97 greindust smitaðir innanlands í gær Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. október 2020 10:41 Langar raðir mynduðust í skimun fyrir Kórónuveirunni hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í gær. Vísir/Vilhelm 97 greindust smitaðir innanlands í sýnatöku vegna kórónuveirunnar í gær, langflestir á höfuðborgarsvæðinu. 54 voru í sóttkví við sýnatöku sem er rúmlega helmingur. Þá voru átta sem greindust með smit á landamærunum í gær. Þetta segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við fréttastofu. Mikill fjöldi sýna var tekinn í gær, sá mesti í tæpar þrjár vikur. Fjöldi nýrra smitaðra er í takti við tölurnar undanfarna daga. Þórólfur segist eiga von á svipuðum tölum næstu daga. „Þær aðgerðir sem gripið hefur verið til munu ekki skila sér fyrr en eftir eina til tvær vikur,“ segir Þórólfur. Hann segist vona að veiran fari ekki á flug. Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans.vísir/Vilhelm Fram kom í máli Más Kristjánssonar, yfirlæknis smitsjúkdómadeildar Landspítalans á Vísi í morgun, að 24 eru inniliggjandi á Landspítalanum vegna Covid. Þá eru þrír á gjörgæslu, allir í öndunarvél. Þórólfur á von á því að fleiri þurfi að leggjast inn á næstu dögum. „Mjög margir eru í eftirliti á Covid-göngudeildinni sem eru veikir og við það að þurfa að leggjast inn.“ Þórólfur segir erfitt að nefna einhverja tölu varðandi fjölda í því samhengi. Þó megi taka mið af því að um fjögur þúsund manns séu í sóttkví. „Fimm prósent af þeim verða sennilegast veikir og hluti af þeim leggjast inn. Við munum sjá aukinn fjölda sem þarf innlagnir og eftirlit á spítalanum.“ Þurfum fyrst að sjá árangurinn af núverandi aðgerðum Þórólfur segist ekki vera að velta fyrir sér hertum aðgerðum sem stendur. Tveggja metra regla er í gildi á höfuðborgarsvæðinu, íþróttastarf hefur verið blásið af á höfuðborgarsvæðinu út næstu viku og tuttugu manna samkomubann er í gildi á landinu öllu. „Ég held að við þurfum fyrst að sjá hvernig þetta verður á næstu vikum,“ segir Þórólfur. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að áhrif aðgerðanna muni ekki skila sér fyrr en á næstu vikum.vísir/Vilhelm Það kunni vel að vera að árangurinn af aðgerðum nú, þar sem miðað er við aðgerðir sem gripið var til í vor, verði öðruvísi. Taki lengri tíma. „Við vitum það ekki. Ég vona sannarlega að það þurfi ekki að grípa til harðari aðgerða.“ Þær yrðu þá frekari fjöldatakmarkanir og lokanir. Það sé ekki það margt sem hægt sé að grípa til. „Það skiptir öllu máli hvernig einstaklingar breðgast við tilmælum. Það mun fyrst og fremst skila árangri,“ segir Þórólfur. Fólk hópist ekki saman og gæti að tveggja metra reglunni á höfuðborgarsvæðinu. Honum finnist heilt yfir landsmenn fylgja tilmælum. „Auðvitað hef ég ekki fullkomlega mynd á því í raun og veru. En það þarf ekki mikið til ef nokkrir einstaklingar gá ekki að sjá í stutta stund. Þá getur ýmislegt gerst.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira
97 greindust smitaðir innanlands í sýnatöku vegna kórónuveirunnar í gær, langflestir á höfuðborgarsvæðinu. 54 voru í sóttkví við sýnatöku sem er rúmlega helmingur. Þá voru átta sem greindust með smit á landamærunum í gær. Þetta segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við fréttastofu. Mikill fjöldi sýna var tekinn í gær, sá mesti í tæpar þrjár vikur. Fjöldi nýrra smitaðra er í takti við tölurnar undanfarna daga. Þórólfur segist eiga von á svipuðum tölum næstu daga. „Þær aðgerðir sem gripið hefur verið til munu ekki skila sér fyrr en eftir eina til tvær vikur,“ segir Þórólfur. Hann segist vona að veiran fari ekki á flug. Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans.vísir/Vilhelm Fram kom í máli Más Kristjánssonar, yfirlæknis smitsjúkdómadeildar Landspítalans á Vísi í morgun, að 24 eru inniliggjandi á Landspítalanum vegna Covid. Þá eru þrír á gjörgæslu, allir í öndunarvél. Þórólfur á von á því að fleiri þurfi að leggjast inn á næstu dögum. „Mjög margir eru í eftirliti á Covid-göngudeildinni sem eru veikir og við það að þurfa að leggjast inn.“ Þórólfur segir erfitt að nefna einhverja tölu varðandi fjölda í því samhengi. Þó megi taka mið af því að um fjögur þúsund manns séu í sóttkví. „Fimm prósent af þeim verða sennilegast veikir og hluti af þeim leggjast inn. Við munum sjá aukinn fjölda sem þarf innlagnir og eftirlit á spítalanum.“ Þurfum fyrst að sjá árangurinn af núverandi aðgerðum Þórólfur segist ekki vera að velta fyrir sér hertum aðgerðum sem stendur. Tveggja metra regla er í gildi á höfuðborgarsvæðinu, íþróttastarf hefur verið blásið af á höfuðborgarsvæðinu út næstu viku og tuttugu manna samkomubann er í gildi á landinu öllu. „Ég held að við þurfum fyrst að sjá hvernig þetta verður á næstu vikum,“ segir Þórólfur. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að áhrif aðgerðanna muni ekki skila sér fyrr en á næstu vikum.vísir/Vilhelm Það kunni vel að vera að árangurinn af aðgerðum nú, þar sem miðað er við aðgerðir sem gripið var til í vor, verði öðruvísi. Taki lengri tíma. „Við vitum það ekki. Ég vona sannarlega að það þurfi ekki að grípa til harðari aðgerða.“ Þær yrðu þá frekari fjöldatakmarkanir og lokanir. Það sé ekki það margt sem hægt sé að grípa til. „Það skiptir öllu máli hvernig einstaklingar breðgast við tilmælum. Það mun fyrst og fremst skila árangri,“ segir Þórólfur. Fólk hópist ekki saman og gæti að tveggja metra reglunni á höfuðborgarsvæðinu. Honum finnist heilt yfir landsmenn fylgja tilmælum. „Auðvitað hef ég ekki fullkomlega mynd á því í raun og veru. En það þarf ekki mikið til ef nokkrir einstaklingar gá ekki að sjá í stutta stund. Þá getur ýmislegt gerst.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira