Innlent

Dagdvöl Hrafnistu á Sléttuvegi lokað vegna smits

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Frá kórónuveirusýnatöku.
Frá kórónuveirusýnatöku. Vísir/Vilhelm

Dagdvalargestur í Röst, á Hrafnistu Sléttuvegi í Fossvogi, hefur verið greindur með COVID-19 smit. Af þeirri ástæðu þurfa allir gestir dagdvalar sem umgengust viðkomandi gest að fara í sóttkví ásamt starfsfólki deildarinnar.

Í tilkynningu frá Hrafnistu segir að dagdvölinni hafi verið lokað tímabundið til 12. október.  Unnið sé að því að upplýsa alla þá aðila sem að málinu koma. Dagdvalargesturinn hafi greinst með smitið á miðvikudag og Hrafnistu gert viðvart um í gær.

Starfsmaður Hrafnistu við Sléttuveg greindist með veiruna á miðvikudag.

Þrír íbúar dvalarheimilisins Hrafnistu Ísafoldar í Garðabæ greindust sömuleiðis með kórónuveiruna á miðvikudag. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×