Kielsen rétt slapp undan vantrausti vegna grásleppu Kristján Már Unnarsson skrifar 9. október 2020 06:45 Kim Kielsen í viðtali við Stöð 2 á fundi forsætisráðherra Norðurlandanna í Hörpu í Reykjavík í fyrra. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Vantrauststillögu gegn Kim Kielsen forsætisráðherra var vísað frá með aðeins eins atkvæðis mun á grænlenska þinginu í Nuuk á ellefta tímanum í gærkvöldi eftir sex stunda snarpar umræður. Kielsen heldur því áfram stöðu sinni sem leiðtogi Grænlands en stjórnarandstaðan hafði lagt fram tillögu um vantraust á Kim vegna svokallaðs grásleppumáls. 14 þingmenn samþykktu frávísunartillöguna, sem Aleqa Hammond, fyrrverandi forsætisráðherra, lagði fram fyrir hönd stjórnarmeirihlutans, en 13 þingmenn greiddu atkvæði gegn henni, samkvæmt frétt Sermitsiaq. Athygli vakti að tveir stjórnarþingmenn Siumut, flokksbræður Kims Kielsens, sátu hjá. Vantrauststillagan sjálf kom því ekki til atkvæða. Kim Kielsen tók á móti Guðna Th. Jóhannessyni í fyrrahaust í heimsókn forseta Íslands til Grænlands. Kim fór þá með Guðna í siglingu um Nuukfjörð.Mynd/Forsetaskrifstofan. Grásleppumálið hefur verið eitt heitasta deilumál grænlenskra stjórnmála eftir að það kom upp í vor. Stjórnvöld ákváðu þá að flytja 204 tonn af óveiddum grásleppukvóta ársins 2019 til ársins 2020. Kim Kielsen átti sjálfur fiskibát sem hann leigði sjómanni til grásleppuveiða. Sjálfstæð lögmannsstofa í Nuuk var fyrst fengin til að rannsaka málið eftir að stjórnarandstaðan krafðist þess að upplýst yrði um þátt Kielsens í ákvörðun um grásleppukvótann en vitað var að hann hefði setið fund um málið. Endurskoðunarnefnd fjallaði einnig um málið og í skýrslu hennar frá 7. september er þáttur Kielsens sagður afar gagnrýnisverður, af því er fram kemur í umfjöllun KNR. Athugasemd: Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar var danska orðið „stenbider " ranglega þýtt sem steinbítur en fiskaheitið steinbider er í dönsku notað yfir grásleppu eða hrognkelsi. Danir nota hins vegar orðið „havkat“ um steinbít. Kim Kielsen í sal grænlenska þingsins í Nuuk.Vísir/EPA. Þrír flokkar mynda bandalag um landsstjórn Grænlands, Siumut, Demokraatit og Nunatta Qitornai, og hafa þeir alls 17 þingmenn. Stjórnarandstaða fjögurra flokka er með 14 þingmenn. Kim Kielsen leiddi áður minnihlutastjórn, sem breyttist í meirihlutastjórn í vor, og nánar má lesa um hér: Grænland Norðurslóðir Danmörk Mest lesið Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Sjá meira
Vantrauststillögu gegn Kim Kielsen forsætisráðherra var vísað frá með aðeins eins atkvæðis mun á grænlenska þinginu í Nuuk á ellefta tímanum í gærkvöldi eftir sex stunda snarpar umræður. Kielsen heldur því áfram stöðu sinni sem leiðtogi Grænlands en stjórnarandstaðan hafði lagt fram tillögu um vantraust á Kim vegna svokallaðs grásleppumáls. 14 þingmenn samþykktu frávísunartillöguna, sem Aleqa Hammond, fyrrverandi forsætisráðherra, lagði fram fyrir hönd stjórnarmeirihlutans, en 13 þingmenn greiddu atkvæði gegn henni, samkvæmt frétt Sermitsiaq. Athygli vakti að tveir stjórnarþingmenn Siumut, flokksbræður Kims Kielsens, sátu hjá. Vantrauststillagan sjálf kom því ekki til atkvæða. Kim Kielsen tók á móti Guðna Th. Jóhannessyni í fyrrahaust í heimsókn forseta Íslands til Grænlands. Kim fór þá með Guðna í siglingu um Nuukfjörð.Mynd/Forsetaskrifstofan. Grásleppumálið hefur verið eitt heitasta deilumál grænlenskra stjórnmála eftir að það kom upp í vor. Stjórnvöld ákváðu þá að flytja 204 tonn af óveiddum grásleppukvóta ársins 2019 til ársins 2020. Kim Kielsen átti sjálfur fiskibát sem hann leigði sjómanni til grásleppuveiða. Sjálfstæð lögmannsstofa í Nuuk var fyrst fengin til að rannsaka málið eftir að stjórnarandstaðan krafðist þess að upplýst yrði um þátt Kielsens í ákvörðun um grásleppukvótann en vitað var að hann hefði setið fund um málið. Endurskoðunarnefnd fjallaði einnig um málið og í skýrslu hennar frá 7. september er þáttur Kielsens sagður afar gagnrýnisverður, af því er fram kemur í umfjöllun KNR. Athugasemd: Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar var danska orðið „stenbider " ranglega þýtt sem steinbítur en fiskaheitið steinbider er í dönsku notað yfir grásleppu eða hrognkelsi. Danir nota hins vegar orðið „havkat“ um steinbít. Kim Kielsen í sal grænlenska þingsins í Nuuk.Vísir/EPA. Þrír flokkar mynda bandalag um landsstjórn Grænlands, Siumut, Demokraatit og Nunatta Qitornai, og hafa þeir alls 17 þingmenn. Stjórnarandstaða fjögurra flokka er með 14 þingmenn. Kim Kielsen leiddi áður minnihlutastjórn, sem breyttist í meirihlutastjórn í vor, og nánar má lesa um hér:
Grænland Norðurslóðir Danmörk Mest lesið Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Sjá meira