Sekt vegna ummæla í hlaðvarpi: Brenni Laugardalinn ef hann fær ekki tveggja leikja bann Sindri Sverrisson skrifar 8. október 2020 15:03 Mikael Nikulásson er þjálfari Njarðvíkur sem og spekingur í hlaðvarpsþættinum vinsæla Dr. Football. vísir/skjáskot Mikael Nikulásson, þjálfari Njarðvíkur, rýrði álit almennings á fótbolta og starfi knattspyrnuhreyfingarinnar með ummælum í hlaðvarpsþætti. Knattspyrnudeild Njarðvíkur var því sektuð um 50 þúsund krónur. Þetta er niðurstaða aga- og úrskurðanefndar KSÍ sem birti úrskurð sinn í dag. Nefndin fékk málið í hendurnar eftir að Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, vísaði ummælunum til hennar. Mikael er þekktur fyrir að liggja ekki á skoðunum sínum í hlaðvarpsþættinum Dr. Football þar sem hann er fastagestur. Í umræðum um rauða spjaldið sem Beitir Ólafsson, markmaður KR, fékk á dögunum og það hve langt leikbann hann ætti yfir höfði sér sagði Mikael: „Þetta er 100% tveggja leikja bann. [...] Ég mun brenna Laugardalinn persónulega sjálfur ef hann fær ekki tveggja leikja bann, það er bara þannig. Mér er alveg sama, mér er alveg sama, málið er það að Framararnir, ég er náttúrulega gamall Framari, þá bara fer ég með þeim í það. Að sjálfsögðu er þetta tveggja leikja bann.“ Klippa: Tilþrifin - Rauða spjaldið á Beiti Þessi ummæli leiddu til fyrrgreindrar sektar. Formaður knattspyrnudeildar Fram hafði skömmu áður gagnrýnt það að Fred, leikmaður liðsins, skyldi fá tveggja leikja bann eftir rautt spjald í leik gegn Vestra. Það útskýrir vísun Mikaels í Fram. Beitir fékk eins leiks bann en hann var rekinn af velli fyrir að slæma hendi í Ólaf Inga Skúlason, leikmann Fylkis. Aga- og úrskurðanefnd segir að sérhvert aðildarfélag beri ábyrgð á framkomu sinna forráðamanna, og því fær 2. deildarfélag Njarðvíkur sektina. KR var sömuleiðis sektað um 50 þúsund krónur vegna ummæla Rúnars Kristinssonar þjálfara um Ólaf Inga. KSÍ Fótbolti Tengdar fréttir KR sektað um 50 þúsund krónur vegna ummæla Rúnars um Ólaf Inga Ummæli Rúnars Kristinssonar um Ólaf Inga Skúlason kostuðu knattspyrnudeild KR 50 þúsund krónur. 8. október 2020 14:17 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Fleiri fréttir Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
Mikael Nikulásson, þjálfari Njarðvíkur, rýrði álit almennings á fótbolta og starfi knattspyrnuhreyfingarinnar með ummælum í hlaðvarpsþætti. Knattspyrnudeild Njarðvíkur var því sektuð um 50 þúsund krónur. Þetta er niðurstaða aga- og úrskurðanefndar KSÍ sem birti úrskurð sinn í dag. Nefndin fékk málið í hendurnar eftir að Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, vísaði ummælunum til hennar. Mikael er þekktur fyrir að liggja ekki á skoðunum sínum í hlaðvarpsþættinum Dr. Football þar sem hann er fastagestur. Í umræðum um rauða spjaldið sem Beitir Ólafsson, markmaður KR, fékk á dögunum og það hve langt leikbann hann ætti yfir höfði sér sagði Mikael: „Þetta er 100% tveggja leikja bann. [...] Ég mun brenna Laugardalinn persónulega sjálfur ef hann fær ekki tveggja leikja bann, það er bara þannig. Mér er alveg sama, mér er alveg sama, málið er það að Framararnir, ég er náttúrulega gamall Framari, þá bara fer ég með þeim í það. Að sjálfsögðu er þetta tveggja leikja bann.“ Klippa: Tilþrifin - Rauða spjaldið á Beiti Þessi ummæli leiddu til fyrrgreindrar sektar. Formaður knattspyrnudeildar Fram hafði skömmu áður gagnrýnt það að Fred, leikmaður liðsins, skyldi fá tveggja leikja bann eftir rautt spjald í leik gegn Vestra. Það útskýrir vísun Mikaels í Fram. Beitir fékk eins leiks bann en hann var rekinn af velli fyrir að slæma hendi í Ólaf Inga Skúlason, leikmann Fylkis. Aga- og úrskurðanefnd segir að sérhvert aðildarfélag beri ábyrgð á framkomu sinna forráðamanna, og því fær 2. deildarfélag Njarðvíkur sektina. KR var sömuleiðis sektað um 50 þúsund krónur vegna ummæla Rúnars Kristinssonar þjálfara um Ólaf Inga.
KSÍ Fótbolti Tengdar fréttir KR sektað um 50 þúsund krónur vegna ummæla Rúnars um Ólaf Inga Ummæli Rúnars Kristinssonar um Ólaf Inga Skúlason kostuðu knattspyrnudeild KR 50 þúsund krónur. 8. október 2020 14:17 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Fleiri fréttir Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
KR sektað um 50 þúsund krónur vegna ummæla Rúnars um Ólaf Inga Ummæli Rúnars Kristinssonar um Ólaf Inga Skúlason kostuðu knattspyrnudeild KR 50 þúsund krónur. 8. október 2020 14:17