Icelandair selur þrjár þotur fyrir 2,9 milljarða Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. október 2020 22:26 Flugvélar Icelandair við Leifsstöð. Vísir/Vilhelm Icelandair hefur náð samkomulagi um sölu á þremur Boeing 757-200 flugvélum félagsins fyrir alls um 2,9 milljarða íslenskra króna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flugfélaginu nú á ellefta tímanum. Þar segir jafnframt að stefnt sé að því að ganga endanlega frá samningum um söluna á næstu vikum. Tvær vélanna voru framleiddar árið 1994 og ein árið 2000. Eftir afhendingu verður vélunum breytt úr farþegaflugvélum yfir í fraktvélar. Ekki kemur fram í tilkynningu hver kaupandi vélanna er. Salan er í samræmi við áætlun Icelandair um að fækka Boeing 757 vélum í flugflota félagsins á næstu árum. Söluverð flugvélanna þriggja er um 21 milljón Bandaríkjadala, eða um 2,9 milljarðar króna á núverandi gengi, líkt og áður segir. Fram kemur í tilkynningu að þetta sé á bilinu tvær til þrjár milljónir dala yfir bókfærðu virði flugvélanna. Haft er eftir Boga Nils Bogasyni forstjóra Icelandair í tilkynningu að salan sé jákvætt skref fyrir félagið nú þegar flugrekstur sé í lágmarki. Sala vélanna sýni að enn felist mikil verðmæti í Boeing-757 vélum Icelandair. „Þrátt fyrir sölu þriggja véla býr félagið enn yfir öflugum flugflota sem mun nýtast vel þegar ferðatakmörkunum verður aflétt og eftirspurn eftir flugi eykst á ný.“ Icelandair Fréttir af flugi Markaðir Tengdar fréttir 312 fyrirtæki fengið ríkisstuðning vegna uppsagna starfsfólks Ríkissjóður hefur greitt tæpa 9,4 milljarða króna vegna launakostnaðar starfsmanna á uppsagnafresti hjá 312 fyrirtækjum. Stuðningurinn hækkar um 1,4 milljarða milli mánaða og 40 fyrirtæki bætast við. 7. október 2020 15:01 Icelandair kallar eftir fyrirsjánleika vegna næsta árs Forstjóri Icelandair segir erfitt fyrir ferðaþjónustuna almennt að hafa ekki fyrirsjáanleika varðandi fyrirkomulag á landamærum vegna sölu ferða til Íslands á næsta ári. Forsætisráðherra segir margar leiðir til skoðunar. 7. október 2020 11:56 Svipaður fjöldi flaug með Icelandair milli landa og með Air Iceland Connect innanlands Icelandair flaug aðeins með tólf þúsund farþega í september sem er 97 prósenta samdráttur frá sama mánuði í fyrra. Þetta eu heldur færri farþegar en flugu innanlands með dótturfélaginu Air Iceland Connect í september. 6. október 2020 19:20 Mest lesið Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Atvinnulíf Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar Atvinnulíf Ný íbúðabyggð með betri loftgæðum Samstarf Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Viðskipti innlent Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Viðskipti innlent Verðbólga heldur áfram að hjaðna Viðskipti innlent Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Íhuga að sameina lífeyrissjóði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Framkvæmdir Starbucks við Laugaveg langt komnar Arion lækkar vexti Kaupa hótel á tæpa tvo milljarða Bjóða fyrstu freyju 217 þúsund á mánuði og fimm veikindadaga á ári Hreiðar Már ráðinn forstjóri Eikar Hætta við Coda Terminal í Hafnarfirði Minnstu sparisjóðirnir hefja sameiningarviðræður Sjá meira
