Gengur ágætlega að koma Íslendingum sem staddir eru erlendis til landsins Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 15. mars 2020 18:54 Guðlaugur Þór Þórðarson segir að ágætlega gangi að koma Íslendingum sem staddir eru erlendis heim. SIGURJÓN ÓLASON Ágætlega gengur að koma Íslendingum sem staddir eru erlendis til landsins. Um 5400 manns sem eru á skrá hjá borgaraþjónustunni eru enn staddir erlendis. Ríki um allan heim herða nú aðgerðir sínar vegna Kórónuveirunnar. Stjórnvöld í Þýskalandi tilkynntu í dag að þau loki landamærum sínum að Frakklandi, Sviss og Austurríki að stærstum hluta á morgun. Íslensk stjórnvöld hvetja Íslendinga til að huga að heimför og takmarka ferðalög. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, segir að ágætlega gangi að koma Íslendingum hingað til landsins. Sólarhringsvakt er hjá borgaraþjónustunni og nóg að gera. „Í morgun þá höfðum við svarað frá fimm í gær um fjögur hundruð erindum þannig að ég á von á því að það hafi aukist mjög í dag. Eins og þú sérð er mjög mikið að gera hér og við eigum ekki von á því að það breytist,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra. Hann segir lykilatriði að Íslendingar erlendis láti vita af sér og skrái sig inn í gagnagrunn utanríkisráðuneytisins. „Það eru um 6.600 manns síðast þegar ég vissi á skrá. Af þeim eru 1.200 komnir heim þannig aðþað eru 5.400 sem eru í útlöndum enn og hafa skráð sig,“ sagði Guðlaugur. Þá hefur ákvörðun danskra yfirvalda um að loka landamærum Danmerkur verið gagnrýnd. „Við erum búin að vera í samskiptum við Dani og aðrar Norðurlandaþjóðir og ég var ekki sáttur með það, og kom því á framfræri að við fengum ekki að vita þetta áður en þeir fóru út með þetta í fjölmiðla. Ég hef verið í mjög góðu samskipti við danska kollega minn og við höfum verið að leggja á ráðin, hann er nú í forystu í Norðurlandasamstarfinu, um það hvernig er hægt að virkja best það samstarf. Þannig að t.d. samskiptin á milli borgaraþjónustunnar verði eins skilvirk og hægt er. Það sem við getum unnið saman til að hjálpa þegnum okkar landa munum við gera,“ sagði Guðlaugur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Stjórnvöld hvetja Íslendinga til að huga að heimför og takmarka ferðalög Ríkisstjórnin kom saman til aukafundar klukkan eitt í dag til að ræða þá stöðu sem komin er upp vegna aðgerða stjórnvalda í öðrum löndum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að þessar aðgerðir geti haft áhrif á fjölda Íslendinga sem ýmist búa eða eru á ferðalögum í öðrum löndum. 14. mars 2020 15:12 Þýskaland lokar landamærunum að stærstum hluta á mánudag Í Austurríki hafa stjórnvöld bannað samkomur með fimm manns eða fleiri. 15. mars 2020 15:46 Segir erfitt að koma sér yfir landamæri Póllands Pólsk stjórnvöld hafa stoppað flug til og frá landinu og almenningssamgöngur í borgum og bæjum eru að leggjast af að mestu leyti. Landamærum Póllands verður lokað á morgun 14. mars 2020 19:30 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Fleiri fréttir Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Sjá meira
Ágætlega gengur að koma Íslendingum sem staddir eru erlendis til landsins. Um 5400 manns sem eru á skrá hjá borgaraþjónustunni eru enn staddir erlendis. Ríki um allan heim herða nú aðgerðir sínar vegna Kórónuveirunnar. Stjórnvöld í Þýskalandi tilkynntu í dag að þau loki landamærum sínum að Frakklandi, Sviss og Austurríki að stærstum hluta á morgun. Íslensk stjórnvöld hvetja Íslendinga til að huga að heimför og takmarka ferðalög. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, segir að ágætlega gangi að koma Íslendingum hingað til landsins. Sólarhringsvakt er hjá borgaraþjónustunni og nóg að gera. „Í morgun þá höfðum við svarað frá fimm í gær um fjögur hundruð erindum þannig að ég á von á því að það hafi aukist mjög í dag. Eins og þú sérð er mjög mikið að gera hér og við eigum ekki von á því að það breytist,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra. Hann segir lykilatriði að Íslendingar erlendis láti vita af sér og skrái sig inn í gagnagrunn utanríkisráðuneytisins. „Það eru um 6.600 manns síðast þegar ég vissi á skrá. Af þeim eru 1.200 komnir heim þannig aðþað eru 5.400 sem eru í útlöndum enn og hafa skráð sig,“ sagði Guðlaugur. Þá hefur ákvörðun danskra yfirvalda um að loka landamærum Danmerkur verið gagnrýnd. „Við erum búin að vera í samskiptum við Dani og aðrar Norðurlandaþjóðir og ég var ekki sáttur með það, og kom því á framfræri að við fengum ekki að vita þetta áður en þeir fóru út með þetta í fjölmiðla. Ég hef verið í mjög góðu samskipti við danska kollega minn og við höfum verið að leggja á ráðin, hann er nú í forystu í Norðurlandasamstarfinu, um það hvernig er hægt að virkja best það samstarf. Þannig að t.d. samskiptin á milli borgaraþjónustunnar verði eins skilvirk og hægt er. Það sem við getum unnið saman til að hjálpa þegnum okkar landa munum við gera,“ sagði Guðlaugur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Stjórnvöld hvetja Íslendinga til að huga að heimför og takmarka ferðalög Ríkisstjórnin kom saman til aukafundar klukkan eitt í dag til að ræða þá stöðu sem komin er upp vegna aðgerða stjórnvalda í öðrum löndum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að þessar aðgerðir geti haft áhrif á fjölda Íslendinga sem ýmist búa eða eru á ferðalögum í öðrum löndum. 14. mars 2020 15:12 Þýskaland lokar landamærunum að stærstum hluta á mánudag Í Austurríki hafa stjórnvöld bannað samkomur með fimm manns eða fleiri. 15. mars 2020 15:46 Segir erfitt að koma sér yfir landamæri Póllands Pólsk stjórnvöld hafa stoppað flug til og frá landinu og almenningssamgöngur í borgum og bæjum eru að leggjast af að mestu leyti. Landamærum Póllands verður lokað á morgun 14. mars 2020 19:30 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Fleiri fréttir Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Sjá meira
Stjórnvöld hvetja Íslendinga til að huga að heimför og takmarka ferðalög Ríkisstjórnin kom saman til aukafundar klukkan eitt í dag til að ræða þá stöðu sem komin er upp vegna aðgerða stjórnvalda í öðrum löndum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að þessar aðgerðir geti haft áhrif á fjölda Íslendinga sem ýmist búa eða eru á ferðalögum í öðrum löndum. 14. mars 2020 15:12
Þýskaland lokar landamærunum að stærstum hluta á mánudag Í Austurríki hafa stjórnvöld bannað samkomur með fimm manns eða fleiri. 15. mars 2020 15:46
Segir erfitt að koma sér yfir landamæri Póllands Pólsk stjórnvöld hafa stoppað flug til og frá landinu og almenningssamgöngur í borgum og bæjum eru að leggjast af að mestu leyti. Landamærum Póllands verður lokað á morgun 14. mars 2020 19:30