Segir ásakanir Hauks alvarlegar og útilokar ekki að hann verði dreginn fyrir dóm Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. október 2020 22:34 Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur og Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Samsett Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar (ÍE) segir að Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur hafi sett fram alvarlegar ásakanir um lögbrot á hendur fyrirtækinu. Ekki sé útilokað að Haukur þurfi „að standa fyrir máli sínu frammi fyrir dómstólum.“ Þetta kemur fram í aðsendri grein Kára sem birtist á Vísi í kvöld. Tilefni greinarinnar eru greinar eftir Hauk sem birst hafa í fjölmiðlum nú í vikunni. Haukur er til að mynda höfundur greinar sem birtist í Morgunblaðinu í gær undir titlinum „Leiðrétta þarf afdrifarík mistök í sóttvörnum“. Þar vísar hann í umdeilda yfirlýsingu sem kennd er við Great Barrington í Bandaríkjunum, í hverri prófessorar og faraldsfræðingar auk fjölda annarra lýsa yfir áhyggjum af því tjóni sem faraldur kórónuveiru hefur valdið. Haukur getur þess í grein sinni að í yfirlýsingunni sé mælt með nálgun sem m.a. felist í því að ná hjarðónæmi en á sama tíma verja þá sem eru í mestri áhættu. „Fólk í aukinni áhættu má taka þátt [í samfélaginu] að vild, á meðan samfélagið sem heild verndar viðkvæma með skjóli þeirra sem mynda hjarðónæmi,“ segir í lokaorðum yfirlýsingarinnar, sem Haukur þýðir í grein sinni. Haukur heldur því fram að Anders Tegnell sóttvarnalæknir Svíþjóðar hafi leitt Svía „nokkurn veginn til hjarðónæmis í þessum anda í vor“. Svíar séu „eina þjóðin sem er frjáls“. Slíkum fullyrðingum hefur Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir þó vísað á bug og bent á að Svíar séu afar langt frá því að hafa náð hjarðónæmi. Haukur segir þessa sænsku leið þá vænlegustu. „Í ljósi þess að veruleg bið getur orðið á bóluefni hlýtur sú krafa að koma upp að sóttvarnayfirvöld láti faraldurinn ganga yfir, nú þegar hann er kominn aftur: með því skipulega undanhaldi gagnvart honum sem Svíarnir hafa sýnt okkur að er rétta leiðin. Þá ætti hjarðónæmi að vera komið hjá skemmtanaglaðasta, félagslyndasta og yngsta hluta þjóðarinnar í janúar-febrúar 2021 – sem gæti bjargað því sem bjargað verður.“ Kári svarar málflutningi Hauks í aðsendri grein, „Glórulaus vitleysa“, sem birtist á Vísi í kvöld. Hann telur rökin með „sænsku leiðinni“ slæm og að þau „vegi að einni af grundvallarforsendum þess samfélags sem mig langar að búa í sem er sú að við hlúum að þeim sem minna mega sín.“ Í huga Kára hafi sænska leiðin nefnilega varpað „öldruðum og veikum fyrir ætternisstapa.“ Öll sýni á ábyrgð Kára Stefánssonar Þá vísar Kári til annarrar greinar Hauks, greinar sem birtist á Vísi í dag undir titlinum „Dýrmætustu gögnin“. Kári segir Hauk þar „ryðja út úr sér staðlausum stöfum um Íslenska erfðagreiningu“. Í sumum tilvikum sé um að ræða aðdróttanir en í öðrum ásakanir um glæpi. Kári fer því næst ítarlega yfir nokkrar af téðum staðhæfingum Hauks. Þannig vísar Kári því á bug að íslenska þjóðin hafi hafnað því að gefa Íslenskri erfðagreiningu lífssýni. Þvert á móti hafi meira en helmingur þjóðarinnar skrifað undir upplýst samþykki fyrir hinum ýmsu rannsóknum ÍE. Enn fremur standi ÍE heldur ekki fyrir sérstöku átaki til að safna miklu magni af lífsýnum um þessar mundir. Þá áréttar Kári að þær skimanir sem ÍE hefur framið í sóttvarnarskyni og fyrir sóttvarnalækni leiði ekki til söfnunar lífsýna, líkt og Haukur hélt fram í grein sinni. Sýnum sé hent eftir að búið er að framkvæma prófið og raðgreina veiruna. „Einu