Grunnatriðin sem Þórólfur vill að allir hafi í huga Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. október 2020 13:01 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að mikilvægt sé að landsmenn allir hafi það í huga hvernig kórónuveiran smitist á milli manna og hvernig best sé að sporna við hverri dreifileið. Það sé mikilvægara en að hugsa stöðugt um hvaða athafnir séu leyfðar og hverjar ekki leyfðar samkvæmt reglugerðum. Fjöldi smita hefur vaxið undanfarna daga en í gær greindust níutíu og fjórir með kórónuveiruna innanlands í gær. Nú eru 4.345 í sóttkví og fjölgar um þrjú hundruð á milli daga. Þá eru 846 á landinu öllu í einangrun með veiruna. Á daglegum upplýsingafundi sagði Þórólfur þetta vera áhyggjuefni. Sambærilegar eða hærri tölur næstu daga myndu skila sér í fleiri innlögnum á spítala, sem gæti leitt til þess að álag á spítölum gæti aukist mjög. Á fundinum fór Þórólfur því yfir nokkur grunnatriði sem hann sagði alla landsmenn þurfa að hafa í huga. „Við þurfum enn og aftur að minnast á það og ítreka það hvernig þessi veira smitast á milli. Það er það sem allir þurfa að hugsa um og hafa í huga. Veiran hún smitast á milli einstaklinga með dropasmiti, snertismiti eða úðasmiti,“ sagði Þórólfur áður en hann útskýrði hverja og eina smitleið, líkt og sjá má í myndbandinu hér að neðan. „Til þess að forðast dropasmit þurfum við að forðast nánd við aðra, sérstaklega veika einstaklinga, sem mest. Þá þurfum við að hafa í huga þessa nándarreglu, einn til tveir metrar. Hér geta andlitsgrímur hjálpað í ákveðnum aðstæðum eins og við höfum talað um. Einnig þurfa ákveðnir aðilar að hafa í huga hvernig þeir hnerra og hvernig þeir hósta til að vernda aðra aðila sem mest. Snertismit, það þarf að muna að þvo og spritta hendur, hreinsa sameiginlega snertifleti og í vissum aðstæðum að nota hanska. Nú úðasmit, að forðast illa loftræsta staði og nota grímur eins og við höfum talað um áður.“ Þarf ekki marga til að koma af stað faraldri Mikilvægt væri að hafa þessi atriði í huga, í stað þess að hugsa stöðugt um hvað mætti og hvað mætti ekki. Þetta segði hann þar sem nokkuð hafi borið á því einstaklingar hafi verið að leita sér leiða til að komast hjá því að taka þátt í ýmsum aðgerðum. Yfirvöldum hafi til að mynda borist til eyrna að verið væri að færa líkamsrækt innan úr húsum og út til þess að fara eftir reglugerð um sóttvarnir. Einnig hafi einhverjir verið að skilgreina sína starfsemi á annan hátt þannig að reglugerðin nái ekki yfir það. „Þetta er mjög leitt að heyra og þetta mun ekki hjálpa okkur í baráttunni gegn veirunni. Ég bið alla um að hafa þessi grunnprinnsupp í heðri og hafa þau í huga þannig að við getum lágmarkað alla smithættu á milli einstaklinga.“ Ítrekaði Þórólfur þó að flestir færu eftir þessum grunnatriðum sem hann nefndi. „Það getur verið nóg að það séu fáir sem eru að gera það ekki og þá getum við sett af stað faraldur. Ég vil þakka þeim sérstaklega sem hafa farið eftir þessum grunnprinnsippum skýrt og skilmerkilega.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Munum yfirkeyra spítalana ef faraldurinn fer úr böndunum Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist vona að fjöldi smita sem mælist á hverjum degi fari ekki mikið upp á við á næstu dögum og vikum. 8. október 2020 11:42 Svona var 122. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar klukkan 11:00 í dag í Katrínartúni 2. 8. október 2020 10:37 Búist við að tölur um fjölda smita verði háar næstu daga Sóttvarnalæknir og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra ítreka tilmæli sín vegna aukins fjölda kórónuveirusmita. 8. október 2020 09:48 Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Heilsu páfans hrakar skyndilega Erlent Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Innlent Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Erlent Fleiri fréttir Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að mikilvægt sé að landsmenn allir hafi það í huga hvernig kórónuveiran smitist á milli manna og hvernig best sé að sporna við hverri dreifileið. Það sé mikilvægara en að hugsa stöðugt um hvaða athafnir séu leyfðar og hverjar ekki leyfðar samkvæmt reglugerðum. Fjöldi smita hefur vaxið undanfarna daga en í gær greindust níutíu og fjórir með kórónuveiruna innanlands í gær. Nú eru 4.345 í sóttkví og fjölgar um þrjú hundruð á milli daga. Þá eru 846 á landinu öllu í einangrun með veiruna. Á daglegum upplýsingafundi sagði Þórólfur þetta vera áhyggjuefni. Sambærilegar eða hærri tölur næstu daga myndu skila sér í fleiri innlögnum á spítala, sem gæti leitt til þess að álag á spítölum gæti aukist mjög. Á fundinum fór Þórólfur því yfir nokkur grunnatriði sem hann sagði alla landsmenn þurfa að hafa í huga. „Við þurfum enn og aftur að minnast á það og ítreka það hvernig þessi veira smitast á milli. Það er það sem allir þurfa að hugsa um og hafa í huga. Veiran hún smitast á milli einstaklinga með dropasmiti, snertismiti eða úðasmiti,“ sagði Þórólfur áður en hann útskýrði hverja og eina smitleið, líkt og sjá má í myndbandinu hér að neðan. „Til þess að forðast dropasmit þurfum við að forðast nánd við aðra, sérstaklega veika einstaklinga, sem mest. Þá þurfum við að hafa í huga þessa nándarreglu, einn til tveir metrar. Hér geta andlitsgrímur hjálpað í ákveðnum aðstæðum eins og við höfum talað um. Einnig þurfa ákveðnir aðilar að hafa í huga hvernig þeir hnerra og hvernig þeir hósta til að vernda aðra aðila sem mest. Snertismit, það þarf að muna að þvo og spritta hendur, hreinsa sameiginlega snertifleti og í vissum aðstæðum að nota hanska. Nú úðasmit, að forðast illa loftræsta staði og nota grímur eins og við höfum talað um áður.“ Þarf ekki marga til að koma af stað faraldri Mikilvægt væri að hafa þessi atriði í huga, í stað þess að hugsa stöðugt um hvað mætti og hvað mætti ekki. Þetta segði hann þar sem nokkuð hafi borið á því einstaklingar hafi verið að leita sér leiða til að komast hjá því að taka þátt í ýmsum aðgerðum. Yfirvöldum hafi til að mynda borist til eyrna að verið væri að færa líkamsrækt innan úr húsum og út til þess að fara eftir reglugerð um sóttvarnir. Einnig hafi einhverjir verið að skilgreina sína starfsemi á annan hátt þannig að reglugerðin nái ekki yfir það. „Þetta er mjög leitt að heyra og þetta mun ekki hjálpa okkur í baráttunni gegn veirunni. Ég bið alla um að hafa þessi grunnprinnsupp í heðri og hafa þau í huga þannig að við getum lágmarkað alla smithættu á milli einstaklinga.“ Ítrekaði Þórólfur þó að flestir færu eftir þessum grunnatriðum sem hann nefndi. „Það getur verið nóg að það séu fáir sem eru að gera það ekki og þá getum við sett af stað faraldur. Ég vil þakka þeim sérstaklega sem hafa farið eftir þessum grunnprinnsippum skýrt og skilmerkilega.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Munum yfirkeyra spítalana ef faraldurinn fer úr böndunum Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist vona að fjöldi smita sem mælist á hverjum degi fari ekki mikið upp á við á næstu dögum og vikum. 8. október 2020 11:42 Svona var 122. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar klukkan 11:00 í dag í Katrínartúni 2. 8. október 2020 10:37 Búist við að tölur um fjölda smita verði háar næstu daga Sóttvarnalæknir og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra ítreka tilmæli sín vegna aukins fjölda kórónuveirusmita. 8. október 2020 09:48 Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Heilsu páfans hrakar skyndilega Erlent Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Innlent Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Erlent Fleiri fréttir Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Sjá meira
Munum yfirkeyra spítalana ef faraldurinn fer úr böndunum Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist vona að fjöldi smita sem mælist á hverjum degi fari ekki mikið upp á við á næstu dögum og vikum. 8. október 2020 11:42
Svona var 122. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar klukkan 11:00 í dag í Katrínartúni 2. 8. október 2020 10:37
Búist við að tölur um fjölda smita verði háar næstu daga Sóttvarnalæknir og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra ítreka tilmæli sín vegna aukins fjölda kórónuveirusmita. 8. október 2020 09:48