningu í nokkrum tilvikum. Til að mynda til að finna út hverjir voru útsettir fyrir smiti á Irishman Pub. Í viðtali við fréttastofu á dögunum sagði Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, að sóttvarnalæknir hefði heimild til að óska allra þeirra gagna sem hann telur sig þurfa til að hemja farsótt eða hópsýkingu. „Það sem þarf að huga í því sambandi er að hann þarf að fara eftir almennum reglum persónuverndarlaga sem varða gagnsæi. Að allir viti hvernig þetta er unnið,“ sagði Helga. Brynjar sagði á fundinum í morgun ljóst að þarna væri gengið á rétt þeirra sem ekki eru grunaðir um að vera smitaðir. „En við látum það kannski yfir okkur ganga vegna þess að aðstæður eru sérstakar. En við erum samt bara með veiru, ekkert ósvipað því sem gengur yfir á hverju ári, bara hættulega þröngum hópi sem sjálfir eru veikir fyrir. Þannig einhver myndi segja við séum algjörlega á ystu nöf lagalega séð og kannski komin út fyrir öll mörk,“ sagði hann. Alla jafna þurfi dómsúrskurð fyrir aðgang að þessum upplýsingum. Fólk eldra en sextugt og fólk með undirliggjandi sjúkdóma er talið í mestri hættu á að veikjast alvarlega af Covid-19. Alþjóðaheilbrigðisstofunin segir þó fólk á öllum aldri geta smitast og að hættan á alvarlegum veikindum fari vaxandi með aldri frá fertugu. Fólk var rakið til Irishman pub með kortafærslum eftir að smit kom þar upp.Vísir/Vilhelm Páll Hreinsson, sem skrifaði nýlega álitsgerð um valdheimildir sóttvarnaryfirvalda, sat fyrir svörum á fundinum. Páll vísaði til þess að sóttvarnalækni bæri lagaleg skylda til að rannsaka hópsmit og að heimildir væru fyrir smitrakningu í lögum. Hins vegar þurfi einnig að taka tillit til reglna um persónuvernd. „Það yrði að fá úrskurð ef sá sem heldur á upplýsingunum neitar að láta þær af hendi og þá reynir á þetta,“ sagði Páll Hreinsson. „Þetta er skoðunar virði og það heyrir undir persónuverd að skoða hvort þarna sé farið lengra en efni eru til.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira