Keflavík – flugið og framtíðin Dr. Max Hirsh skrifar 12. október 2020 08:01 Keflavíkurflugvöllur er mikilvæg miðstöð sem stuðlar að hagvexti um allt Ísland. Starfsemi hans skapar einnig mörg störf, 2% starfa á Íslandi. Síðastlin tíu ár hefur byggðin í kringum Keflavíkurflugvöll verið mesta vaxtarsvæði landsins. Svæðið hefur laðað að sér fjölskyldur og fagfólk, bæði erlendis frá og frá öðrum stöðum á Íslandi. Vegna kórónuveirufaraldursins hafa alþjóðaflugvellir, eins og Keflavíkurflugvöllur, upplifað einhverja mest krefjandi tíma í sögu flugsins. Efnahagslega eru áhrifin mjög áberandi á svæðum þar sem atvinnulífið er samtvinnað starfsemi alþjóðaflugvalla, líkt og á Suðurnesjum. Mörg slík svæði eru í svipaðri stöðu og Suðurnesin eru nú, en á öðrum er efnahags- og atvinnuástandið aðeins betra. Þau svæði sem standa betur að vígi eiga það sameiginlegt að efnahagurinn byggir á fleiri stoðum en farþegaflugi. Nú er ástandið þannig að fólk er nánast hætt að ferðast milli landa, en vörur þurfa enn að ferðast og jafnvel enn frekar. Ég er staddur hér á landi núna (skrifa þessa grein úr sóttkví) til þess að skoða með helstu hagsmunaaðilum hvernig hægt er að efla og virkja Keflavíkurflugvöll enn frekar sem þann drifkraft sem hann getur verið fyrir efnahagslega, umhverfislega og samfélagslega sjálfbært svæði. Þessa dagana horfum við sérstaklega á vöruflutninga með íslenskum sérfræðingum á því sviði. Vegna staðsetningar sinnar á milli Evrópu og Norður-Ameríku hefur Keflavíkurflugvöllur orðið mikilvæg miðstöð farþegaflugs í Norður-Atlantshafi. Flugvöllurinn hefur sambærilega möguleika á því að byggja áfram á sérstöðu Íslands og efla vöruflutninga til þessara mikilvægu markaðssvæða. Þróun í þá átt myndi auka fjölbreytni atvinnulífs á Suðurnesjum sem og fjölbreytni í íslensku efnahagslífi. Það er spennandi að fá að taka þátt í þróun þessa dýnamíska svæðis með Þróunarfélagi Keflavíkurflugvallar, Kadeco, og ráðgjafarfyrirtækinu Alta. Þróunarfélagið, fyrir hönd íslenska ríkisins, Isavia, Reykjanesbæjar og Suðurnesjabæjar vinnur nú að þróunaráætlun fyrir nærsvæði Keflavíkurflugvallar til ársins 2050. Markmiðið er að byggja upp atvinnusvæði í góðum tengslum við flugvöllinn og byggðina í kring. Í þeirri vinnu er horft til lykilgreina eins og flugs, vöruflutninga, sjávarútvegs og endurnýjanlegrar orku. Ááætlunin getur nýst sem mikilvægur vettvangur nýsköpunar og virðisaukningar í þessum og tengdum greinum. Með því að auka fjölbreytni efnahagslífs á Suðurnesjum og horfa á svæðið heildrænt sem eitt skipulagssvæði, er hægt að laða fleiri alþjóðleg fyrirtæki og fjárfesta að þessu vaxtarsvæði og síðast en ekki síst gera Suðurnesin að enn meira aðlaðandi stað til þess að búa á, starfa og heimsækja. Dr. Max Hirsh (PhD, Harvard) er framkvæmdastjóri Airport City Academy og sérfræðingur á sviði byggðaþróunar við flugvelli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Með baunabyssu í kennaraverkfalli Ólafur Hauksson Skoðun Á að banna rauða jólasveininn? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Það þarf meiri töffara í okkur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Treystir þú konum? Hópur 72 kvenna úr sex stjórnmálaflokkum Skoðun Munu bara allir fá dánaraðstoð? Bjarni Jónsson Skoðun Unga fólkið og frjósemi María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Verðum að rannsaka hvað gerðist í Covid Hildur Þórðardóttir Skoðun Hver tilheyrir hverjum? Kristín Davíðsdóttir Skoðun Mannsæmandi lífeyrislaun strax Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Samfylkingin ætlar ekki að hækka tekjuskatt Alma D. Möller skrifar Skoðun Hvað eiga eldri borgarar að kjósa? Hjördís Hendriksdóttir skrifar Skoðun Við erum að ná árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Verðum að rannsaka hvað gerðist í Covid Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Ég og amma mín sem er dáin Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Spegill eða stjórntæki? Hlutverk skoðanakannana og almenningsálits í stefnumótun og stjórnmálum Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Með baunabyssu í kennaraverkfalli Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hver tilheyrir hverjum? Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf meiri töffara í okkur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Unga fólkið og frjósemi María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum frelsi til handfæraveiða – eflum sjávarbyggðirnar Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verja þarf friðinn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mannsæmandi lífeyrislaun strax Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Munu bara allir fá dánaraðstoð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Billy bókahilla og börnin mín Þorbjörg Marínósdóttir skrifar Skoðun Á að banna rauða jólasveininn? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Er skárra að kasta upp um dómsniðurstöðuna en að dómarinn dæmi? Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Píratar hafa metnaðarfyllstu umhverfis- og loftslagsstefnuna Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Svör við atvinnuumsóknum – Ákall til atvinnurekenda Valgerður Rut Jakobsdóttir skrifar Skoðun Umræða á villigötum Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Treystir þú konum? Hópur 72 kvenna úr sex stjórnmálaflokkum skrifar Skoðun Eigum við ekki bara að klára þetta Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Löggilding iðngreina stuðlar að auknum gæðum og öryggi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Draumalandið Björn Þorláksson skrifar Skoðun Að vera ung kona á Íslandi árið 2024 Eden Ósk Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónusta og orkuvinnsla fara vel saman Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Hvaða aukna aðgengi, Willum Þór? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Hvers vegna skortir hjúkrunarrými á Íslandi? Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Keflavíkurflugvöllur er mikilvæg miðstöð sem stuðlar að hagvexti um allt Ísland. Starfsemi hans skapar einnig mörg störf, 2% starfa á Íslandi. Síðastlin tíu ár hefur byggðin í kringum Keflavíkurflugvöll verið mesta vaxtarsvæði landsins. Svæðið hefur laðað að sér fjölskyldur og fagfólk, bæði erlendis frá og frá öðrum stöðum á Íslandi. Vegna kórónuveirufaraldursins hafa alþjóðaflugvellir, eins og Keflavíkurflugvöllur, upplifað einhverja mest krefjandi tíma í sögu flugsins. Efnahagslega eru áhrifin mjög áberandi á svæðum þar sem atvinnulífið er samtvinnað starfsemi alþjóðaflugvalla, líkt og á Suðurnesjum. Mörg slík svæði eru í svipaðri stöðu og Suðurnesin eru nú, en á öðrum er efnahags- og atvinnuástandið aðeins betra. Þau svæði sem standa betur að vígi eiga það sameiginlegt að efnahagurinn byggir á fleiri stoðum en farþegaflugi. Nú er ástandið þannig að fólk er nánast hætt að ferðast milli landa, en vörur þurfa enn að ferðast og jafnvel enn frekar. Ég er staddur hér á landi núna (skrifa þessa grein úr sóttkví) til þess að skoða með helstu hagsmunaaðilum hvernig hægt er að efla og virkja Keflavíkurflugvöll enn frekar sem þann drifkraft sem hann getur verið fyrir efnahagslega, umhverfislega og samfélagslega sjálfbært svæði. Þessa dagana horfum við sérstaklega á vöruflutninga með íslenskum sérfræðingum á því sviði. Vegna staðsetningar sinnar á milli Evrópu og Norður-Ameríku hefur Keflavíkurflugvöllur orðið mikilvæg miðstöð farþegaflugs í Norður-Atlantshafi. Flugvöllurinn hefur sambærilega möguleika á því að byggja áfram á sérstöðu Íslands og efla vöruflutninga til þessara mikilvægu markaðssvæða. Þróun í þá átt myndi auka fjölbreytni atvinnulífs á Suðurnesjum sem og fjölbreytni í íslensku efnahagslífi. Það er spennandi að fá að taka þátt í þróun þessa dýnamíska svæðis með Þróunarfélagi Keflavíkurflugvallar, Kadeco, og ráðgjafarfyrirtækinu Alta. Þróunarfélagið, fyrir hönd íslenska ríkisins, Isavia, Reykjanesbæjar og Suðurnesjabæjar vinnur nú að þróunaráætlun fyrir nærsvæði Keflavíkurflugvallar til ársins 2050. Markmiðið er að byggja upp atvinnusvæði í góðum tengslum við flugvöllinn og byggðina í kring. Í þeirri vinnu er horft til lykilgreina eins og flugs, vöruflutninga, sjávarútvegs og endurnýjanlegrar orku. Ááætlunin getur nýst sem mikilvægur vettvangur nýsköpunar og virðisaukningar í þessum og tengdum greinum. Með því að auka fjölbreytni efnahagslífs á Suðurnesjum og horfa á svæðið heildrænt sem eitt skipulagssvæði, er hægt að laða fleiri alþjóðleg fyrirtæki og fjárfesta að þessu vaxtarsvæði og síðast en ekki síst gera Suðurnesin að enn meira aðlaðandi stað til þess að búa á, starfa og heimsækja. Dr. Max Hirsh (PhD, Harvard) er framkvæmdastjóri Airport City Academy og sérfræðingur á sviði byggðaþróunar við flugvelli.
Skoðun Spegill eða stjórntæki? Hlutverk skoðanakannana og almenningsálits í stefnumótun og stjórnmálum Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Er skárra að kasta upp um dómsniðurstöðuna en að dómarinn dæmi? Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Píratar hafa metnaðarfyllstu umhverfis- og loftslagsstefnuna Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Löggilding iðngreina stuðlar að auknum gæðum og öryggi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar