Fullyrt að óeining sé á stjórnarheimilinu vegna sóttvarnaaðgerða Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. október 2020 07:28 Ríkisstjórnin á ríkisráðsfundi á Bessastöðum í lok september. Vísir/Vilhelm Fullyrt er í forsíðufrétt Fréttablaðsins í dag að óeining sé innan stjórnarmeirihlutans um sóttvarnaaðgerðir heilbrigðisráðherra. Það sé ekki síst í kjölfar síðustu auglýsinga ráðherrans um og eftir helgina, fyrst þegar hertar samkomutakmarkanir tóku gildi á landinu öllu á mánudag og svo í gær þegar enn hertari reglur tóku gildi á höfuðborgarsvæðinu. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að þrír ráðherrar Sjálfstæðisflokksins hafi verið í hópi efasemdamanna, þau Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra. Ráðherrar Vinstri grænna og Framsóknarflokks standi aftur á móti sem einn maður að baki heilbrigðisráðherra. Heimildir Fréttablaðsins herma einnig að allra síðustu daga hafi dregið úr óeiningunni vegna þess á hve miklu skriði kórónuveirufaraldurinn er hér innanlands, en síðustu tvo daga hafa tæplega 200 manns greinst með veiruna. Það hafi hins vegar vakið furðu bæði ráðherra og þingmanna Sjálfstæðisflokksins að heilbrigðisráðherra samþykkti nýjar tillögur sóttvarnalæknis um hertar samkomutakmarkanir á höfuðborgarsvæðinu án þess að ræða þær fyrst í ríkisstjórn líkt og venja hefur verið fyrir. Á meðal þeirra þingmanna Sjálfstæðisflokksins sem hafa tjáð efasemdir sínar opinberlega eru Sigríður Á. Andersen og Brynjar Níelsson. Brynjar lýsti nú síðast í gær á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar verulegum efasemdum um lögmæti smitrakningar í faraldrinum og vísaði þá til þess að greiðslukortafærslur hefðu verið nýttar við smitrakningu í nokkrum tilvikum. Samkvæmt frétt Fréttablaðsins eru þó fleiri þingmenn Sjálfstæðisflokksins óánægðir en aðeins þeir sem hafa gagnrýnt sóttvarnaaðgerðirnar opinberlega. Þannig hafi margir í þingliðinu áhyggjur af því að of langt sé gengið í því að leyfa sérfræðingum að ráða ferðinni og að meðalhófs sé ekki gætt við útfærslu einstakra aðgerða. Þá séu einnig miklar áhyggjur af því að ekki sé nægilegt tillit tekið til bæði efnahagslegra og félagslegra afleiðinga aðgerðanna. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Fullyrt er í forsíðufrétt Fréttablaðsins í dag að óeining sé innan stjórnarmeirihlutans um sóttvarnaaðgerðir heilbrigðisráðherra. Það sé ekki síst í kjölfar síðustu auglýsinga ráðherrans um og eftir helgina, fyrst þegar hertar samkomutakmarkanir tóku gildi á landinu öllu á mánudag og svo í gær þegar enn hertari reglur tóku gildi á höfuðborgarsvæðinu. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að þrír ráðherrar Sjálfstæðisflokksins hafi verið í hópi efasemdamanna, þau Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra. Ráðherrar Vinstri grænna og Framsóknarflokks standi aftur á móti sem einn maður að baki heilbrigðisráðherra. Heimildir Fréttablaðsins herma einnig að allra síðustu daga hafi dregið úr óeiningunni vegna þess á hve miklu skriði kórónuveirufaraldurinn er hér innanlands, en síðustu tvo daga hafa tæplega 200 manns greinst með veiruna. Það hafi hins vegar vakið furðu bæði ráðherra og þingmanna Sjálfstæðisflokksins að heilbrigðisráðherra samþykkti nýjar tillögur sóttvarnalæknis um hertar samkomutakmarkanir á höfuðborgarsvæðinu án þess að ræða þær fyrst í ríkisstjórn líkt og venja hefur verið fyrir. Á meðal þeirra þingmanna Sjálfstæðisflokksins sem hafa tjáð efasemdir sínar opinberlega eru Sigríður Á. Andersen og Brynjar Níelsson. Brynjar lýsti nú síðast í gær á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar verulegum efasemdum um lögmæti smitrakningar í faraldrinum og vísaði þá til þess að greiðslukortafærslur hefðu verið nýttar við smitrakningu í nokkrum tilvikum. Samkvæmt frétt Fréttablaðsins eru þó fleiri þingmenn Sjálfstæðisflokksins óánægðir en aðeins þeir sem hafa gagnrýnt sóttvarnaaðgerðirnar opinberlega. Þannig hafi margir í þingliðinu áhyggjur af því að of langt sé gengið í því að leyfa sérfræðingum að ráða ferðinni og að meðalhófs sé ekki gætt við útfærslu einstakra aðgerða. Þá séu einnig miklar áhyggjur af því að ekki sé nægilegt tillit tekið til bæði efnahagslegra og félagslegra afleiðinga aðgerðanna.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent