Fjórar Boeing 757 þotur Icelandair sendar í niðurrif á næstu vikum Kristján Már Unnarsson skrifar 8. október 2020 10:08 Fyrstu Boeing 757 þotunni var flogið frá Keflavíkurflugvelli nú fyrir hádegi vestur til Bandaríkjanna þar sem hún verður rifin. Visir/Vilhelm Gunnarsson. Icelandair hefur ákveðið að senda fjórar af Boeing 757 þotum sínum í niðurrif á næstu vikum. Var fyrstu vélinni flogið frá Keflavíkurflugvelli nú fyrir hádegi til Kansas í Bandaríkjunum í þessu skyni. „Tvær vélar fara til samstarfsaðila okkar í Kansas City þar sem ákveðið hefur verið að rífa þær. Íhlutir úr þeim verða notaðir í okkar rekstur, ásamt því að töluverður markaður er fyrir þá. Auk þess mun starfsfólk okkar í skýlinu í Keflavík sjá um niðurrif á tveimur vélum til viðbótar á næstu vikum,“ segir Sigrún Össurardóttir, staðgengill upplýsingafulltrúa Icelandair, í svari við fyrirspurn fréttastofu. Fyrsta vélin til að hljóta þessi örlög er TF-ISL, Öræfajökull. Hélt hún í loftið frá Keflavík um hálftíuleytið í morgun og er áætlað að hún lendi í Kansas um klukkan 16 að íslenskum tíma. Samkvæmt vefsíðunni Plainspotters er hún tæplega 29 ára gömul, var afhent American Airlines í janúar 1992 en Icelandair fékk vélina í mars 2012. Flugvélin TF-ISL, Öræfajökull, við flugstöð Leifs Eiríkssonar í október í fyrra. Henni var flogið af landi brott í morgun til niðurrifs í Bandaríkjunum.Stöð 2/Arnar Halldórsson. „Þegar kemur að því að fækka vélum í flotanum, eins og Icelandair þarf að gera, eru margar leiðir til að hámarka virði þeirra. Niðurrif var besta leiðin fyrir þessar vélar, enda eru töluverð verðmæti í ýmsum íhlutum sem bæði geta nýst til rekstrar annarra véla Icelandair sem og til sölu. Mjög hátt hlutfall vélanna er endurunnið eða endurnýtt með einhverjum hætti. Eftir sem áður er félagið með stóran flota til að þjóna þeim verkefnum sem upp kunna að koma og við búum yfir miklum sveigjanleika í flotamálum,“ segir Sigrún. Þá er stefnt að því að fljúga 9 vélum til Roswell í New Mexico í geymslu fyrir veturinn, að sögn Sigrúnar. Í frétt Stöðvar 2 fyrr á árinu kom fram að meðalaldur Boeing 757 véla Icelandair væri orðinn 24 ár. Elsta vélin er 31 árs, árgerð 1989: Í fyrrahaust var Boeing 737 MAX-þotum Icelandair flogið til vetrargeymslu á Spáni: Icelandair Boeing Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Tengdar fréttir Icelandair selur þrjár þotur fyrir 2,9 milljarða Icelandair hefur náð samkomulagi um sölu á þremur Boeing 757-200 flugvélum félagsins fyrir alls um 2,9 milljarða íslenskra króna. 7. október 2020 22:26 Þrítugar 757-þotur þurfa að endast lengur hjá Icelandair Icelandair gerir ekki ráð fyrir að MAX-þoturnar nýtist félaginu næsta sumar og neyðist því til að halda elstu Boeing 757-þotum sínum enn lengur í rekstri en meðalaldur þeirra hjá félaginu er orðinn 24 ár. 22. janúar 2020 21:36 Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Vatnsbúskapurinn fer batnandi Viðskipti innlent Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Fleiri fréttir Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Sjá meira
Icelandair hefur ákveðið að senda fjórar af Boeing 757 þotum sínum í niðurrif á næstu vikum. Var fyrstu vélinni flogið frá Keflavíkurflugvelli nú fyrir hádegi til Kansas í Bandaríkjunum í þessu skyni. „Tvær vélar fara til samstarfsaðila okkar í Kansas City þar sem ákveðið hefur verið að rífa þær. Íhlutir úr þeim verða notaðir í okkar rekstur, ásamt því að töluverður markaður er fyrir þá. Auk þess mun starfsfólk okkar í skýlinu í Keflavík sjá um niðurrif á tveimur vélum til viðbótar á næstu vikum,“ segir Sigrún Össurardóttir, staðgengill upplýsingafulltrúa Icelandair, í svari við fyrirspurn fréttastofu. Fyrsta vélin til að hljóta þessi örlög er TF-ISL, Öræfajökull. Hélt hún í loftið frá Keflavík um hálftíuleytið í morgun og er áætlað að hún lendi í Kansas um klukkan 16 að íslenskum tíma. Samkvæmt vefsíðunni Plainspotters er hún tæplega 29 ára gömul, var afhent American Airlines í janúar 1992 en Icelandair fékk vélina í mars 2012. Flugvélin TF-ISL, Öræfajökull, við flugstöð Leifs Eiríkssonar í október í fyrra. Henni var flogið af landi brott í morgun til niðurrifs í Bandaríkjunum.Stöð 2/Arnar Halldórsson. „Þegar kemur að því að fækka vélum í flotanum, eins og Icelandair þarf að gera, eru margar leiðir til að hámarka virði þeirra. Niðurrif var besta leiðin fyrir þessar vélar, enda eru töluverð verðmæti í ýmsum íhlutum sem bæði geta nýst til rekstrar annarra véla Icelandair sem og til sölu. Mjög hátt hlutfall vélanna er endurunnið eða endurnýtt með einhverjum hætti. Eftir sem áður er félagið með stóran flota til að þjóna þeim verkefnum sem upp kunna að koma og við búum yfir miklum sveigjanleika í flotamálum,“ segir Sigrún. Þá er stefnt að því að fljúga 9 vélum til Roswell í New Mexico í geymslu fyrir veturinn, að sögn Sigrúnar. Í frétt Stöðvar 2 fyrr á árinu kom fram að meðalaldur Boeing 757 véla Icelandair væri orðinn 24 ár. Elsta vélin er 31 árs, árgerð 1989: Í fyrrahaust var Boeing 737 MAX-þotum Icelandair flogið til vetrargeymslu á Spáni:
Icelandair Boeing Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Tengdar fréttir Icelandair selur þrjár þotur fyrir 2,9 milljarða Icelandair hefur náð samkomulagi um sölu á þremur Boeing 757-200 flugvélum félagsins fyrir alls um 2,9 milljarða íslenskra króna. 7. október 2020 22:26 Þrítugar 757-þotur þurfa að endast lengur hjá Icelandair Icelandair gerir ekki ráð fyrir að MAX-þoturnar nýtist félaginu næsta sumar og neyðist því til að halda elstu Boeing 757-þotum sínum enn lengur í rekstri en meðalaldur þeirra hjá félaginu er orðinn 24 ár. 22. janúar 2020 21:36 Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Vatnsbúskapurinn fer batnandi Viðskipti innlent Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Fleiri fréttir Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Sjá meira
Icelandair selur þrjár þotur fyrir 2,9 milljarða Icelandair hefur náð samkomulagi um sölu á þremur Boeing 757-200 flugvélum félagsins fyrir alls um 2,9 milljarða íslenskra króna. 7. október 2020 22:26
Þrítugar 757-þotur þurfa að endast lengur hjá Icelandair Icelandair gerir ekki ráð fyrir að MAX-þoturnar nýtist félaginu næsta sumar og neyðist því til að halda elstu Boeing 757-þotum sínum enn lengur í rekstri en meðalaldur þeirra hjá félaginu er orðinn 24 ár. 22. janúar 2020 21:36