Frekari aðgerðir fyrir fyrirtæki og listamenn í undirbúningi Kristín Ólafsdóttir og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 9. október 2020 18:58 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Vísir/vilhelm Forsætisráðherra segir að frekari stuðningur stjórnvalda við fyrirtæki og listafólk vegna tekjufalls sé nú í undirbúningi. Ríkisstjórnin samþykkti í dag að framlengja og hækka lokunarstyrki til fyrirtækja sem þurft hafa að loka vegna sóttvarnaaðgerða. Fjölmörg fyrirtæki hafa þurft að skella í lás vegna hertra sóttvarnaaðgerða í kórónuveirufaraldrinum undanfarna mánuði, til að mynda líkamsræktarstöðvar, skemmtistaðir og hárgreiðslustofur. Ríkisstjórnin samþykkti í morgun að koma til móts við þessi fyrirtæki og hækka lokunarstyrki frá því í vor, þannig að greiddar verði allt að sex hundruð þúsund krónur með hverjum starfsmanni fyrir hvern mánuð lokunar. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir í samtali við fréttastofu að ríkisstjórnin hafi komið til móts við þá gagnrýni sem hún hafi fengið. „Það er að segja að lokunarstyrkir í vor nýttust fyrst og fremst litlum fyrirtækjum. Við höfum hækkað heildarþakið þannig að þetta mun gagnast líka þeim stærri fyrirtækjum sem núna hefur verið gert að loka,“ segir Katrín. Hún áætlar að heildarkostnaður við þetta gæti orðið orðið á bilinu 3-400 milljónir króna miðað við mánaðarlokun. Þá séu frekar aðgerðir til stuðnings fyrirtækjum og öðrum í undirbúningi. „Sem snúast um að mæta þeim rekstraraðilum sem orðið hafa fyrir verulegu tekjufalli. Þar hefur ferðaþjónustan auðvitað verið nefnd, þar sem auðvitað mörg fyrirtæki hafa orðið fyrir verulegu tekjufalli. Að þessir aðilar séu styrktir til að geta haldið ákveðinni lágmarksstarfsemi og fólki í vinnu,“ segir Katrín. „Sömuleiðis erum við að undirbúa aðgerðir fyrir tónlistar og sviðslistafólk.“ Aðgerðirnar hafa hingað til almennt miðast við 75 prósent tekjufall. Katrín segir að verið sé að vinna í útfærslum á boðuðum viðbótaraðgerðum og þær muni skýrast síðar í þessum mánuði. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Vinnumarkaður Menning Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Þung staða í farsóttarhúsinu og bílum til Covid-flutninga fjölgað Staðan í farsóttarhúsi við Rauðarárstíg er þung en þar eru nú 56 í einangrun og 32 í sóttkví. 9. október 2020 18:18 Boðar frekari og hærri lokunarstyrki Ríkisstjórnin samþykkti nýja umferð lokunarstyrkja til fyrirtækja sem hafa þurft að stöðva starfsemi sína vegna sóttvarnaaðgerða í dag. Hámarksupphæð styrkjanna verður hækkuð frá því í vor og verða nú greiddar allt að 600.000 krónur með hverjum starfsmanni. 9. október 2020 16:04 „Ekki sama stemningin í samfélaginu að hlíta fyrirmælunum“ Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans, segir að allt eins sé búist við því að þessi þriðja bylgja kórónuveirufaraldursins sem nú gangi yfir verði stærri en sú fyrsta. 9. október 2020 12:18 Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Fleiri fréttir Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Sjá meira
Forsætisráðherra segir að frekari stuðningur stjórnvalda við fyrirtæki og listafólk vegna tekjufalls sé nú í undirbúningi. Ríkisstjórnin samþykkti í dag að framlengja og hækka lokunarstyrki til fyrirtækja sem þurft hafa að loka vegna sóttvarnaaðgerða. Fjölmörg fyrirtæki hafa þurft að skella í lás vegna hertra sóttvarnaaðgerða í kórónuveirufaraldrinum undanfarna mánuði, til að mynda líkamsræktarstöðvar, skemmtistaðir og hárgreiðslustofur. Ríkisstjórnin samþykkti í morgun að koma til móts við þessi fyrirtæki og hækka lokunarstyrki frá því í vor, þannig að greiddar verði allt að sex hundruð þúsund krónur með hverjum starfsmanni fyrir hvern mánuð lokunar. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir í samtali við fréttastofu að ríkisstjórnin hafi komið til móts við þá gagnrýni sem hún hafi fengið. „Það er að segja að lokunarstyrkir í vor nýttust fyrst og fremst litlum fyrirtækjum. Við höfum hækkað heildarþakið þannig að þetta mun gagnast líka þeim stærri fyrirtækjum sem núna hefur verið gert að loka,“ segir Katrín. Hún áætlar að heildarkostnaður við þetta gæti orðið orðið á bilinu 3-400 milljónir króna miðað við mánaðarlokun. Þá séu frekar aðgerðir til stuðnings fyrirtækjum og öðrum í undirbúningi. „Sem snúast um að mæta þeim rekstraraðilum sem orðið hafa fyrir verulegu tekjufalli. Þar hefur ferðaþjónustan auðvitað verið nefnd, þar sem auðvitað mörg fyrirtæki hafa orðið fyrir verulegu tekjufalli. Að þessir aðilar séu styrktir til að geta haldið ákveðinni lágmarksstarfsemi og fólki í vinnu,“ segir Katrín. „Sömuleiðis erum við að undirbúa aðgerðir fyrir tónlistar og sviðslistafólk.“ Aðgerðirnar hafa hingað til almennt miðast við 75 prósent tekjufall. Katrín segir að verið sé að vinna í útfærslum á boðuðum viðbótaraðgerðum og þær muni skýrast síðar í þessum mánuði.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Vinnumarkaður Menning Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Þung staða í farsóttarhúsinu og bílum til Covid-flutninga fjölgað Staðan í farsóttarhúsi við Rauðarárstíg er þung en þar eru nú 56 í einangrun og 32 í sóttkví. 9. október 2020 18:18 Boðar frekari og hærri lokunarstyrki Ríkisstjórnin samþykkti nýja umferð lokunarstyrkja til fyrirtækja sem hafa þurft að stöðva starfsemi sína vegna sóttvarnaaðgerða í dag. Hámarksupphæð styrkjanna verður hækkuð frá því í vor og verða nú greiddar allt að 600.000 krónur með hverjum starfsmanni. 9. október 2020 16:04 „Ekki sama stemningin í samfélaginu að hlíta fyrirmælunum“ Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans, segir að allt eins sé búist við því að þessi þriðja bylgja kórónuveirufaraldursins sem nú gangi yfir verði stærri en sú fyrsta. 9. október 2020 12:18 Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Fleiri fréttir Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Sjá meira
Þung staða í farsóttarhúsinu og bílum til Covid-flutninga fjölgað Staðan í farsóttarhúsi við Rauðarárstíg er þung en þar eru nú 56 í einangrun og 32 í sóttkví. 9. október 2020 18:18
Boðar frekari og hærri lokunarstyrki Ríkisstjórnin samþykkti nýja umferð lokunarstyrkja til fyrirtækja sem hafa þurft að stöðva starfsemi sína vegna sóttvarnaaðgerða í dag. Hámarksupphæð styrkjanna verður hækkuð frá því í vor og verða nú greiddar allt að 600.000 krónur með hverjum starfsmanni. 9. október 2020 16:04
„Ekki sama stemningin í samfélaginu að hlíta fyrirmælunum“ Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans, segir að allt eins sé búist við því að þessi þriðja bylgja kórónuveirufaraldursins sem nú gangi yfir verði stærri en sú fyrsta. 9. október 2020 12:18