lífsýnin sem eru geymd hjá ÍE eru þau sem hafa fengist frá fólki sem hefur veitt upplýst samþykki og þau eru öll á ábyrgð Kára Stefánssonar en ekki fyrirtækisins vegna þess að Vísindasiðanefnd veitir ekki fyrirtækjum eða háskólum leyfi til rannsókna heldur fólki. Aðgengi mitt, Kára Stefánssonar, að lífsýnunum er með öllu háð leyfum Vísindasiðanefndar. Það hefur engin vísindarannsókn verið gerð hjá ÍE án leyfis Vísindasiðanefndar og engin slík er í gangi,“ segir Kári. „Hins ber svo að geta að þær ásakanir Hauks að ÍE sé að brjóta lög með því að vinna rannsóknir án tilskyldra leyfa eru alvarlegar og ekki útilokað að hann verði að standa fyrir máli sínu frammi fyrir dómstólum.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Tengdar fréttir Kári hefði viljað taka landsbyggðina með Kári Stefánsson segir veiruna það dreifða á höfuðborgarsvæðinu að líkur séu á að smituðum fari fjölgandi úti á landi miðað hversu mikil umferð er á milli borgarinnar og landsbyggðarinnar. 6. október 2020 12:17 Hefði mátt grípa til harðari aðgerða strax í síðustu viku Sóttvarnalæknir segir að vissulega hefði mátt grípa til hertra kórónuveiruaðgerða strax fyrir helgi eða jafnvel fyrir viku síðan. 5. október 2020 12:07 „Pestin verður ekki kveðin í kútinn fyrr en í lok næsta árs“ Það er óréttlætanlegt að bíða í tvo sólarhringa frá því ákvörðun um hertar sóttvarnaraðgerðir er tekin og þar til þær taka gildi að mati Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. 4. október 2020 19:15 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Sjá meira
Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar (ÍE) segir að Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur hafi sett fram alvarlegar ásakanir um lögbrot á hendur fyrirtækinu. Ekki sé útilokað að Haukur þurfi „að standa fyrir máli sínu frammi fyrir dómstólum.“ Þetta kemur fram í aðsendri grein Kára sem birtist á Vísi í kvöld. Tilefni greinarinnar eru greinar eftir Hauk sem birst hafa í fjölmiðlum nú í vikunni. Haukur er til að mynda höfundur greinar sem birtist í Morgunblaðinu í gær undir titlinum „Leiðrétta þarf afdrifarík mistök í sóttvörnum“. Þar vísar hann í umdeilda yfirlýsingu sem kennd er við Great Barrington í Bandaríkjunum, í hverri prófessorar og faraldsfræðingar auk fjölda annarra lýsa yfir áhyggjum af því tjóni sem faraldur kórónuveiru hefur valdið. Haukur getur þess í grein sinni að í yfirlýsingunni sé mælt með nálgun sem m.a. felist í því að ná hjarðónæmi en á sama tíma verja þá sem eru í mestri áhættu. „Fólk í aukinni áhættu má taka þátt [í samfélaginu] að vild, á meðan samfélagið sem heild verndar viðkvæma með skjóli þeirra sem mynda hjarðónæmi,“ segir í lokaorðum yfirlýsingarinnar, sem Haukur þýðir í grein sinni. Haukur heldur því fram að Anders Tegnell sóttvarnalæknir Svíþjóðar hafi leitt Svía „nokkurn veginn til hjarðónæmis í þessum anda í vor“. Svíar séu „eina þjóðin sem er frjáls“. Slíkum fullyrðingum hefur Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir þó vísað á bug og bent á að Svíar séu afar langt frá því að hafa náð hjarðónæmi. Haukur segir þessa sænsku leið þá vænlegustu. „Í ljósi þess að veruleg bið getur orðið á bóluefni hlýtur sú krafa að koma upp að sóttvarnayfirvöld láti faraldurinn ganga yfir, nú þegar hann er kominn aftur: með því skipulega undanhaldi gagnvart honum sem Svíarnir hafa sýnt okkur að er rétta leiðin. Þá ætti hjarðónæmi að vera komið hjá skemmtanaglaðasta, félagslyndasta og yngsta hluta þjóðarinnar í janúar-febrúar 2021 – sem gæti bjargað því sem bjargað verður.