312 fyrirtæki fengið ríkisstuðning vegna uppsagna starfsfólks Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 7. október 2020 15:01 Fjármálaráðuneytið Vísir/Vilhelm Ríkissjóður hefur greitt tæpa 9,4 milljarða króna vegna launakostnaðar starfsmanna á uppsagnafresti hjá 312 fyrirtækjum. Stuðningurinn hækkar um 1,4 milljarða milli mánaða og 40 fyrirtæki bætast við. Upplýsingarnar koma fram hjá Ríkisskattstjóra en hann birtir aðeins fjölda launamanna í þeim tilvikum þar sem 20 eða fleiri eru á uppsagnafresti hjá fyrirtæki. Af 312 fyrirtækjum eru 63 sem hafa 20 eða fleiri á uppsagnafresti en alls eru það tæplega 6.000 starfsmenn. Ekki kemur fram hver fjöldi starfsmanna á uppsagnafresti er hjá 249 fyrirtækjum. Langflest fyrirtækin tengjast ferðaþjónustu með einum eða öðrum hætti. Icelandair hefur fengið langmesta stuðninginn eða tæpa 3 milljarða króna vegna um 1900 starfsmanna. Bláa lónið kemur næst með 570 milljónir króna vegna 545 starfsmanna. Flugleiðahótel eru með þriðja stærsta stuðninginn með 562 milljónir króna vegna 480 starfsmanna og um 470 starfsmenn Íslandshótels hafa fengið um 560 milljónir í uppsagnastyrki. Miðbæjarhótel eru svo með fimmta hæsta styrkinn eða um 243 milljónir króna vegna 226 starfsmanna. Ef rýnt er í listann af handahófi sést að Hópferðafyrirtækið Allra handa eða Grey Line hefur fengið 184 milljónir króna. Rammagerðin hefur fengið 44,7 milljónir króna. Upplifunarfyrirtækið Sena hefur fengið 33,6 milljónir króna. Fyrirtækið Joe Iceland eða Joe and the Juice 12 milljónir og Bæklingadreifing eina milljón króna. Í lögum um stuðning úr ríkissjóði vegna greiðslu hluta launakostnaðar fyrirtækja á uppsagnafresti starfsfólks sem tóku gildi í júní á þessu ári kemur fram að stuðningur ríkisins geti að hámarki verið 85% af launakostnaði launamanns á uppsagnafresti þó að hámarki 633.000 á mánuði. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Tengdar fréttir Ríkissjóður hefur greitt átta milljarða í laun starfsmanna á uppsagnarfresti Ríkissjóður hefur þegar greitt tæpa átta milljarða króna vegna launakostnaðar starfsmanna á uppsagnafresti hjá fyrirtækjum tengd ferðaþjónustu síðustu mánuði. 14. september 2020 19:30 Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Ríkissjóður hefur greitt tæpa 9,4 milljarða króna vegna launakostnaðar starfsmanna á uppsagnafresti hjá 312 fyrirtækjum. Stuðningurinn hækkar um 1,4 milljarða milli mánaða og 40 fyrirtæki bætast við. Upplýsingarnar koma fram hjá Ríkisskattstjóra en hann birtir aðeins fjölda launamanna í þeim tilvikum þar sem 20 eða fleiri eru á uppsagnafresti hjá fyrirtæki. Af 312 fyrirtækjum eru 63 sem hafa 20 eða fleiri á uppsagnafresti en alls eru það tæplega 6.000 starfsmenn. Ekki kemur fram hver fjöldi starfsmanna á uppsagnafresti er hjá 249 fyrirtækjum. Langflest fyrirtækin tengjast ferðaþjónustu með einum eða öðrum hætti. Icelandair hefur fengið langmesta stuðninginn eða tæpa 3 milljarða króna vegna um 1900 starfsmanna. Bláa lónið kemur næst með 570 milljónir króna vegna 545 starfsmanna. Flugleiðahótel eru með þriðja stærsta stuðninginn með 562 milljónir króna vegna 480 starfsmanna og um 470 starfsmenn Íslandshótels hafa fengið um 560 milljónir í uppsagnastyrki. Miðbæjarhótel eru svo með fimmta hæsta styrkinn eða um 243 milljónir króna vegna 226 starfsmanna. Ef rýnt er í listann af handahófi sést að Hópferðafyrirtækið Allra handa eða Grey Line hefur fengið 184 milljónir króna. Rammagerðin hefur fengið 44,7 milljónir króna. Upplifunarfyrirtækið Sena hefur fengið 33,6 milljónir króna. Fyrirtækið Joe Iceland eða Joe and the Juice 12 milljónir og Bæklingadreifing eina milljón króna. Í lögum um stuðning úr ríkissjóði vegna greiðslu hluta launakostnaðar fyrirtækja á uppsagnafresti starfsfólks sem tóku gildi í júní á þessu ári kemur fram að stuðningur ríkisins geti að hámarki verið 85% af launakostnaði launamanns á uppsagnafresti þó að hámarki 633.000 á mánuði.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Tengdar fréttir Ríkissjóður hefur greitt átta milljarða í laun starfsmanna á uppsagnarfresti Ríkissjóður hefur þegar greitt tæpa átta milljarða króna vegna launakostnaðar starfsmanna á uppsagnafresti hjá fyrirtækjum tengd ferðaþjónustu síðustu mánuði. 14. september 2020 19:30 Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Ríkissjóður hefur greitt átta milljarða í laun starfsmanna á uppsagnarfresti Ríkissjóður hefur þegar greitt tæpa átta milljarða króna vegna launakostnaðar starfsmanna á uppsagnafresti hjá fyrirtækjum tengd ferðaþjónustu síðustu mánuði. 14. september 2020 19:30