Tveir bestu mætast í úrslitum | Myndband Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. október 2020 22:31 Djokovic er kominn í úrslit. EPA-EFE/JULIEN DE ROSA Serbinn Novad Djokovic tryggði sér sigur í undanúrslitum á Opna franska meistaramótinu í tennis í kvöld. Hann mætir því Spánverjanum Rafael Nadal í úrslitum. Þeir tróna á toppi heimslistans um þessar mundir. Er þetta í fimmta skipti sem Djokovic kemst í úrslit. Nadal tryggði sér sæti í úrslitum Opna franska í 13. skipti fyrr í dag. Hann hefur aldrei tapað er hann kemst í úrslit og líður greinilega einkar vel á Roland Garros-vellinum í París. Hann hefur ekki enn tapað setti á mótinu. Djokovic mætti Grikkjanum Stefanos Tsitsipas í undanúrslitum og mátti hafa sig allan við. Fór leikurinn upp í fimm sett. Djokovic fann fyrstu tvö örugglega en Stefanos vann þriðja sett eftir upphækkun. Hann vann einnig fjórða sett kvöldsins og því þurfti að grípa til oddasetts. Þegar þangað var komið var eins og sá gríski væri einfaldlega bensínlaus og Djokovic vann það örugglega 6-1. Má segja að um maraþonviðureign hafi verið að ræða en leikurinn tók rúmar fjórar klukkustundir. A fifth final in Paris!In just over four hours, @DjokerNole survives Stefanos Tsitsipas 6-3 6-2 5-7 4-6 6-1 to earn the right to play for a second title at #RolandGarros pic.twitter.com/FxF2jZ11DX— Roland-Garros (@rolandgarros) October 9, 2020 Hinn 33 ára gamli Djokovic er því kominn í úrslit og gæti orðið fyrstur allra til að leggja Nadal á Roland Garros. Sá spænski er kallaður „Konungur leirsins“ enda er Roland Garros eini völlur risamótanna í tennis með leir sem undirlag. Það má samt sem áður reikna með hörku viðureign í úrslitum á sunnudag en Djokovic er sem stendur á toppi heimslistans og hefur átt frábæru gengi að fagna það sem af er ári nema mögulega á Opna bandaríska þar sem hann var dæmdur úr leik. Nadal gæti með sigri á sunnudag jafnað met Roger Federer en Svisslendingurinn hefur 20. landað sigri á risamóti í tennis. Nadal er í 2. sæti listans og Djokovic því 3. með 17 risatitla. Tennis Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Dagskráin í dag: Lokasóknin, Extra, píla, snóker og íshokkí Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Sjá meira
Serbinn Novad Djokovic tryggði sér sigur í undanúrslitum á Opna franska meistaramótinu í tennis í kvöld. Hann mætir því Spánverjanum Rafael Nadal í úrslitum. Þeir tróna á toppi heimslistans um þessar mundir. Er þetta í fimmta skipti sem Djokovic kemst í úrslit. Nadal tryggði sér sæti í úrslitum Opna franska í 13. skipti fyrr í dag. Hann hefur aldrei tapað er hann kemst í úrslit og líður greinilega einkar vel á Roland Garros-vellinum í París. Hann hefur ekki enn tapað setti á mótinu. Djokovic mætti Grikkjanum Stefanos Tsitsipas í undanúrslitum og mátti hafa sig allan við. Fór leikurinn upp í fimm sett. Djokovic fann fyrstu tvö örugglega en Stefanos vann þriðja sett eftir upphækkun. Hann vann einnig fjórða sett kvöldsins og því þurfti að grípa til oddasetts. Þegar þangað var komið var eins og sá gríski væri einfaldlega bensínlaus og Djokovic vann það örugglega 6-1. Má segja að um maraþonviðureign hafi verið að ræða en leikurinn tók rúmar fjórar klukkustundir. A fifth final in Paris!In just over four hours, @DjokerNole survives Stefanos Tsitsipas 6-3 6-2 5-7 4-6 6-1 to earn the right to play for a second title at #RolandGarros pic.twitter.com/FxF2jZ11DX— Roland-Garros (@rolandgarros) October 9, 2020 Hinn 33 ára gamli Djokovic er því kominn í úrslit og gæti orðið fyrstur allra til að leggja Nadal á Roland Garros. Sá spænski er kallaður „Konungur leirsins“ enda er Roland Garros eini völlur risamótanna í tennis með leir sem undirlag. Það má samt sem áður reikna með hörku viðureign í úrslitum á sunnudag en Djokovic er sem stendur á toppi heimslistans og hefur átt frábæru gengi að fagna það sem af er ári nema mögulega á Opna bandaríska þar sem hann var dæmdur úr leik. Nadal gæti með sigri á sunnudag jafnað met Roger Federer en Svisslendingurinn hefur 20. landað sigri á risamóti í tennis. Nadal er í 2. sæti listans og Djokovic því 3. með 17 risatitla.
Tennis Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Dagskráin í dag: Lokasóknin, Extra, píla, snóker og íshokkí Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Sjá meira