Nýi leikmaður Manchester United sagður þurfa að fara í tveggja vikna sóttkví Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. október 2020 10:30 Edinson Cavani með verðlaun sem hann fékk fyrir að skora sitt tvöhundruðasta mark fyrir Paris Saint-Germain liðið. Getty/Aurelien Meunier Það er eitthvað í það að Úrúgvæmaðurinn Edinson Cavani spili sinn fyrsta leik með liði Manchester United. Edinson Cavani samdi við Manchester United rétt fyrir lok leikmannagluggans en hann kemur til enska úrvalsdeildarliðsins á frjálsri sölu þar sem samningur hans við Paris Saint-Germain var runninn út. Edinson Cavani hefur verið berskjaldaður fyrir kórónuveirunni þar sem hann hefur ekki verið innan sóttvarnarbubblu íþróttaliðs síðan hann yfirgaf herbúðir Paris Saint-Germain í júní. Manchester United may be waiting for Edinson Cavani for a little longer...His debut is likely to be delayed by Covid-19 regulations.More: https://t.co/eAtYt3Cyxd pic.twitter.com/jQ7pJiVza6— BBC Sport (@BBCSport) October 7, 2020 Þetta þýðir að þegar Edinson Cavani lendir í Manchester á sunnudaginn þá bíður hans væntanlega fjórtán daga sóttkví. Manchester United mun þó leita eftir nánari útskýringa um hvernig þessu verður háttað en þeir gætu bent á íslensku leiðina og sent hann í tvö kórónuveirupróf með fimm daga millibili. Manchester United spilar sinn fyrsta leik eftir landsleikjahlé á móti Newcastle 17. október næstkomandi. United hefði þegið það að geta notað Edinson Cavani í þeim leik þar sem Anthony Martial tekur út leikbann í þessum leik á St James' Park. Edinson Cavani má auðvitað ekki æfa með nýju liðsfélögunum sínum á meðan hann klárar sóttkví og missir væntanlega líka af Meistaradeildarleik á móti sínu gamla félagi Paris Saint-Germain sem verður spilaður 20. október. Edinson Cavani has become Man United's new No. 7.They've had some pretty special ones in the past pic.twitter.com/iWCGwREfBT— ESPN UK (@ESPNUK) October 6, 2020 Cavani verður ekki fyrsti fótboltamaðurinn til að fara í svona sóttkví. Enski landsliðsfyrirliðinn Harry Kane þurfti að fara í fjórtán daga sóttkví í ágúst eftir að hafa komið heim úr fríi frá Barbados. Það verður fróðlegt að sjá hvernig Edinson Cavani spjarar sig hjá Manchester United en þessi 33 ára gamli framherji skoraði 200 mörk í 301 leik í öllum keppnum með Paris Saint-Germain frá 2013 til 2020 og þar áður 104 mörk í 138 leikjum á þremur árum með Napoli. Enski boltinn Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Leik lokið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Enski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Leik lokið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Sjá meira
Það er eitthvað í það að Úrúgvæmaðurinn Edinson Cavani spili sinn fyrsta leik með liði Manchester United. Edinson Cavani samdi við Manchester United rétt fyrir lok leikmannagluggans en hann kemur til enska úrvalsdeildarliðsins á frjálsri sölu þar sem samningur hans við Paris Saint-Germain var runninn út. Edinson Cavani hefur verið berskjaldaður fyrir kórónuveirunni þar sem hann hefur ekki verið innan sóttvarnarbubblu íþróttaliðs síðan hann yfirgaf herbúðir Paris Saint-Germain í júní. Manchester United may be waiting for Edinson Cavani for a little longer...His debut is likely to be delayed by Covid-19 regulations.More: https://t.co/eAtYt3Cyxd pic.twitter.com/jQ7pJiVza6— BBC Sport (@BBCSport) October 7, 2020 Þetta þýðir að þegar Edinson Cavani lendir í Manchester á sunnudaginn þá bíður hans væntanlega fjórtán daga sóttkví. Manchester United mun þó leita eftir nánari útskýringa um hvernig þessu verður háttað en þeir gætu bent á íslensku leiðina og sent hann í tvö kórónuveirupróf með fimm daga millibili. Manchester United spilar sinn fyrsta leik eftir landsleikjahlé á móti Newcastle 17. október næstkomandi. United hefði þegið það að geta notað Edinson Cavani í þeim leik þar sem Anthony Martial tekur út leikbann í þessum leik á St James' Park. Edinson Cavani má auðvitað ekki æfa með nýju liðsfélögunum sínum á meðan hann klárar sóttkví og missir væntanlega líka af Meistaradeildarleik á móti sínu gamla félagi Paris Saint-Germain sem verður spilaður 20. október. Edinson Cavani has become Man United's new No. 7.They've had some pretty special ones in the past pic.twitter.com/iWCGwREfBT— ESPN UK (@ESPNUK) October 6, 2020 Cavani verður ekki fyrsti fótboltamaðurinn til að fara í svona sóttkví. Enski landsliðsfyrirliðinn Harry Kane þurfti að fara í fjórtán daga sóttkví í ágúst eftir að hafa komið heim úr fríi frá Barbados. Það verður fróðlegt að sjá hvernig Edinson Cavani spjarar sig hjá Manchester United en þessi 33 ára gamli framherji skoraði 200 mörk í 301 leik í öllum keppnum með Paris Saint-Germain frá 2013 til 2020 og þar áður 104 mörk í 138 leikjum á þremur árum með Napoli.
Enski boltinn Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Leik lokið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Enski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Leik lokið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Sjá meira