Icelandair hefur náð samkomulagi um sölu á þremur Boeing 757-200 flugvélum félagsins fyrir alls um 2,9 milljarða íslenskra króna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flugfélaginu nú á ellefta tímanum. Þar segir jafnframt að stefnt sé að því að ganga endanlega frá samningum um söluna á næstu vikum. Tvær vélanna voru framleiddar árið 1994 og ein árið 2000. Eftir afhendingu verður vélunum breytt úr farþegaflugvélum yfir í fraktvélar. Ekki kemur fram í tilkynningu hver kaupandi vélanna er. Salan er í samræmi við áætlun Icelandair um að fækka Boeing 757 vélum í flugflota félagsins á næstu árum. Söluverð flugvélanna þriggja er um 21 milljón Bandaríkjadala, eða um 2,9 milljarðar króna á núverandi gengi, líkt og áður segir. Fram kemur í tilkynningu að þetta sé á bilinu tvær til þrjár milljónir dala yfir bókfærðu virði flugvélanna. Haft er eftir Boga Nils Bogasyni forstjóra Icelandair í tilkynningu að salan sé jákvætt skref fyrir félagið nú þegar flugrekstur sé í lágmarki. Sala vélanna sýni að enn felist mikil verðmæti í Boeing-757 vélum Icelandair. „Þrátt fyrir sölu þriggja véla býr félagið enn yfir öflugum flugflota sem mun nýtast vel þegar ferðatakmörkunum verður aflétt og eftirspurn eftir flugi eykst á ný.“
Icelandair Fréttir af flugi Markaðir Tengdar fréttir 312 fyrirtæki fengið ríkisstuðning vegna uppsagna starfsfólks Ríkissjóður hefur greitt tæpa 9,4 milljarða króna vegna launakostnaðar starfsmanna á uppsagnafresti hjá 312 fyrirtækjum. Stuðningurinn hækkar um 1,4 milljarða milli mánaða og 40 fyrirtæki bætast við. 7. október 2020 15:01 Icelandair kallar eftir fyrirsjánleika vegna næsta árs Forstjóri Icelandair segir erfitt fyrir ferðaþjónustuna almennt að hafa ekki fyrirsjáanleika varðandi fyrirkomulag á landamærum vegna sölu ferða til Íslands á næsta ári. Forsætisráðherra segir margar leiðir til skoðunar. 7. október 2020 11:56 Svipaður fjöldi flaug með Icelandair milli landa og með Air Iceland Connect innanlands Icelandair flaug aðeins með tólf þúsund farþega í september sem er 97 prósenta samdráttur frá sama mánuði í fyrra. Þetta eu heldur færri farþegar en flugu innanlands með dótturfélaginu Air Iceland Connect í september. 6. október 2020 19:20 Mest lesið Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Atvinnulíf Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar Atvinnulíf Ný íbúðabyggð með betri loftgæðum Samstarf Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Viðskipti innlent Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Viðskipti innlent Verðbólga heldur áfram að hjaðna Viðskipti innlent Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Íhuga að sameina lífeyrissjóði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Framkvæmdir Starbucks við Laugaveg langt komnar Arion lækkar vexti Kaupa hótel á tæpa tvo milljarða Bjóða fyrstu freyju 217 þúsund á mánuði og fimm veikindadaga á ári Hreiðar Már ráðinn forstjóri Eikar Hætta við Coda Terminal í Hafnarfirði Minnstu sparisjóðirnir hefja sameiningarviðræður Sjá meira
312 fyrirtæki fengið ríkisstuðning vegna uppsagna starfsfólks Ríkissjóður hefur greitt tæpa 9,4 milljarða króna vegna launakostnaðar starfsmanna á uppsagnafresti hjá 312 fyrirtækjum. Stuðningurinn hækkar um 1,4 milljarða milli mánaða og 40 fyrirtæki bætast við. 7. október 2020 15:01
Icelandair kallar eftir fyrirsjánleika vegna næsta árs Forstjóri Icelandair segir erfitt fyrir ferðaþjónustuna almennt að hafa ekki fyrirsjáanleika varðandi fyrirkomulag á landamærum vegna sölu ferða til Íslands á næsta ári. Forsætisráðherra segir margar leiðir til skoðunar. 7. október 2020 11:56
Svipaður fjöldi flaug með Icelandair milli landa og með Air Iceland Connect innanlands Icelandair flaug aðeins með tólf þúsund farþega í september sem er 97 prósenta samdráttur frá sama mánuði í fyrra. Þetta eu heldur færri farþegar en flugu innanlands með dótturfélaginu Air Iceland Connect í september. 6. október 2020 19:20