“ Kári svarar málflutningi Hauks í aðsendri grein, „Glórulaus vitleysa“, sem birtist á Vísi í kvöld. Hann telur rökin með „sænsku leiðinni“ slæm og að þau „vegi að einni af grundvallarforsendum þess samfélags sem mig langar að búa í sem er sú að við hlúum að þeim sem minna mega sín.“ Í huga Kára hafi sænska leiðin nefnilega varpað „öldruðum og veikum fyrir ætternisstapa.“ Öll sýni á ábyrgð Kára Stefánssonar Þá vísar Kári til annarrar greinar Hauks, greinar sem birtist á Vísi í dag undir titlinum „Dýrmætustu gögnin“. Kári segir Hauk þar „ryðja út úr sér staðlausum stöfum um Íslenska erfðagreiningu“. Í sumum tilvikum sé um að ræða aðdróttanir en í öðrum ásakanir um glæpi. Kári fer því næst ítarlega yfir nokkrar af téðum staðhæfingum Hauks. Þannig vísar Kári því á bug að íslenska þjóðin hafi hafnað því að gefa Íslenskri erfðagreiningu lífssýni. Þvert á móti hafi meira en helmingur þjóðarinnar skrifað undir upplýst samþykki fyrir hinum ýmsu rannsóknum ÍE. Enn fremur standi ÍE heldur ekki fyrir sérstöku átaki til að safna miklu magni af lífsýnum um þessar mundir. Þá áréttar Kári að þær skimanir sem ÍE hefur framið í sóttvarnarskyni og fyrir sóttvarnalækni leiði ekki til söfnunar lífsýna, líkt og Haukur hélt fram í grein sinni. Sýnum sé hent eftir að búið er að framkvæma prófið og raðgreina veiruna. „Einu lífsýnin sem eru geymd hjá ÍE eru þau sem hafa fengist frá fólki sem hefur veitt upplýst samþykki og þau eru öll á ábyrgð Kára Stefánssonar en ekki fyrirtækisins vegna þess að Vísindasiðanefnd veitir ekki fyrirtækjum eða háskólum leyfi til rannsókna heldur fólki. Aðgengi mitt, Kára Stefánssonar, að lífsýnunum er með öllu háð leyfum Vísindasiðanefndar. Það hefur engin vísindarannsókn verið gerð hjá ÍE án leyfis Vísindasiðanefndar og engin slík er í gangi,“ segir Kári. „Hins ber svo að geta að þær ásakanir Hauks að ÍE sé að brjóta lög með því að vinna rannsóknir án tilskyldra leyfa eru alvarlegar og ekki útilokað að hann verði að standa fyrir máli sínu frammi fyrir dómstólum.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Tengdar fréttir Kári hefði viljað taka landsbyggðina með Kári Stefánsson segir veiruna það dreifða á höfuðborgarsvæðinu að líkur séu á að smituðum fari fjölgandi úti á landi miðað hversu mikil umferð er á milli borgarinnar og landsbyggðarinnar. 6. október 2020 12:17 Hefði mátt grípa til harðari aðgerða strax í síðustu viku Sóttvarnalæknir segir að vissulega hefði mátt grípa til hertra kórónuveiruaðgerða strax fyrir helgi eða jafnvel fyrir viku síðan. 5. október 2020 12:07 „Pestin verður ekki kveðin í kútinn fyrr en í lok næsta árs“ Það er óréttlætanlegt að bíða í tvo sólarhringa frá því ákvörðun um hertar sóttvarnaraðgerðir er tekin og þar til þær taka gildi að mati Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. 4. október 2020 19:15 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Sjá meira
Kári hefði viljað taka landsbyggðina með Kári Stefánsson segir veiruna það dreifða á höfuðborgarsvæðinu að líkur séu á að smituðum fari fjölgandi úti á landi miðað hversu mikil umferð er á milli borgarinnar og landsbyggðarinnar. 6. október 2020 12:17
Hefði mátt grípa til harðari aðgerða strax í síðustu viku Sóttvarnalæknir segir að vissulega hefði mátt grípa til hertra kórónuveiruaðgerða strax fyrir helgi eða jafnvel fyrir viku síðan. 5. október 2020 12:07
„Pestin verður ekki kveðin í kútinn fyrr en í lok næsta árs“ Það er óréttlætanlegt að bíða í tvo sólarhringa frá því ákvörðun um hertar sóttvarnaraðgerðir er tekin og þar til þær taka gildi að mati Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. 4. október 2020 19:15