Lýsa yfir „fullkomnu vantrausti“ á Vegagerðina Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. október 2020 23:49 Frá mótmælum Snigla vegna banaslyssins á Kjalarnesi í lok júní. Vísir/vilhelm Stjórn Snigla bifhjólasamtaka lýsir yfir „fullkomnu vantrausti“ til Vegagerðarinnar og forstjóra hennar, Bergþóru Þorkelsdóttur, í kjölfar umfjöllunar fréttaskýringaþáttarins Kveiks um ástand vegakerfis á Íslandi í kvöld. Á meðal þess sem fjallað var um í Kveik var banaslys sem varð á Kjalarnesi í sumar þegar bifhjól og bíll skullu saman. Tvö létust í slysinu og einn slasaðist. Böndin bárust fljótt að malbikinu sem lagt hafði verið á umræddum vegkafla og þótti of sleipt. Nokkrum dögum eftir slysið var lagt nýtt malbik á veginn þar sem slysið varð. Bergþóra sagði í Kveik að brugðist hefði verið við kvörtunum til Vegagerðarinnar vegna vegarins með því að setja upp hálkuviðvörunarmerki. Þá væri það mat Vegagerðarinnar að bæði verktaki og eftirlitsaðili hafi brugðist í málinu. Kveikur hefur jafnframt eftir heimildum sínum að vegfarendur hafi hringt í Vegagerðina strax á laugardeginum fyrir slysið, sem varð á sunnudegi, og varað við hálku á veginum. Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar.Vísir/Sigurjón Sniglar fullyrða í yfirlýsingu sinni nú í kvöld að Vegagerðin hafi ekki brugðist við kvörtunum um að malbikið á umræddum vegkafla væri hættulegt. Þá segja samtökin að Vegagerðin hafi ekki sett upp hálkuviðvörunarmerki fyrir slysið. „Fleiri slys hafa orðið á hringtorgum í borginni sem ítrekað hefur verið kvartað undan. Í dag hafa hálkuskilti verið sett upp við flest ef ekki öll þessi hringtorg í tilraun til að losa Vegagerðina undan ábyrgð í stað þess að malbika upp á nýtt með réttum hætti,“ segir í yfirlýsingu Snigla. „Stjórn Snigla lýsir fullkomnu vantrausti til Vegagerðarinnar og forstjóra Vegagerðarinnar enda ljóst að fyrirheit um betri vinnubrögð eru ekki annað en orðagjálfur. Fyrir hönd okkar félaga getum við ekki fallist á að lífi okkar sé stofnað í hættu vegna vanhæfni.“ Samgöngur Samgönguslys Banaslys á Kjalarnesi 2020 Tengdar fréttir Malbikið á Kjalarnesi stóðst alls ekki kröfur Miklu munaði á að malbik sem lagt var á kafla á Kjalarnesi í sumar stæðist kröfur. Tveir létust á hálu malbikinu í sumar og leiða niðurstöður rannsóknar í ljós að hvorki kröfum um hemlunarviðnám hafi verið fullnægt né kröfum um holrýmd. Kaflinn hefur verið malbikaður upp á nýtt. 6. október 2020 17:09 Malbika kaflann þar sem bifhjólafólkið lést Gert er ráð fyrir umtalsverðum umferðartöfum á Kjalarnesi til klukkan 19:00 í kvöld vegna malbikunarframkvæmda á vegarkafla þar sem tvennt lést í umferðarslysi í síðustu viku. 7. júlí 2020 17:35 Minnast Finns og Jóhönnu með hlýju Finnur Einarsson og Jóhanna S. Sigurðardóttir, parið sem lést í umferðarslysi á Kjalarnesi á sunnudag, voru virkir félagar í HOG Chapter Iceland, samtökum eigenda Harley Davidson-mótorhjóla á Íslandi 2. júlí 2020 07:20 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Stjórn Snigla bifhjólasamtaka lýsir yfir „fullkomnu vantrausti“ til Vegagerðarinnar og forstjóra hennar, Bergþóru Þorkelsdóttur, í kjölfar umfjöllunar fréttaskýringaþáttarins Kveiks um ástand vegakerfis á Íslandi í kvöld. Á meðal þess sem fjallað var um í Kveik var banaslys sem varð á Kjalarnesi í sumar þegar bifhjól og bíll skullu saman. Tvö létust í slysinu og einn slasaðist. Böndin bárust fljótt að malbikinu sem lagt hafði verið á umræddum vegkafla og þótti of sleipt. Nokkrum dögum eftir slysið var lagt nýtt malbik á veginn þar sem slysið varð. Bergþóra sagði í Kveik að brugðist hefði verið við kvörtunum til Vegagerðarinnar vegna vegarins með því að setja upp hálkuviðvörunarmerki. Þá væri það mat Vegagerðarinnar að bæði verktaki og eftirlitsaðili hafi brugðist í málinu. Kveikur hefur jafnframt eftir heimildum sínum að vegfarendur hafi hringt í Vegagerðina strax á laugardeginum fyrir slysið, sem varð á sunnudegi, og varað við hálku á veginum. Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar.Vísir/Sigurjón Sniglar fullyrða í yfirlýsingu sinni nú í kvöld að Vegagerðin hafi ekki brugðist við kvörtunum um að malbikið á umræddum vegkafla væri hættulegt. Þá segja samtökin að Vegagerðin hafi ekki sett upp hálkuviðvörunarmerki fyrir slysið. „Fleiri slys hafa orðið á hringtorgum í borginni sem ítrekað hefur verið kvartað undan. Í dag hafa hálkuskilti verið sett upp við flest ef ekki öll þessi hringtorg í tilraun til að losa Vegagerðina undan ábyrgð í stað þess að malbika upp á nýtt með réttum hætti,“ segir í yfirlýsingu Snigla. „Stjórn Snigla lýsir fullkomnu vantrausti til Vegagerðarinnar og forstjóra Vegagerðarinnar enda ljóst að fyrirheit um betri vinnubrögð eru ekki annað en orðagjálfur. Fyrir hönd okkar félaga getum við ekki fallist á að lífi okkar sé stofnað í hættu vegna vanhæfni.“
Samgöngur Samgönguslys Banaslys á Kjalarnesi 2020 Tengdar fréttir Malbikið á Kjalarnesi stóðst alls ekki kröfur Miklu munaði á að malbik sem lagt var á kafla á Kjalarnesi í sumar stæðist kröfur. Tveir létust á hálu malbikinu í sumar og leiða niðurstöður rannsóknar í ljós að hvorki kröfum um hemlunarviðnám hafi verið fullnægt né kröfum um holrýmd. Kaflinn hefur verið malbikaður upp á nýtt. 6. október 2020 17:09 Malbika kaflann þar sem bifhjólafólkið lést Gert er ráð fyrir umtalsverðum umferðartöfum á Kjalarnesi til klukkan 19:00 í kvöld vegna malbikunarframkvæmda á vegarkafla þar sem tvennt lést í umferðarslysi í síðustu viku. 7. júlí 2020 17:35 Minnast Finns og Jóhönnu með hlýju Finnur Einarsson og Jóhanna S. Sigurðardóttir, parið sem lést í umferðarslysi á Kjalarnesi á sunnudag, voru virkir félagar í HOG Chapter Iceland, samtökum eigenda Harley Davidson-mótorhjóla á Íslandi 2. júlí 2020 07:20 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Malbikið á Kjalarnesi stóðst alls ekki kröfur Miklu munaði á að malbik sem lagt var á kafla á Kjalarnesi í sumar stæðist kröfur. Tveir létust á hálu malbikinu í sumar og leiða niðurstöður rannsóknar í ljós að hvorki kröfum um hemlunarviðnám hafi verið fullnægt né kröfum um holrýmd. Kaflinn hefur verið malbikaður upp á nýtt. 6. október 2020 17:09
Malbika kaflann þar sem bifhjólafólkið lést Gert er ráð fyrir umtalsverðum umferðartöfum á Kjalarnesi til klukkan 19:00 í kvöld vegna malbikunarframkvæmda á vegarkafla þar sem tvennt lést í umferðarslysi í síðustu viku. 7. júlí 2020 17:35
Minnast Finns og Jóhönnu með hlýju Finnur Einarsson og Jóhanna S. Sigurðardóttir, parið sem lést í umferðarslysi á Kjalarnesi á sunnudag, voru virkir félagar í HOG Chapter Iceland, samtökum eigenda Harley Davidson-mótorhjóla á Íslandi 2. júlí 2020 07:20