Borg án veitingahúsa? Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar 9. október 2020 13:30 Fólk sem starfar í veitingahúsageiranum lætur nú eðlilega í sér heyra enda eru tækifæri til að skapa tekjur stöðugt að þrengjast. Áhyggjurnar eru eðlilegar, reiðin er skiljanleg. Sú staða sem er uppi um smit í samfélaginu núna gerir að verkum að gripið hefur verið til harðra sóttvarnaraðgerða. Stjórnvöld hafa farið þá leið að leggja mat á sóttvarnaraðgerðum í hendur sóttvarnaryfirvalda. Á sama tíma hafa stjórnvöld hins vegar vanrækt sitt hlutverk sem er að smíða efnahagsaðgerðir í þágu fyrirtækja og einstaklinga sem ekki getað skapað tekjur í núverandi ástandi. Þetta á við um veitingahúsin, kaffihúsin og vínveitingahúsin um land allt. Þetta á við um fólkið sem þar starfar. Og þetta á ekki síður við um fólk sem starfar á sviði lista og menningar. Þessir hópar hafa orðið fyrir dramatísku tekjufalli og það á við um margar aðrar greinar. Hagkerfið okkar er hringrás og þegar tekjurnar falla á einu svæði flæða áhrifin yfir á önnur. Nú blasir við að þetta erfiða tímabil þessara fyrirtækja, þessara einyrkja og einstaklinga er að lengjast. Loftlaus björgunarkútur stjórnvalda Aðgerðir í þágu fyrirtækja og einstaklinga sem hafa litla möguleika á því að skapa sér tekjur hafa verið ómarkvissar og veikburða. Stjórnvöld hafa kastað til fyrirtækja og fólks loftlausum björgunarkút og litlar upplýsingar er að hafa um hvað taki við í vetur. Verði það niðurstaðan að fjöldi veitingahúsa fari í þrot núna með tilheyrandi tapi og atvinnuleysi mun það ekki aðeins hafa áhrif á alla þá vinnu sem þar liggur að baki heldur mun það veikja okkur sem samfélag þegar ferðaþjónustan vaknar aftur til lífsins. Að Reykjavík verði þá borg án veitingahúsa. Ljósin slökkt og stólar uppi á borðum. Og þessi staða er vitaskuld ekki bundin við höfuðborgina, þó að aðgerðir þar séu harðari akkúrat núna. Ekki aðeins eru úrræði ríkisstjórnarinnar fyrir fyrirtæki sem geta lítið haldið úti starfsemi veikburða, upplýsingagjöf er lítil sem engin og fólk veit ekki hvaða forsendur búa að baki ákvörðunum. Þegar litlar upplýsingar er að fá og bjargir litlar blasir við hver niðurstaðan verður. Á sama tíma og kallað er eftir markvissum aðgerðum til stuðnings þeim atvinnugreinum sem hafa orðið verst úti þá boðar ríkisstjórnin í ofanálag skattahækkun með hækkun áfengisgjalds. Þegar fyrirtækin róa lífróður þá eru þessar álögur hækkaðar. Samstaðan er mikilvæg Við okkur blasir annar þungur vetur og því miður eru líkur til þess að hann verði okkur erfiðari ekki aðeins hvað varðar sóttvarnir, heldur einnig efnahagslega og félagslega. Annar vetur þar sem við erum að takast á við afleiðingar Covid. Samstaðan er okkur mikilvæg í baráttunni við sameiginlegan óvin, sem er veiran. Og þá þurfa stjórnvöld að vera læs á aðstæður og bregðast við í samræmi við þær. Og ekki bæta á útgjaldahlið fyrirtækja. Veikar efnahagsaðgerðir stjórnvalda samhliða hörðum sóttvarnaraðgerðum ganga ekki upp. Það verður að gera þá kröfu til stjórnvalda að þetta tvennt fari saman. Samstöðu þjóðarinnar gagnvart veirunni er stefnt í voða þegar efnahagsaðgerðir mæta ekki sóttvarnaraðgerðum. Fólk missir móðinn í sameiginlegri baráttu okkar fyrir sóttvörnum vegna þess að efnahagsaðgerðirnar skortir. Skipulagið, fyrirsjáanleikann og framtíðarsýnina skortir. Stjórnvöld verða að stíga stór skref strax eigi ekki að fara illa. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Alþingi Veitingastaðir Reykjavík Mest lesið Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Fólk sem starfar í veitingahúsageiranum lætur nú eðlilega í sér heyra enda eru tækifæri til að skapa tekjur stöðugt að þrengjast. Áhyggjurnar eru eðlilegar, reiðin er skiljanleg. Sú staða sem er uppi um smit í samfélaginu núna gerir að verkum að gripið hefur verið til harðra sóttvarnaraðgerða. Stjórnvöld hafa farið þá leið að leggja mat á sóttvarnaraðgerðum í hendur sóttvarnaryfirvalda. Á sama tíma hafa stjórnvöld hins vegar vanrækt sitt hlutverk sem er að smíða efnahagsaðgerðir í þágu fyrirtækja og einstaklinga sem ekki getað skapað tekjur í núverandi ástandi. Þetta á við um veitingahúsin, kaffihúsin og vínveitingahúsin um land allt. Þetta á við um fólkið sem þar starfar. Og þetta á ekki síður við um fólk sem starfar á sviði lista og menningar. Þessir hópar hafa orðið fyrir dramatísku tekjufalli og það á við um margar aðrar greinar. Hagkerfið okkar er hringrás og þegar tekjurnar falla á einu svæði flæða áhrifin yfir á önnur. Nú blasir við að þetta erfiða tímabil þessara fyrirtækja, þessara einyrkja og einstaklinga er að lengjast. Loftlaus björgunarkútur stjórnvalda Aðgerðir í þágu fyrirtækja og einstaklinga sem hafa litla möguleika á því að skapa sér tekjur hafa verið ómarkvissar og veikburða. Stjórnvöld hafa kastað til fyrirtækja og fólks loftlausum björgunarkút og litlar upplýsingar er að hafa um hvað taki við í vetur. Verði það niðurstaðan að fjöldi veitingahúsa fari í þrot núna með tilheyrandi tapi og atvinnuleysi mun það ekki aðeins hafa áhrif á alla þá vinnu sem þar liggur að baki heldur mun það veikja okkur sem samfélag þegar ferðaþjónustan vaknar aftur til lífsins. Að Reykjavík verði þá borg án veitingahúsa. Ljósin slökkt og stólar uppi á borðum. Og þessi staða er vitaskuld ekki bundin við höfuðborgina, þó að aðgerðir þar séu harðari akkúrat núna. Ekki aðeins eru úrræði ríkisstjórnarinnar fyrir fyrirtæki sem geta lítið haldið úti starfsemi veikburða, upplýsingagjöf er lítil sem engin og fólk veit ekki hvaða forsendur búa að baki ákvörðunum. Þegar litlar upplýsingar er að fá og bjargir litlar blasir við hver niðurstaðan verður. Á sama tíma og kallað er eftir markvissum aðgerðum til stuðnings þeim atvinnugreinum sem hafa orðið verst úti þá boðar ríkisstjórnin í ofanálag skattahækkun með hækkun áfengisgjalds. Þegar fyrirtækin róa lífróður þá eru þessar álögur hækkaðar. Samstaðan er mikilvæg Við okkur blasir annar þungur vetur og því miður eru líkur til þess að hann verði okkur erfiðari ekki aðeins hvað varðar sóttvarnir, heldur einnig efnahagslega og félagslega. Annar vetur þar sem við erum að takast á við afleiðingar Covid. Samstaðan er okkur mikilvæg í baráttunni við sameiginlegan óvin, sem er veiran. Og þá þurfa stjórnvöld að vera læs á aðstæður og bregðast við í samræmi við þær. Og ekki bæta á útgjaldahlið fyrirtækja. Veikar efnahagsaðgerðir stjórnvalda samhliða hörðum sóttvarnaraðgerðum ganga ekki upp. Það verður að gera þá kröfu til stjórnvalda að þetta tvennt fari saman. Samstöðu þjóðarinnar gagnvart veirunni er stefnt í voða þegar efnahagsaðgerðir mæta ekki sóttvarnaraðgerðum. Fólk missir móðinn í sameiginlegri baráttu okkar fyrir sóttvörnum vegna þess að efnahagsaðgerðirnar skortir. Skipulagið, fyrirsjáanleikann og framtíðarsýnina skortir. Stjórnvöld verða að stíga stór skref strax eigi ekki að fara illa. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun