Golfvöllum lokað og kylfingar minntir á að leita ekki annað Sindri Sverrisson skrifar 9. október 2020 12:36 Kylfingar á höfuðborgarsvæðinu þurfa að bíða með að spila fram til 19. október hið minnsta. vísir/vilhelm Golfklúbbar á höfuðborgarsvæðinu loka í dag og verða að óbreyttu lokaðir til og með 19. október, samkvæmt tilmælum sóttvarnalæknis. Brynjar Eldon Geirsson, framkvæmdastjóri GSÍ, staðfesti þetta við Vísi í dag. Hann segir að þrátt fyrir að tekist hafi að spila golf í allt sumar, með sérstökum Covid-reglum á völlunum til að lágmarka smithættu, sé staðan þannig á höfuðborgarsvæðinu að skella þurfi í lás: „Við erum að eiga við miklu alvarlegri hlut en það hvort að fólk geti spilað golf eða ekki. Í grunninn held ég að flestir hafi skilning á því,“ segir Brynjar. Brynjar ítrekar einnig skýr tilmæli sóttvarnalæknis þess efnis að íbúar höfuðborgarsvæðisins haldi sig heima nema brýna nauðsyn beri til. Kylfingar í Reykjavík og nágrenni eigi ekki að svala golfþorstanum með því að fara út fyrir höfuðborgarsvæðið: „Eftir að fólk áttaði sig á því að vellirnir væru að loka hér á höfuðborgarsvæðinu þá fór það að horfa út fyrir höfuðborgarsvæðið, og leit þannig framhjá tilmælum sóttvarnalæknis. Klúbbarnir urðu varir við þetta, en þeir klúbbar sem ég hef talað við á Suðurnesjum, Suðurlandi og Akranesi eru að vinna að því að meina gestum af höfuðborgarsvæðinu að koma á vellina,“ segir Brynjar. Uppfært: Rakel Óskarsdóttir, framkvæmdastjóri Leynis á Akranesi, hafði samband við Vísi og vildi koma því á framfæri að engin ákvörðun hefði verið tekin um að loka velli klúbbsins fyrir höfuðborgarbúum. Golf Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Enski boltinn Umfjöllun: Wales - Ísland 4-1 | Vonin dó í seinni hálfleik og Ísland gæti fallið Fótbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Körfubolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Skúbbaði í miðju kynlífi Sport Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Golfklúbbar á höfuðborgarsvæðinu loka í dag og verða að óbreyttu lokaðir til og með 19. október, samkvæmt tilmælum sóttvarnalæknis. Brynjar Eldon Geirsson, framkvæmdastjóri GSÍ, staðfesti þetta við Vísi í dag. Hann segir að þrátt fyrir að tekist hafi að spila golf í allt sumar, með sérstökum Covid-reglum á völlunum til að lágmarka smithættu, sé staðan þannig á höfuðborgarsvæðinu að skella þurfi í lás: „Við erum að eiga við miklu alvarlegri hlut en það hvort að fólk geti spilað golf eða ekki. Í grunninn held ég að flestir hafi skilning á því,“ segir Brynjar. Brynjar ítrekar einnig skýr tilmæli sóttvarnalæknis þess efnis að íbúar höfuðborgarsvæðisins haldi sig heima nema brýna nauðsyn beri til. Kylfingar í Reykjavík og nágrenni eigi ekki að svala golfþorstanum með því að fara út fyrir höfuðborgarsvæðið: „Eftir að fólk áttaði sig á því að vellirnir væru að loka hér á höfuðborgarsvæðinu þá fór það að horfa út fyrir höfuðborgarsvæðið, og leit þannig framhjá tilmælum sóttvarnalæknis. Klúbbarnir urðu varir við þetta, en þeir klúbbar sem ég hef talað við á Suðurnesjum, Suðurlandi og Akranesi eru að vinna að því að meina gestum af höfuðborgarsvæðinu að koma á vellina,“ segir Brynjar. Uppfært: Rakel Óskarsdóttir, framkvæmdastjóri Leynis á Akranesi, hafði samband við Vísi og vildi koma því á framfæri að engin ákvörðun hefði verið tekin um að loka velli klúbbsins fyrir höfuðborgarbúum.
Golf Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Enski boltinn Umfjöllun: Wales - Ísland 4-1 | Vonin dó í seinni hálfleik og Ísland gæti fallið Fótbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Körfubolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Skúbbaði í miðju kynlífi Sport Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira