24 inniliggjandi á Landspítalanum vegna Covid-19 Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. október 2020 09:24 Már Kristjánsson er yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans. Vísir/Vilhelm 24 sjúklingar eru nú inniliggjandi á Landspítalanum vegna Covid-19. Þar af eru þrír á gjörgæslu og eru þeir allir í öndunarvél. Þetta segir Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans, í samtali við Vísi. Frá mánudegi til miðvikudags í þessari viku greindust tæplega 300 manns með kórónuveiruna hér á landi, mikill meirihluti þeirra á höfuðborgarsvæðinu. Það gera tæplega 100 tilfelli á dag og í gær, fimmtudag, er búist við að svipaður fjöldi hafi greinst að því er fram kom í viðtali við Víði Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, í viðtali í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun. Már segir við Vísi að spítalinn undirbúi sig nú fyrir að fleiri sjúklingar muni leggjast inn vegna Covid-19. „Það sem er að gerast í dag verður viðfangsefni hjá okkur eftir viku, tíu daga. Það hefur lítið breyst núna hjá okkur og við erum núna á þessum tíma að reyna að undirbúa það að við munum fá fleiri. Okkar plön ganga út á það að við þurfum að taka við fleirum en 24 eins og við erum með í dag,“ segir Már. Framhaldið á spítalanum ráðist af því hvað margir greinast lengi af þessari stærðargráðu, um 100 manns á dag. „Við búumst við að þetta verði viðfangsefni næstu vikna, næstu fjórar, fimm, sex vikur. En svo ræðst framhaldið af því hvað margir greinast lengi af þessari stærðargráðu. Nú var gripið til þessara hörðu aðgerða í byrjun vikunnar og ég held að það verði ekki fyrr en um miðja næstu viku sem það ætti að fara að sljákka í þessu á grundvelli þeirra ráðstafana sem gripið var til,“ segir Már. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Erlent Fleiri fréttir Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Sjá meira
24 sjúklingar eru nú inniliggjandi á Landspítalanum vegna Covid-19. Þar af eru þrír á gjörgæslu og eru þeir allir í öndunarvél. Þetta segir Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans, í samtali við Vísi. Frá mánudegi til miðvikudags í þessari viku greindust tæplega 300 manns með kórónuveiruna hér á landi, mikill meirihluti þeirra á höfuðborgarsvæðinu. Það gera tæplega 100 tilfelli á dag og í gær, fimmtudag, er búist við að svipaður fjöldi hafi greinst að því er fram kom í viðtali við Víði Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, í viðtali í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun. Már segir við Vísi að spítalinn undirbúi sig nú fyrir að fleiri sjúklingar muni leggjast inn vegna Covid-19. „Það sem er að gerast í dag verður viðfangsefni hjá okkur eftir viku, tíu daga. Það hefur lítið breyst núna hjá okkur og við erum núna á þessum tíma að reyna að undirbúa það að við munum fá fleiri. Okkar plön ganga út á það að við þurfum að taka við fleirum en 24 eins og við erum með í dag,“ segir Már. Framhaldið á spítalanum ráðist af því hvað margir greinast lengi af þessari stærðargráðu, um 100 manns á dag. „Við búumst við að þetta verði viðfangsefni næstu vikna, næstu fjórar, fimm, sex vikur. En svo ræðst framhaldið af því hvað margir greinast lengi af þessari stærðargráðu. Nú var gripið til þessara hörðu aðgerða í byrjun vikunnar og ég held að það verði ekki fyrr en um miðja næstu viku sem það ætti að fara að sljákka í þessu á grundvelli þeirra ráðstafana sem gripið var til,“ segir Már. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Erlent Fleiri fréttir Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Sjá meira